Lok, lok og læs

Frábær grein á Múrnum: Fortress Iceland. Hún segir allt, sem mig hefur langað til að segja um meðhöndlun flóttamanna undanfarna daga.

Ég er orðinn hundleiður á að þurfa að skammast mín fyrir stefnu framsóknaríhaldsins í flóttamannamálum. Ekki nóg með það að framlög okkar til þróunaraðstoðar séu skammarleg, heldur þá eru þessi mál líka í lamasessi. Af hverju í ósköpunum þarf að vísa þessu fólki, sem kemur hingað og biður um hæli, úr landi? Getur einhver gefið mér eina góða ástæðu?

9 thoughts on “Lok, lok og læs”

  1. Koddu til Danmerkur þá skal ég sýna þér 10 atriði hvernig á ekki að haga innflytjenda löggjöfinni.

  2. Ég var eitthvað að spá og hneykslast á þessu sama þegar ég las um þetta úsbe-afganska par.

    Ég var samt að spá, þau sóttu um pólitískt hæli og ég held að það gildi mjög ákveðnar reglur um hvernig slíkum hælisveitingum skal háttað og með tilvísun í að mannréttindaákvæðum SÞ sé ógnað, sæti ómannúðlegum refsingum ef þau snúa aftur osfrv.

    Nú er ég ekki heldur mjög klár í muninum á því að vera flóttamaður og síðan að fá pólitískt hæli, þ.e.a.s. hvaða prótókoll er notaður í hvoru tilfelli fyrir sig.

    Hefur ekki bara einn gaur fengið pólitískt hæli hérlendis?

    Þá fór ég að spá hvort þau geti ekki bara sótt um sem venjulegir innflytjendur? Ég meina það virðist ekkert, svona fljótt á litið, sem mælir gegn því að þau fái bara svona status eins og Tælendingar, Víetnamar, Pólverjar og hvað þetta nú allt heitir.

    Manni finnst það nú einhvernvegin liggja beinast við sem næsta skref hjá þessu blessaða fólki?

    Og ef þeim er synjað um það, þá fer ég og sendi einn Mólotov-kokteil á Bændahöllina!!!

  3. Ég varð líka rosalega pirraður út í Pétur Blöndal hvað hann sagði mikla vitleysu í Morgunsjónvarpinu í morgun.

    Menn skilja ekki að það er actually hagkvæmt að hleypa meirihlutanum af “efnahagslegu” flóttafólki inn í samfélagið. Yfirleitt er þetta fólk hingað komið til að eiga framtíð. Framtíð með vinnu, launum, sköttum og neyslumenningu.

    Fyrir utan það að maður skilur ekki á hvaða plánetu Georg og félagar (sem ólíkt nöfnum sínum í Íslandsbanka eru ekki vinsælir allsstaðar og bjóða fólki svo sannarlega ekki að vera með) þegar þeir segja að Afganistan sé ekki nógu slæmt pleis til að teljast til pólitískra flóttamanna.

    Ekki það að við eigum ættum að skilgreina hlutina upp á nýtt og leyfa þessu fólki að koma hingað til lands á þeim forsendum að þau séu jafn velkomin og Pólverjar, Portúgalir og Danir. Þetta mál ætti ekki að vera svona flókið.

    Öðru máli gegnir svo um börn sem eru flutt hingað sem flóttamenn. Það er önnur umræða, flóknari og erfiðari.

    Maður getur orðið assgoti pirraður.

  4. Önnur menning sem er ekki sambærileg okar menningu þá getur það skapað vandræði fyrir innfædda og þá aðfluttu.

    Ef menningin er sambærileg þá sé ég ekkert að því að hleypa fólki inn til að setjast að.

    Það eru bara svo lýsandi dæmi í nágrannalönfum okkar um hversu miklu máli það skiptir að menningarheimarnir séu sambærilegir og við erum ekkert að gera okkur greiða með því að hunsa það bara til þess að einhverjum minnihlutahópur í landinu þurfi ekki að skammast sín.

    Hættu bara að skammast þín og horfðu í kring um þig. Ef allir væru eins og þú og væru tilbúnir að taka þessu fólki með opnum örmum þá er helmingur vandans úr sögunni. Hinn helmingurinn er að kannski vill þetta fólk ekki aðlagast íslenskri menningu og fyrirlítur okkar þjóðfélag og siði þó að það þjóni þeirra hagsmunum að búa hér.

    Í draumalandi gengur þetta kannski upp.

  5. Það eru nokkrar leiðar til að svara Boggs, heimspekilega leiðin, pólitíska leiðin, félagfræðilega leiðin o.s.frv. Ég ætla hinsvegar að svara með tveimur spurningum á móti.

    Ef allir væru eins og þú og væru tilbúnir að taka þessu fólki með opnum örmum þá er helmingur vandans úr sögunni. Hinn helmingurinn er að kannski vill þetta fólk ekki aðlagast íslenskri menningu og fyrirlítur okkar þjóðfélag og siði þó að það þjóni þeirra hagsmunum að búa hér.

    a) Er semsagt leiðin til að koma í veg fyrir að hingað flytjist fólk sem “fyrirlítur okkar þjóðfélag” að banna flestum að setjast hér að? Og b.t.w. hvað er að “fyrirlíta okkar þjóðfélag” skv. þinni skilgreiningu?

    b) Hvað er “íslensk menning”? Er semsagt ekki nóg að fólk sem hingað flyst hlýti sömu lögum og reglum og aðrir landsmenn?

    – – – – –

    Svo verð ég að viðurkenna að mér finnast “Norðurlandarökin” afskaplega þreytandi. Fólk setur samasemmerki á milli þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað m.a. í Danmörku og Svíþjóð síðustu áratugi, sem raunar geymir mörg skólabókardæmi um ranga stefnu, og þess að leyfa fólki að flytja til landsins. Þetta er svona álíka einsog að segja að með því að skoða Rússland á 10. áratugnum getum við séð að við eigum ekki að einkavæða neitt, því að það endi allt saman með ósköpum og muni stefna þjóðinni í fátækt og vesæld. M.ö.o. er það MJÖG mikil einföldum á miklu stærra og flóknara máli. Málið snýst nefnilega ekki einungis um hvað þú gerir, heldur hvernig þú gerir það.

  6. Ég er mjög sammála Ágústi varðandi kommentið hjá Boggs. Mér fannst það lykta dálítið af fordómum.

    Ég efast stórlega um að hingað sæki í umvörpum fólk, sem “fyrirlítur okkar siði”. Þessi setning finnst mér vera full af fordómum. Hvaða siði fyrirlítur þetta fólk? Þetta er svona svipað einsog kommentin hjá Bush um að hryðjuverkamenn fyrirlíti frelsi Bandaríkjanna.

    Ég tel það nokkuð víst út frá hagfræðinni að ef Ísland myndi markvisst fjölga íbúum hér með innflutningi, þá myndi það bæta hagkerfið til muna. Það er stórkostlegur misskilningur að innflytjendur auki á atvinnuleysi einsog menn einsog Pat Buchanan héldu fram fyrir nokkrum árum. Við sjáum til dæmis að hagvöxturinn í USA er að miklu leyti stanslausum straumi innflytjenda frá Mexíkó að þakka.

    Ef að rökin fyrir lokun Íslands eru ekki efnahagsleg, þá snýst þetta að mínu mati um fordóma. Þá þora fáir að viðurkenna.

    Ég tel að Ísland væri svo miklu fátæklegra en ella ef við hefðum þó ekki a.m.k. tekið við þeim innflytjendum, sem við höfum tekið við. Mér þætti gaman ef einhver gæti nefnt mér einhvern ókost við að hafa leyft fólki frá Filipseyjum, Sri Lanka, o.s.frv. að koma til landsins. Hvað hefur þetta fólk gert annað en að hjálpa íslenska hagkerfinu og auðga okkar menningu? (og plís ekki fara að þylja upp einhver dæmi um einhverja 5 Filipseyinga í einhverju gengi í Breiðholtinu)

    99% af því fólki, sem hingað leitar er heiðarlegt fólk, sem er í leit að betra lífi en í heimalandinu. Ef að einhver vill koma frá öðrum löndum hingað uppá þennan ísjaka í Atlantshafinu og byrja hér nýtt líf, leyfum þeim þá að gera það!

    Við eigum að vera stolt af því að geta bætt líf þessa fólks, í stað þess að senda það bara beint heim í skjóli einhverra reglugerða.

  7. “a) Er semsagt leiðin til að koma í veg fyrir að hingað flytjist fólk sem “fyrirlítur okkar þjóðfélag” að banna flestum að setjast hér að? Og b.t.w. hvað er að “fyrirlíta okkar þjóðfélag” skv. þinni skilgreiningu?”

    Nei en vissulega hafa það í huga. Þeir sem eru kannski hvað grófastir í að fyrirlíta okkar menningu sem er vestræn menning FIY eru að mínu matu múslimar. Þá er ég ekki endilega að fókusera á ofsatrúar múslima því ég er ekki hrifinn af múslimum yfir höfuð. Þú spyrð þig kannski af hverju? Það er vegna þessarar holu sem er milli okkar menningaheima og þeirra norma sem stangast á við okkar oft á tíðum.
    Það þarf nú bara að skoða söguna í andartak og átta sig á því hvað hefur verið ein mesta ástæða styrjalda í gegnum tíðana….trúmál.

    Mín skilgreining á einhverjum sem fyririrlítur okkar þjóðfélag er persóna sem er ekki tilbúin að fara eftir okkar lögum, reglum og normum og er jafnvel á móti því að fjölskyldumeðlimir umgangist íslendinga og eru algerlega á móti samböndum. milli “þeirra” og annara íslendinga. Mér dettur bara í hug nýlegar tölur sem gefnar voru út af Amnesty international þar sem það hljóp á milljónum kvenna sem eru myrtar árlega vegna þess að þær höfðu “umgengist” ranga aðila, og já þá er ég að tala kvynnur sem eru(voru) múslimar og allur sá ofsastopi sem oft fylgir þeirri trú.

    Þú spyrð hvað er íslensk menning. Íslensk menning er vestræn menning og ef einhver fyrirlítur vestræna menningu þá fyrirlítur hann íslenska menningu.

    Svo finnst mér fyndið að þú skulir vera orðinn þreyttur á “Norðurlandarökunum” þar sem þetta eru afar sterk rök þó svo að þau hafi verið ofnotuð oft á tíðu. Það breitir því ekki að það er staðreynd að þessi mál eru í lamasessi í hinum ýsmu norðurlöndum og STÓRT vandamál. Jú jú það getur verið að það sé auðvelt að líta til þessara landa og dæma út frá því þegar það eru miklu fleiri atriði sem þarf að taka til athugunnar og margir aðrir þættir sem spila inní. Mér þætti gaman að sjá ykkur koma með þá þætti og leysa þau vandamál sem voru til staðar í Svíðþvíð, Danmörku osfrv sem leiddu til vandamálsins ef þið teljið það vera óviðkomandi hugarfari innflytjenda og innlendra. Leysiði það fyrir mig og auðvitað að hafa þetta allt klappað og klárt með stefnur höggnar í stein svo sé hægt að ábyrgjast að þetta fari ekki allt úr böndunum ef á að víkka opið inn í landið.

    Efast um að það sé hægt og ég kæri mig ekki um að taka sénsinn.

  8. Boggs segir: “Það þarf nú bara að skoða söguna í andartak og átta sig á því hvað hefur verið ein mesta ástæða styrjalda í gegnum tíðana….trúmál.”

    Er það ekki rétt að flest trúarbragðastríð hafa verið hafin af kristnum mönnum? Samanber t.d. krossferðirnar?

  9. Ertu þá kominn inn á sömu línu og Huntington, þ.e.a.s að orsakir flest-allra conflicta séu ,,clash of civilizations” ???

    Ég hef verið að lesa soldið af því sem Chomsky hefur skirfað um þessi mál (í algjörri andstöðu við Huntington) …ég er í vinnunni núna …er ekki með greiðan aðgang að þeim en datt þetta nú bara svona ,,í haus!” Það er alveg vonlaus að fara að reyna að kvóta hann vitlaust!!!

Comments are closed.