Kjúklingagötu- samlokudraumur

Ja hérna, ég er farinn að birtast [í draumum annarra](http://www.katrin.is/?nid=4748).


Athyglisverð [grein á Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1416&gerd=Frettir&arg=5). Er mjög sammála punktinum um að það sé ósmekklegt hjá þessum Íslendingum að gera grín að árásinnu, þar sem þar dóu nokkrir aðilar.


Það er fyndið hversu fólk getur sagt mikið á bloggi án þess að segja í raun neitt. Til dæmis er ég alltaf að skoða blogg hjá stelpu, sem ég er enn ekki búinn að fatta hvort sé á lausu. 90% færslna virðast gefa það til kynna, en svo koma alltaf geðveikt ruglinslegar færslur, sem rugla mann í ríminu. Það er magnað að geta skrifað jafnmargar færslur án þess að maður fái á tilfinninguna hvort fólk sé á lausu eður ei.

Jamm, þetta er erfitt líf.


Til að bæta aðeins við veitingahúsarýnina, þá mæli ég með cajun bbq samlokunni á Vegamótum.


Já, og svo mæli ég með þessu [ljómandi skemmtilega myndbandi](http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1063)

4 thoughts on “Kjúklingagötu- samlokudraumur”

  1. Já, ég fylltist ógleði af því að horfa á meinta friðargæsluliða koma til landsins og skilgreina bolina sem íslenskan húmor. Þeir eru til skammar þessir menn.

  2. Er ég á lausu? Ekki að ég haldi að þú sért að tala um mig í færslunni, bara forvitni hvað fólk sem þekkir mig ekki les úr blogginu mínu 🙂

  3. Já, ég hefði haldið að þú værir á lausu, Soffía. Finnst það hafa skinið í gegn á síðunni. En hver veit.

    Það er samt rosalega misjafnt hversu augljóst það er af því að lesa síður hvort fólk sé á lausu eður ei. Það fer t.d. ekki mikið á milli mála hjá stelpum einsog [maju](http://abuse.is/web/majae/index.php) en hjá öðrum er þetta tormeltara 🙂

Comments are closed.