Múrinn og Heimdallarskólinn

Þau á Múrnum skrifa í dag gott [andsvar við grein Hafsteins Þórs, formanns SUS](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1312&gerd=Frettir&arg=5), sem birtist fyrir nokkru [á frelsi.is](http://www.frelsi.is/graentogvaent/nr/2450).

Hafsteinn Þór er hugsjónarmaður, en umfram allt foryngjahollur og því hefur hann nánast ekkert gagnrýnt flokkinn sinn fyrir atferli hans í fjölmiðlamálinu og öllu því tengdu. Í stað þess að svara gagnrýni stjórnarandstæðinga og Múrsins tekur Hafsteinn [46 ára gömul ummæli sósíalista og gerir þau að aðal-umfjöllunarefni sínu](http://www.frelsi.is/graentogvaent/nr/2450). Með því var hann víst að skjóta á umfjöllun Múrsins um þjóðaratkvæðagreiðslur, þrátt fyrir að þau á Múrnum hafi ekki verið fædd þegar þessi ummæli voru höfð.

Vandamálið er bara að einsog [andsvar Múrsins](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1312&gerd=Frettir&arg=5) sýnir, þá er þetta kvót hans Hafsteins einungis útúrsnúningur.

Það er yndislegt að Hafsteinn skuli enn vera jafn dásamlega upptekinn af því að berjast við kommúnisma og hann hefur ávallt verið. Þar sem hann hefur lítil rök inní deilur nútímans, þá kýs hann frekar að beita hárbeittum rökum gegn stefnu, sem dó fyrir mörgum árum. Það er nefnilega auðveldara að grafa upp áragömul, misgáfuleg ummæli andstæðinga sinna, heldur en að eiga rökræður við þá í nútímanum (þó er verra þegar ummælin standast ekki einsog Múrinn sýnir fram á).

Hafsteinn hefur skrifað nákvæmlega tvær greinar á frelsi.is eftir að Davíð tók af okkur þjóðaratkvæðið. Sú fyrri fjallaði um það hversu [kjaftfor Steingrímur J. er](http://www.frelsi.is/greinar/nr/2443) og sú seinni var um [meint 46 ára gömul ummæli](http://www.frelsi.is/greinar/nr/2450) fyrrum þingmanns Vinstri-Grænna.

Það er greinilegt að formaður SUS er með puttana á púlsi þjóðlífsins. Ef ungliðar flokksins eru svona úr takti við restina af þjóðinni, er það þá furða að þingmenn sama flokks séu heillum horfnir?

4 thoughts on “Múrinn og Heimdallarskólinn”

  1. Davíð er orðinn kalkaður ef ekki ruglaður……. og Steingrímur joð alltaf jafn leiðinlegur…..

    ENNNNN …….Ertu búinn að sjá greinina um Schwarzenegger??? Ég iða í skinninu eftir ummælum frá þér um snilldarummæli Terminatorsins um Demokrata í CA

  2. Ok, Genni, nú ertu byrjaður að hræða mig með þessu repúblikana-blaðri þínu.

    Hvaða ummæli eru þetta eiginlega? Hef aldrei heyrt neitt gáfulegt útúr munni Arnolds.

  3. Snilldarummæli Ahhhnolds þegar hann kallaði Demokrata ‘Girlie men’ vegna þess að þeir eru ekki að gera það sem Ahhnold líkar 😉

  4. Jöss mar, erum við farnir í svona Repúblikanakvót keppni? Jei jei jei …can I play?

    Vitiði hver sagði:

    “See, free nations are peaceful nations. Free nations don’t attack each other. Free nations don’t develop weapons of mass destruction.”

    eða

    “They want the federal government controlling Social Security like it’s some kind of federal program.”

    eða

    “There’s not going to be enough people in the system to take advantage of people like me.”

    enn þetta:

    “In my judgment, when the United States says there will be serious consequences, and if there isn’t serious consequences, it creates adverse consequences.”

    :biggrin2:

Comments are closed.