Don't you know that you're toxic

Ó, sunnudagar. Alveg er yndislega dásamlegt að vakna óþunnur á sunnudögum. Þá líður mér einsog dagurinn eigi eftir að verða ótrúlega gagnlegur, en svo tekst mér alltaf að gera nákvæmlega ekkert gagnlegt. En þetta er búinn að vera æðislega næs dagur. Vinur minn kom í heimsókn og við spiluðum Top Spin tennis í marga klukkutíma án þess að takast að vinna einn einasta fokking leik. Djöfull og dauði! Ekki bætti það úr skák þegar annar vinur okkar bættist í hópinn og fór að gera grín að spilamennsku okkar.

Annars ákvað ég að ég yrði nú að gera eitthvað gagnlegt, þannig að ég tók fram straubretti og ætlaði að strauja buxur af mér. Ég get straujað skyrtur, en buxur eru alltof erfiðar. Mamma hafði sagt mér að sprauta vatni á buxurnar og það myndi hjálpa, sem það gerði (mamma er sko snillingur). Hins vegar þá fóru helv.*x?* krumpurnar aldrei úr buxunum, þannig að ég ákvað að gefast upp og fara með þær í hreinsun.


Annars fór ég á djamm á föstudaginn. Var í mat á Vegamótum og fór svo á Sólon. Fyrir föstudagskvöldið vissi ég ekki að þybbnar 14 ára gellur hefðu stofnað landssamtök, en árshátíð þeirra var einmitt haldin á Sólon á föstudag. Það er greinilegt að vegna veðurs ákváðu dyraverðir á Sólon að útrýma öllum aldurstakmörkunum. Við entumst á staðnum til kl. 3, sem er sennilega ágætt miðað við þessa mögnuðu frásögn.

Annars var kvöldið á Sólon fínt. Öllum að óvörum var Justin spilaður svona 5 sinnum og ég lenti í því að útskýra fyrir einum félaga að Justin væri snillingur, en ekki væminn aumingi einsog hann hélt fram.

Já, og Postal Service eru snilldar band!

Og Damien Rice er að koma til Íslands og ætlar að halda tónleika. O er einmitt mjög góð plata. Núna þarf ég sennilega að gefa einhverjum vini þann disk til að sannfæra viðkomandi um að fara á tónleikana með mér. Cannonball er eitt af mínum uppáhaldslögum þessa dagana.


Sá Wonderbra þáttinn af America’s next top model. Svei mér þá ef þessi Robin er ekki mest pirrandi gella ever. Og Adrianne er snillingur. Svo lengi sem hún sé Cubs aðdáandi, þá á hún að vinna.

Oooooog svo byrjar Queer Eye aftur á þriðjudag. Jibbí jibbí jibbí jei. Ég verð svooo glaður þá. Ó hvað ég elska þá þætti.

Ok, 24 er að byrja. Þeir þættir byrja vel. Fyrir utan það að Kim er ekki ennþá dauð. Var alltaf að vonast að það væri loka twistið í síðustu seríu. En nei, hún er enn í fullu fjöri þessi elska.

Já, og eitt enn: Þetta er hneyksli

7 thoughts on “Don't you know that you're toxic”

  1. Þetta er fullkomlega “eðlileg” ákvörðun skv. lögunum. Reyndar þekki ég ekki á hvaða forsendum þeim tekst að gefa út plöturnar í Bandaríkjunum, verandi kúbönsk að öllum uppruna. Veit ekki á hvaða forsendum það sleppur hjá löggjöfinni. Ég hef reyndar ekki kynnt mér nýjustu breytingarnar nógu vel.

    Aftur á móti má sjá hér upplýsingar fyrir Kúbverja sem vilja fá visa til Bandaríkjanna (en geta aftur á móti mjög ólíklega lesið þessa síðu ef út í það er farið): http://usembassy.state.gov/havana/wwwhniv.html

  2. Úbs, vitlaus linkur. Hér eru nýjustu upplýsingar til Kúbverjar: http://usembassy.state.gov/havana/wwwhconv.html

    “Para que la visa de no-inmigrante sea expedida, los aspirantes cubanos que resulten aprobados deberán esperar como mínimo algunos meses después de esta entrevista inicial.”

    Skv. þýðingarvél babel.altavista.com þýðir þetta ekkert gott.

  3. Eftir því sem að ég kemst næst (með fyrirvara þó) þá er reyndar ekki búið að breyta lögunum neitt síðan í mars ’03 (sjá: http://www.treas.gov/offices/enforcement/ofac/legal/regs/fr68_14141.pdf).

    Merkilegt nokk, þá einmitt skýrði sú breyting stöðu gesta frá Kúbu í Bandaríkjunum til að læra/kenna eða “performa”. Leyfði t.d. tónlistarmönnum að leigja svið, tæknibúnað o.s.frv.

    Eftir sem áður, fullkomlega “eðlileg” ákvörðun skv. laganna hljóðan en sýnir bara enn eitt dæmið um fáránleika viðskiptabannsins.

  4. Og já, Ágúst auðvitað er ég sammála um að þetta er stórkostleg della. Sem sést best á því hversu ótrúlega vel þetta bann hefur hjálpað við það að koma Castro frá völdum. 🙂

    Castro er ekki góður maður einosg margir vilja halda fram, en það á samt ekki að bitna á löndum hans hversu vondur leiðtogi hann er og hversu mikið hann fer í taugarnar á Bandaríkjamönnum.

  5. …talandi um hneyksli

    “Marriage is a sacred institution between a man and a woman. If activist judges insist on redefining marriage by court order, the only alternative will be the constitutional process. We must do what is legally necessary to defend the sanctity of marriage,” the president said in a statement, hinting at federal constitutional action.” (Forseti Bandarikjanna, nanar tiltekid a 21. oldinni)

    Thegar eg sa fyrirsognina a thessari frett:

    http://www.cnn.com/2004/ALLPOLITICS/02/11/bush.wmd/index.html

    …datt mer einna helst i hug ad WMD staedi fyrir ‘hjonaband samkynhneigdra’.

    Amerika. Land frelsis og jafnrettis

Comments are closed.