Jibbí, þá er uppáhaldsraunveruleikasjónvarpsþátturinn (er þetta lengsta orð í heimi?) minn, Amazing Race, byrjaður.
Ætli það sé ekki ástríða mín af ferðalögum, sem geri það að verkum að ég held svona mikið uppá þennan þátt. Allavegana fer mig alltaf að dreyma um að heimsækja staðina, sem verið er að keppa á.
Keppendurnir virtust sæmilega athyglisverðir. Skrítnastir voru án efa par, sem hafði verið saman í 12 ár án þess að hafa stundað kynlíf. Alveg magnað. Það stóð líka alltaf á skjánum þegar þau komu: “Dating 12 years / Virgins”. Sennilega þurfa þau að kynnast betur áður en þau giftast eða prófa að sofa saman.
Annars er makalaust hvað sjónvarpið hérna heima er leiðinlegt. Það virðist vera bannað að sýna fleiri en einn góðan þátt á kvöldi. Í gærkvöldi var til dæmis ekki einn skemmtilegur þáttur. Frasier finnst mér fúll þáttur og svo er Survivor ekkert voðalega skemmtilegur. Á miðvikudögum er nánast ekkert (fyrir utan Meistaradeildina). Fimmtudagarnir eru skástir með Atvinnumanninn, Bachelor og Sex & the City. Á föstudögum er það svo bara The Simpsons, á laugardögum ekki neitt og svo ekkert á sunnudögum (allavegana þangað til að 24 byrjar aftur).
hey dawsons creek var í gær!! og svo eru þá allavega 70 mín til að redda kvöldinu.. klikkar aldrei 🙂
Það er alltílagi þegar þú færð svona skemmtilegt fólk í heimsókn!
Svo áttu líka svona sérdeilis fínan hafnarboltaleik!!!
Jamm, heimsókn frá PR bætir upp lélega sjónvarspdagskrá og rúmlega það. 🙂
Og svo er náttúrulega MLB 2K3 hrein snilld!!!!!! Og svo ef maður bíður til klukkan 23 getur maður horft á Cubs í beinni útsendingu á netinu, þannig að þetta er í góðu lagi.
Andy Richter er fínn á fimmtudögum. Samt enginn Conan 🙁
En úff! hvað ég get ekki horft á Bachelor en Amazing Race eru fínir þættir. Reyndar hef ég aldrei byrjað að horfa fyrr en þau eru komin yfir Atlantshafið. Sérstaklega finnst mér gaman þegar þau eru á þeysingi á stöðum á borð við Víetnam. Svo eru þetta oft mjög spennandi þættir. Reyndar var stelpan sem vann síðast alveg að gera út af við mann hvað hún var pirrandi (grey strákurinn sem þurfti alltaf að leysa allar þrautirnar og síðan að reyna að róa hana þegar hún tók dramaköstin).
hurru… six feet under eru fínir þættir. á miðvikudögum og alles 😉
Six Feet Under eru einhverjir bestu óamerísku amerísku þættir sem gerðir hafa verið. Frábærir karakterar. Reyndar var ég viss um að maður yrði fyrir vonbrigðum eftir fyrstu seríuna, sem var frábær, en 2. serían náði að standa undir væntingum. Reyndar fannst mér karakter Keiths vera breytt full mikið – til hins verra.
Þetta er hinsvegar endursýningar, sem eru auðvitað fínar fyrir þá sem ekki sáu þættina í upphafi. Ég bíð hinsvegar spenntur eftir næstu seríu, sem fer fljótlega að byrja. Jibbíkæjei!
Jamm, ég er búinn að kaupa mér fyrstu seríuna af 6′ under á DVD. Ég horfi á hana þegar ég er búinn með 2. seríuna af Queer as Folk og 1. seríuna af The Sopranos á DVD.
En Andy Richter er nú ekki spennandi efni. Ég horfði á þetta útí USA og mig minnir að þættinum hafi verið cancel-að eftir nokkra þætti.