Ok, ég veit að grundvallarregla þessarar síðu er að hafa ekki kannanir á henni. Eeen, mér fannst þessi könnun bara svo sniðug: Are You a Metrosexual? (via MeFi). Fannst þetta skemmtilegt útaf því ég var kallaður metrosexual (í gríni að ég held) í kommenti þegar ég var að tala um hárið á mér.
Allavegana, ég tók þetta próf og fékk 25 stig af 50, sem þýðir að ég er metrósexúal. Þarna voru nokkrir skemmtilegir punktar, sem að eiga að segja manni að maður sé metrosexual. Allavegana, meðal annars fékk ég stig fyrir að:
– Það hefur verið reynt við mig af homma
– Ég hef í alvöru verið kallaður hommi.
– Ég hef verið með naglalakk (það var reyndar til að ég hætti að naga neglurnar, svo það er eiginlega svindl)
– Ég hef rakað á mér fæturnar (en það var reyndar til að setja íþróttateip á lappirnar, þannig að það telur eiginlega ekki heldur)
– Ég fer oft í viku í líkamsrækt
– Mér finnst gaman að dansa
– Ég les Esquire reglulega (er reyndar áskrifandi)
– Ég horfi á Sex & The City
… og ýmislegt fleira, sem ég ætla ekki að tala um 🙂
Jæja, ætla að halda áfram að horfa á amerískan fótbolta. Megi New England Patriots vinna, svo þessi íþróttahelgi fari ekki til andskotans. þessi pistill segir allt, sem segja þarf um Liverpool leikinn í gær!
Pats unnu!
Einhver ástæða fyrir því að þú haldur með Pats?
Kannski bara ekki Mannig aðdánadi?
Ekki ég heldur. Hann minnir mig alltaf á gaurinn sem sveik Jerry Maguire í samnefndri mynd! Djöfull var hann leiðinlegur við greyið Jerry. Greyið, greyið Jerry.
You had me at hello.
Bæjó.
Jamm, leikurinn var búinn þegar þessi færsla fór loksins á netið.
Bears eru náttúrulega mitt lið, en Boston er alltaf númer tvö hjá mér (sterk áhrif frá Dan, sko). Þannig að á eftir Cubs koma Red Sox og á eftir Bears koma Patriots. Og (trúi varla að ég sé að segja þetta) á eftir Bulls koma Celtics 🙂
Ég held að ég þurfi að fara að horfa á Jerry Maguire aftur!
ég fékk 9 stig. Veit ekki hvort það sé gott eða vont
Hmm… 30/50 :rolleyes:
Þar sem ég svindlaði ekki (einsog Einar) þá hefði ég örugglega komist upp um flokk með að telja með þegar ég rakaði á mér annan kálfann vegna þess að ég var með huges plástur (til að minnka sársauka við plástraskipti) og eitthvað svoleiðis.
Einar er samt með kerlingalegri sjónvarpssmekk en ég 😉
Jú, þetta var í gríni sko! En það er sko alls ekkert að því að vera pínu metró. 😉
Ég tók prófið og fékk bara átján stig, en sem betur fer fékk maðurinn minn bara níu stig, þannig að ég held að ég sleppi sko!
Ég er nú almennt fylgjandi metróstrákum, en mér finnst óneitanlega svolítið off að ég fékk bara 2 stigum meira en þú! Hugsanlegt að ég þurfi að vinna eitthvað í mínum málum.
Hmm, á maður ekki að hafa smá samúð með Manning. Ótrúlegt að þrátt fyrir allar interceptionirnar, punt-klúðrið[!!?!] áttu þeir ennþá séns að jafna þegar 2 mín. voru eftir. Pats voru gríðarlega heppnir – Annað en hægt er að segja um bíleigendur í nágrenni við Northeastern Campusinn sem þurfa að finna nýtt bílastæði fyrir 1. feb. næstkomandi 🙂
Nei nei, það þarf ekkert að vorkenna Manning, nema einna helst fyrir það að hann þarf að búa í Indianapolis. Einsog máltækið segir: “The best thing about Indianapolis is Chicago” 🙂
Og ég næ ekki þessum brandara með Northeastern. Super Bowl verður í Houtson. Er ég alger gufa að fatta þetta ekki. :confused: