Take your mama out

Það er ekki fyndið hvað “Take your mama out” með Scissor Sisters er fáránlega grípandi lag. Furðulegt hvað maður getur skipt um skoðun á hljómsveit á nokkrum dögum. Fyrir einhverjum vikum var ég að [bölva þeim](https://www.eoe.is/gamalt/2004/03/13/21.16.45/) fyrir cover útgáfu af “Comfortably Numb”. Ég asnaðist svo til þess að hafa PoppTV á í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og þá heyrði ég “Take your mama out” og ég varð gjörsamlega hooked við fyrstu hlustun.

Scissor Sisters er alveg fáránlega skemmtilega hallærislegt band, en ég eignaðist [diskinn](http://pitchforkmedia.com/record-reviews/s/scissor-sisters/scissor-sisters.shtml) fyrir nokkrum dögum og hann er algjör snilld. Einhvers konar dískóskotið rokk. Ótrúlega hressandi.

“Take your mama out” er svo catchy að ég var með það á repeat nánast allt kvöldið þegar ég fór á djammið á föstudaginn langa. Meira að segja þegar ég var að raka mig var ég með lagið á repeat og var byrjaður að dansa í miðjum rakstri, sem er eftiá að hyggja ekki mjög snjallt múv. En mér tókst það án þess að skera mig. Síðan þegar það kom fólk í heimsókn ákvað ég að playlistinn í partýinu yrði ansi litaður af þessu lagi.

Eftir að hafa hlustað á “Take your mama out” svona 20 sinnum á föstudagskvöldið fór ég með vinum á djammið. Fórum á Hverfis þar sem var fáránlega troðið og dj-inn spilaði “Sísí Fríkar Úti”. Jesús almáttugur hvað það er leiðinlegt lag. En ég var samt í góðu skapi, þrátt fyrir að aðalgellan hefði verið á leið út þegar ég kom inn. Hefði þó sennilega tapað mér ef að “Scissor Sisters” hefðu verið spiluð á Hverfis. Það hefði ekki verið gott því það voru 200 manns á dansgólfinu og plássið eftir því.

5 thoughts on “Take your mama out”

  1. Ég er svolítið að velta fyrir mér hverju “Take your mama out”. Er þetta ekki mitt og milli Elton John og George Michael í “Fame”?

    Ég er ekki alveg að fatta hverju mér finnst þetta líkjast.

    Já ég held ég sé með þetta…

    Konseptið er svona mitt á milli Darkness, Elton John og George Michael.

    …og virkar

  2. Nákvæmlega, ég ætlaði nefnilega að skrifa að mér þætti þetta vera alveg fáránlega Elton John legt, en sá þá að Pitchfork greinin lýsti þessu sem diskóskotnu rokki með áhrifum frá Elton John, þannig að ég vildi ekki hljóma einsog ég væri bara að apa eftir Pitchfork 🙂

    Sum lögin á disknum eru alveg ótrúlega lík Elton John lögum. En sama hvað þetta er, þá virka þetta!

Comments are closed.