Fyrir ykkur, sem fylgjast ekki með fótbolta, þá eru stórtíðindi að gerast.
Málið er að uppáhaldsknattspyrnumaðurinn minn, Michael Owen er að fara til Real Madrid. Þetta er magnað. Owen hefur verið í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér síðustu 3-4 ár. Það er því visst sjokk (sem ég er ekki alveg búinn að átta mig á) að hann skuli vera að fara.
Ég á bara erfitt með að sætta mig við að Michael Owen muni spila með Real Madrid, en ekki Liverpool á næsta tímabili.
Allavegana, auðvitað tjáði ég mig um þetta á Liverpool blogginu:
[Owen er farinn!](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/08/13/00.03.18/)
Fannst passa að vísa á þetta, þar sem þetta hefur vissulega áhrif á mitt líf. Það er ekki á hverjum degi, sem uppáhaldsíþróttamaðurinn manns skiptir um lið. Síðasta viðlíka áfall var þegar Ruud Gullit var seldur. En samt er áfallið ekki eins svakalegt og ég bjóst við að það yrði.
þarft ekkert að afsaka þig í þessu fáu skipti sem þú skrifar um fótbolta.. þetter nú einu sinni þín síða:)