Einar Örn og Strákaböndin

Ok, þetta er hætt að vera fyndið. Eftir að ég tapaði allri tónlistinni minni (sem gæti reyndar reddast – harði diskurinn minn er útí Englandi), þá var einn af fáum diskum sem reddaðist, Escapology með Robbie Williams, sem ég hafði reddað á netinu fyrir einhverjum vikum. Vegna skorts á tónlist ákvað ég að gefa honum sjens.

[Dálæti mitt á Justin Timberlake](https://www.eoe.is/gamalt/2003/09/13/13.39.49/) hefur verið tíundað á þessari síðu áður. Ég hef ávallt fyrirlitið strákabönd, en það virðist hins vegar svo vera sem að meðlimir þessara banda þurfi ekki að vera algjörlega hæfileikalausir. Justin sannar það og svo er ég ekki frá því að ég fíli bara nokkur lög á Robbie Williams plötunni. Það eru nokkur helvíti grípandi lög inná milli. What the hell is wrong with me?

Annars eru þessi lög í keyrslu núna:

* The Darkness – Love is Only a Feeling (Eru The Darkness mestu töffarar í heimi? Ég held það hreinlega. Hvernig er hægt að elska ekki hljómsveit sem gefur út plötu með lögunum “I believe in a thing called love”, “Love is only a feeling” og “Love on the rocks with no ice”? Getur þetta verið meira yndislega hallærislegt?)
* Franz Ferdinand – Dark of the Matinee (“Time every journey, to bump into you, accidentally” Þvílík snillld!)
* Robbie Williams – Hot Fudge
* Electric Six – Nuclear War (frábært band)


Annars setti ég myndir í framköllun til útlanda í [gegnum netið](http://www.bonusprint.com/) vegna þess að þessi þjónusta er svo hrikalega dýr hjá Hans Petersen. Þetta kom ágætlega út. Sendi alls um 150 myndir. Það skemmtilegasta er að allar myndirnar komu til baka í ENGRI RÖÐ! Það þýðir að ég get dundað mér næstu kvöldstundir við að koma þessum myndum í tímaröð. Ég verð spenntur bara við tilhugsunina.