Það er búið að opinbera nýja iPod-inn. Steve Jobs er í viðtali við Newsweek og þeir láku forsíðunni í gær.
Sjá [hér á engadget](http://www.engadget.com/entry/8424310331131743/)
Einnig hér er Newseek greinin: [The new iPod](http://www.msnbc.msn.com/id/5457434/site/newsweek/)
Svo sem engar byltingar, en hann er með 12 tíma batteríi (í stað 8), takkarnir 4 eru farnir og þess í stað er bara hjólið. Svo virðist stýrikerfið í spilaranum sjálfum aðeins vera breytt. Já, og svo eru þeir allir 100 dollurum ódýrari, sem þýðir væntanlega að þeir eru um 10.000 krónum ódýrari í Apple búðinni. Verða bara til í 20gb og 40gb.
**Uppfært**: [Hérna er öll Newsweek greinin](http://msnbc.msn.com/id/5457432/site/newsweek) um iPod og gríðarleg áhrif og vinsældir þessa litla tækis.