What the hell is wrong with me?

Ég skammast mín eiginlega fyrir að segja það, en ég hafði ekki horft á einn þátt af “America’s next top model” þangað til í kvöld. Þetta er náttúrulega hneyksli, enda ég ekki þekktur fyrir að missa af “raunveruleika” sjónvarpsþáttum. Ég, sem horfi á Paradise Hotel og alla þessa snilldarþætti hafði einhvern veginn misst af þessum módelþætti.

Þetta er þáttur um mis-sætar stelpur, sem langar að verða módel. Tyra Banks stjórnar einhverri dómnefnd, sem samanstendur af henni, einhverri gamalli silíkongellu, steríótípu hommanum og steríótípu bitchy asískri gellu. Tyra, sem er æði, var eitthvað hálf skringileg í þættinum. Ef ég væri hún, þá myndi ég reka hárgreiðslumeistarann minn.

Anyhooo, stelpurnar fóru í gegnum það að leika í sjónvarpsauglýsingu án þess að tala og svo áttu þær að lesa nokkrar línur. Þetta var mörgum ofviða, enda vitum við öll hversu erfitt er að bera fram orðið “water”.

Mig minnir að það hafi verið einhverjar 7 gellur eftir í hópnum og ég verð að segja að mér fannst bara ein vera sæt (og það skýrir titilinn á þessari færslu). Mér fannst bara þessi Shannon vera sæt. Hinar voru hálf sjúskaðar þegar þær voru ekki meikaðar flott. Sú, sem datt út, leit út einosg Skin úr Skunk Anansie (sem stóð á öxlinni á mér á tónleikum í Höllinni, en það er önnur saga) og þær sem eftir eru voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Ég er í raun að velta því fyrir mér hvort ég hafi bara svona skrítinn smekk á kvenfólki, eða hvort það séu bara engar gellur í þessum þætti. Var virkilega ekki hægt að finna flottari gellur í öllum Bandaríkjunum til að verða næsta súpermódelið?

En allavegana, ég held með Shannon. Jei!

8 thoughts on “What the hell is wrong with me?”

  1. eg elskennan thatt!!! eg er svo heppin ad herna er hann syndur 4x i viku (ekki endursyningar ss) en byrjadi bara a manudaginn i sidustu thannig vid erum a svipudum stad og thid heima.. eda thad eru 5 gellur eftir, hevi spenno.. finnst ther ekki elyse sæt? hun er reyndar alltof mjo en mer finnst hun svo kruttleg i framan:)

  2. Jú, þessi Elyse er alveg sæt líka. Samt, þá gerir maður mjöööög miklar kröfur til svona þáttar, þannig að þetta er ekki alveg að standa undir væntingum. 🙂

  3. Þetta er samt svo mikil spurning um karakter. Elyse er að öllu leyti fullkomlega sjarmerandi stelpa, hún er í rauninni eina manneskjan með viti þarna. Þessar jesúbullarakonur eru einungis til þess fallnar að gera mann vitlausan. :rolleyes:

  4. Bara svo þú vitir það þá er stóra myndabullið búið að vera alveg til friðs eftir þessar furðulegu aðgerðir þarna á dögunum. Photoshop að rugla – aldrei hef ég nú heyrt neitt líkt þessu.

    Jæja – annars fíla ég Adrianne langtbest, hún er sætust, mesti töffarinn, með haus á herðunum og ekki þessa glötuðu stæla allan daginn. Amk. besta kærustuefnið.

  5. Gott að heyra með myndadótið. Annars er þetta nú ekki Photoshop að kenna, heldur frekar Microsoft Explorer.

    Annars, þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki horft nógu mikið á þennan þátt til að dæma gellurnar út frá neinu öðru en útlitinu, þannig að það má vel vera að þessi Shannon sé algert bitch. Ég þarf að stúdera þessa þætti mun betur. 🙂

  6. æi elyse setur sig stundum á fullháan hest með þessu gáfudæmi..
    sko adrianne er pottþétt bara pothead!!!! ég held líka með henni hún er fyndin..
    ég haaata jesúgellurnar þvílíka kjaftæðið oj!

  7. I do think see is well fit, but have to say i have seen better in my times u know,. what i just said don’t make no sense cuse i have smoked all my fucking brain sells years ago, anyways i have to go and have a BONG safe. 😉

Comments are closed.