Queer Eye byrjar aftur

Þórdís vinkona mín benti mér á þessa snilld. Ég er hræddur um að ég verði að kaupa mér þessa bók. Held þó að ég sleppi því að kaupa dagatalið 🙂

Annars, þá byrjar Queer Eye aftur á morgun, sem er mikið fagnaðarefni. Ég fattaði líka að America’s Top Model er núna komið á miðvikudaga. Þegar ég var að fatta það, fann ég þessa lýsingu á næsta þætti á Sjónvarp.is:

Stúlkurnar bregðast við nektarmyndatöku á mismunandi hátt. Sumar eru ánægðar með reynsluna, aðrar gráta af óánægju. Þær verða að keppa um hylli franskra karla á stefnumótum. Ein þeirra á erfitt með að vera fáguð í framkomu og önnur getur ekki leynt ógeði sínu á matnum og körlunum.

Þetta getur ekki verið neitt annað en snilld!!!

Já, og ætlaði að senda nokkrum vel völdum einstaklingum þetta vídeó, tekið af Lisa Rein’s Radar en ég lenti í vandræðum með póstinn minn. Allavegana, þarna fjallar Jon Stewart (snilllingur og besti sjónvarpsmaður heims) um þingleiðtoga Repúblikana. Alger snilld!


Já, og svo breytti ég þessari síðu aðeins. Ákvað að stækka letrið smá eftir að ég fattaði að það var 10px í stað 11px einsog það átti að vera. Jók líka línubilið. Held að þetta sé betra svona.

3 thoughts on “Queer Eye byrjar aftur”

Comments are closed.