Sjö tannburstar og sex rakvélar

O.C. er snilldarþáttur.


Þessi helgi var frekar róleg. Fór í afmæli hjá vinkonu minni og þaðan á Vegamót. Samt, frekar edrú þar sem ég þurfti að vinna daginn eftir. Vakti langt fram eftir á laugardeginum til að horfa á Boston Red Sox vinna viðbjóðinn frá St. Louis í úrslitum hafnaboltans. Staðan er núna 2-0 fyrir Boston.


Fékk einhverja flensu í gær og ákvað að taka til á baðinu. Hreinsaði úr öllum skápum í fyrsta skipti eftir að ég flutti inn. Hvað fann ég svo í baðherbergisskápunum, sem mér hefur einum tekist að fylla á þessum tveim árum, sem ég hef búið hérna í Vesturbænum? Jú:

  • 30 Evrur
  • 7 (SJÖ) tannbursta fyrir utan rafmagnstannburstann, sem ég nota alltaf
  • 6 (SEX!!!) Gillette rakvélar. Ég nota bara þá nýjustu.
  • 8 tegundir af rakspíra og ilmvötnum.
  • 5 tannkremstúbur

Hvað í andskotanum ég er að gera við allt þetta drasl er ofar mínum skilningi. Til dæmis hef ég varla þann skeggvöxt að ég þurfi 6 mismunandi rakvélar til að halda honum niðri. Ekki það að ég vilji ræða skeggvöxt minnn ítarlega, en ég get þó sagt að ég hef ávallt verið þakklátur fyrir þá staðreynd að alskegg er ekki í tísku.


Borðaði á Apótekinu í gær með útlending. Ji hvað ég elska Apótekið. Án efa uppáhalds veitingastaður minn á Íslandi fyrir utan alla mexíkóska skyndibitastaði í Kringlunni.