Þetta er mjög athyglisverð síða. Fær mann til að hugsa.
Síðan reiknar hvar maður er staddur á listanum yfir ríkasta fólk heims. Ef maður tekur meðal starfsmann á skyndibitastað á Íslandi (einsog t.d. Serrano), þá eru yfir 5,5 milljarðar manns fátækari en sá starfsmaður (miðað við árslaun)! Það er hreint ótrúlega magnað.
Milljarðar fólks lifa á minna en 2 dollurum á dag. Ég veit að þetta eru engin ný sannindi, en samt er magnað þegar maður hugsar útí það. (via Batman)