Ó, Lou!

Veit ekki. Fór á Lou Reed í gær. Einn vinur minn hafði svikið mig á því að fara útaf einhverju stjórnmálabrölti, en mér tókst að redda boðsmiðum fyrir tvo vini mína og fór með þeim.

Æi, ég veit ekki. Er eiginlega nokkuð sammála þessu hjá [Dr. Gunna](http://www.this.is/drgunni/gerast.html). Ég þekkti ekki fyrstu 10 lögin, sem voru öll einsog þau væru spiluð af Phish, eða einhverri djammsveit. Voða gaman eflaust með fimm mínútna gítarsólóum, en mér leiddist og ég bað til Guðs um að hann myndi fara að spila eitthvað af Velvet Underground lögunum.

En þau komu bara aldrei. Jú, hann tók Venus in Furs og svo gjörsamlega kraftlausa útgáfu af Sweet Jane. Hef sjaldan verið eins fúll yfir tónleikaútgáfu af lagi einsog Sweet Jane. Það var einsog einhver hefði miðað skammbyssu á hausinn á honum og neytt hann til að taka lagið.

Ok, gaurinn var allt í öllu í einni bestu rokkhljómsveit allra tíma, en samt tekur hann bara tvö lög með þeirri hljómsveit á sínum fyrstu tónleikum í nýju landi. Það fannst mér verulega slappt. Ég get nefnt svona 15 Underground lög, sem ég hefði viljað heyra.

Allavegana, uppklappið var það skásta, hann tók þá Satellite of Love, Perfect Day og Walk on the Wild Side. Samt alls ekki nógu gott í heildina.


En ok, á víst flug seinna í dag. Ætla að reyna að uppfæra nokkrum sinnum frá Bandaríkjunum. Ok, bæ.

3 thoughts on “Ó, Lou!”

  1. Málið með Sweet Jane er að hann hefur aldrei tekið það almennilega, amk miðað þær live útgáfur sem ég hef heyrt, og þau eru auðvitað til margar.

    Hitt málið er náttúrulega það að hann er fáviti.

    Takk fyrir góðar lesningar.

Comments are closed.