Forritari óskast

Kannt þú á Access, eða þekkirðu einhvern sem kann vel á forritið? Vantar þig smá aukavinnu? Lestu þá áfram.


Ok, mig vantar að fá einhvern til að forrita smá fyrir mig í Access. Þetta er fyrir fyrirtækið, sem ég vinn hjá og því erum við tilbúin að borga fyrir þetta.

Allavegana, verkefnið á (að því er ég held) að vera nokkuð einfalt. Ef þið kunnið þetta, eða þekkið einhvern sem kann þetta og vantar smá aukavinnu, látið mig endilega vita.

Ætli sé ekki best að lýsa því, sem þarf að gera með því að setja upp smá dæmi.


Fyrirtæki eyðir peningum í 6 hluti: A B C D E F og það getur keypt það frá 3 stöðum: 1 2 3

Í byrjun setur fyrirtækið sér takmark. Það ætlar að eyða 60 krónum í heildina. Fyrirtækið mun eyða 10 krónum í hvern hlut frá A-F og það mun kaupa hlutina jafnt frá stöðunum þremur, 20 krónu á hvern stað.

Þegar einn starfsmaður kaupir fyrir fyrirtækið, þá á hann að færa það inní kerfið. Þannig að þegar hann kaupir hlut A fyrir 3 krónur hjá stað 2 þá færir hann það inn.

Eftir að það hefur verið fært, ætti að vera hægt að sjá mjög auðveldlega að fyrirtækið á ennþá budget fyrir 7 krónum af hlut A og 17 krónum á stað 2.


Mér dettur í hug að það sé hægt að vinna þetta á mjög einfaldan hátt í Access. Ég vil þó helst ekki að þeir, sem færa þetta inn, þurfi að kunna neitt á Access. Ég vil bara að þeir fái upp form, þar sem þeir skrái inn færslurnar og geti svo auðveldlega séð hvað er mikið eftir af budgeti. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að geta hækkað og lækkað budgetið handvirkt.

Þeir, sem munu vinna við þetta, vinna langmest í Excel og Explorer.

Endilega látið í ykkur heyra, ef einhver hefur áhuga á þessu.

2 thoughts on “Forritari óskast”

Comments are closed.