Útgáfutónleikar

Fór áðan með vini mínum á útgáfutónleika Maus. Einhvern veginn hafði ég ekki séð neitt um tónleikana fyrr en Björgvin Ingi benti mér á þetta á MSN í dag.

Jæja, tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ og voru snilld. Bestu tónleikar, sem ég hef verið á með Maus. Þeir renndu í gegnum öll sín bestu lög, alveg frá Músíktilraunum til “Life in a Fishbowl”. Tóku m.a. 3 lög “acoustic”, þar á meðal frábæra rólega útgáfu af Kerfisbundinni Þrá.

Fyrir utan þann rólega kafla var þetta bara eðalrokk. Eftir svona tónleika finnst manni í raun grátlegt að þeir skuli ekki vera heimsfrægir. Þetta er ekki tónlist, sem að allir fíla, en það ætti að vera nægur markaður fyrir svona frábært popp-rokk. Allavegana, þið sem eruð enn með fordóma gagnvart Maus, gefið þeim sjens. Íslenskt rokk gerist ekki betra.

Svo eru líður manni líka alltaf svo vel á tónleikum með Maus. Í raun einsog allir þarna inni séu nánir vinir hljómsveitarinnar. Veit ekki hvað það er, en ég fæ alltaf þá tilfinningu. Já, og svo tóku þeir líka 3 ný lög, sem hljómuðu öll nokkuð vel. Ég bíð allavegana spenntur eftir næstu alvöru plötu.

2 thoughts on “Útgáfutónleikar”

  1. Ooohhh… leiðinleg færsla… ég er GEÐVEIKT öfundsjúk. Mig langaði rosalega mikið á þessa tónleika því ég er eldheitur aðdáandi Maus. Komst því miður ekki á tónleikana af því að ég var að vinna 😡

  2. setlistinn, tekinn beint af setlista þeirra Mausliða:

    ósnortinnskjárfingurgómakviðaljósrofdjúpnæturgflæði90 kr. perlapoppaldinungfrúe-mail—-unpluggedkristalkerfisbáturinndrama—-unplugged lokiðallt sem þú lest er lygimusickmy favlife in a fishbowl—- uppklappiðover me, under mehelter sheltercover my eyes

Comments are closed.