Kerry vinnur!

Ég sagði það fyrir [þremur vikum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/22/18.27.35/) (reyndar ekki í ræðunni, heldur í fyrirspurnartíma) og ég segi það aftur núna:

**John Kerry vinnur þessar kosningar!**

Ég veit að allir halda að Bush taki þetta, en ég er sannfærður um að Kerry vinni. Ég hef bara of mikið álit á Bandaríkjamönnum til að ætla þeim að þeir kjósi yfir sig 4 ár til viðbótar af George W. Bush.

Þegar ég var á ferðalagi mínu í september, þá rann það upp fyrir mér hversu mikla óbeit fólk hefur á Bush. Þeir, sem eru á móti honum, eru ekki á móti honum einsog við erum á móti Davíð Oddssyni. Nei, þeir hata hann, fyrirlíta hann og vilja gera allt til að koma honum frá honum.

Þetta er sérstaklega augljóst meðal ungs fólks. Fólks, sem hefur vegna aldurs eða áhugaleysis ekki kosið áður. Þetta fólk er reitt. Það sér hvernig Bush hugsar meira um hag stórfyrirtækja og þeirra ríku, heldur en almennings. Það sér hvernig stríðið í Írak hefur farið með þjóðina og orðspor landsins. Og trúið mér, þessu fólki er annt um það hvað öðrum finnst um Bandaríkin.

Ég held að þetta fólk muni ásamt svertingjum (sem var farið illa með í síðustu kosningum) og öðrum minnihlutahópum fjölmenna á kjörstað sem aldrei fyrr. Og það mun ekki kjósa Bush.

Í síðustu kosningum, þá var Bush með nokkurra stiga forskot síðustu dagana, en demókrötum gekk mun betur að smala fólkinu á kjörstað. Ég held að svipað verði uppá teningnum núna. Munurinn er bara sá að Kerry og Bush eru alveg jafnir, og því er ég handviss um að Kerry muni vinna.

Ég allavegana vona svo innilega að Kerry muni vinna þetta. Það væri synd að sjá George Bush og hans hyski draga orðspor þessa frábæra lands endanlega niður í ræsið.


Hvað finnst ykkur? Hverju spáið þið?

9 thoughts on “Kerry vinnur!”

  1. úff… maður vonar auðvitað að kerry vinni.. en gore “vann” og vinir bush í hæstarétti sögðu síðan að bush skildi vera forsetinn…
    þannig að maður veit aldrei… bara vonar…

    annars finnst mér alltaf góður punkturinn sem michael moore kom með í “bowling for columbine” þegar hann var að tala um þetta 1% bandaríkjamanna, sem á 90% af landinu…
    það sem fer mest í taugarnar á þeim er að þeir hafa bara eitt atkvæði… sem eru jafn mörg atkvæði og atvinnulaus maður út í bæ getur haft…
    þess vegna reyna þeir eins og þeir að kaupa öll þau atkvæði sem þeir geta, með t.d. villandi auglýsingum eða annars konar propaganda…

    en það er vonandi fyrir bandaríkin, og í raun allan heiminn, að bush verði ekki endurkjörinn…

  2. Ég var einmitt að skrifa pistil um þetta á minni eigin síðu.

    Ég er sammála þér, ég held að Kerry vinni í dag. Ég hef verið svartsýnn í meira og minna allt haust – en það hefur breyst eftir kappræðurnar. Mér finnst skriðþunginn vera Kerry í vil og ef tekið er mið af öllum þeim minnihlutahópum, konum og ungu fólki sem eru að fara að kjósa í fyrsta sinn þá finnst mér líklegt að Kerry gæti jafnvel unnið öruggari sigur en fólk grunar.

    Ég vona allavega innilega að ég hafi rétt fyrir mér í þessu. Mun sennilega blogga um þetta nokkrum sinnum í dag, í kvöld og í nótt … þetta verður rosalegur dagur!

  3. Einhver barnasjónvarpsstöð í BNA gerði könnun meðal barna, og Kerry van afgerandi sigur þar. Þessi könnun hefur víst reynst sannspá um úrslit forsetakosninga alltaf þegar hún hefur verið gerð… ég man bara ekki hversu oft það var. 🙂

  4. Hvað sem gerist verður þetta spennandi og taugaveiklaður dagur. -mig hlakkar allavega mikið til að kíkja á pöbbarölt eftir vinnu og athuga stemmninguna. Fólk er orðið langþreytt á þessu en það er augljóslega meira spenna í loftinu í dag en undanfarna daga/vikur/mánuði. Nokkrir sem hafa labbað inn í morgun vöknuðu fyrr en vanalega, biðu í röð í klukkutíma+ og hafa nú kosið. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Jon Stewart er með lengri þátt en vanalega í kvöld sem hann kallar Prelude to a Recount… verður án efa geggðjaslega fyndið en maður vonar samt svona í alvöru að það verði ekkert drama og þetta bara klárist í kvöld eða á morgun… en það er ef til vill frekar naive wishful thinking! Sjáum til!

  5. Það er ekkert að marka þessar heildarfjölda-kannanir. Þetta verður jafnt í heildaratkvæðafjölda en gleymum því ekki að Bush á fleiri “atkvæði” þegar kemur að vinna fylkin. Sorry. Bush vinnur… alveg 70-80% öruggur með það 🙁

  6. Björgvin Ingi benti mér nú á þessa síðu: [Electoral Vote](http://www.electoral-vote.com/). Þarna eru teknar saman nýjustu kannanir og þeir spá Kerry sigri: 298-231. Þeir spá því að Kerry taki Florida, Ohio og Pennsylvaníu.

    Þetta verður spennandi, það má bóka 🙂

  7. Ég ætla einmitt að fara á Marriott hótelið í kvöld og reyna að finna “kosningavöku” þar. Er ekki búinn að kanna það en þeir hljóta að vera með beina útsendingu einhvers staðar.

    Eflaust áhugavert að vera innan Ameríkana í Mið-Austurlöndum á “kosninguvöku”. Að ógleymdum moldríkum Flóabúum auðvitað, sem er ekki færri en Ameríkanarnir á hótelinu.

  8. Það er ekki gott hljóðið í Repúblikönum þessa stundina og eru þeir líka í alls konar desperate aðgerðum að véfengja atkvæði þeirra sem gætu kosið Kerry etd.

    Ég held sko alveg að Kerry gæti marið þetta. Það er bara aldrei að vita!

  9. Sammála, Ágúst – ég efa það ekki að væri fróðlegt að vera á kosningavöku í Egyptalandi. Ég öfunda þig allavegana pínu 🙂

    Og þetta er magnað, Erna, með Repúblikana og þeirra taktík. Það virðist á mörgum stöðum vera markviss taktík að reyna að hindra að vissir hópar geti kosið.

Comments are closed.