Þetta er búin að vera frábær helgi. Á föstudaginn héldum við tveggja ára afmæli Serrano á Pravda. Við héldum aldrei opnunarpartý og ekki heldur uppá eins árs afmælið og því bættum við úr því á föstudaginn.
Allavegana, við buðum fulltaf fólki, starfsmönnum, vinum og fjölskyldum og þetta var meiriháttar. Í gær fór ég svo með vini mínum á jólakynningu Skífunnar, þar sem m.a. Quarashi spiluðu. Þar var gríðarlegt magn af áfengi og nýttum við okkur það til hins ítrasta. Þegar partíið var búið fórum við tveir niðrí bæ. Fórum fyrst á Bar Bianco. Sá staður er snilld! Síðan kíktum við yfir á Hverfisbarinn. Frábært kvöld.
Ótrúlegt en satt, tvö æðisleg djömm á einni helgi. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel á djamminu og um þessa helgi.
[Þessi slagsmál](http://establishedboard.com/brawl/brawl.html) eru svakaleg. Fyrrverandi Chicago leikmaðurinn (og sækóinn) Ron Artest stekkur uppí stúku og lemur áhorfendur. Ótrúlega magnað!
Ég er á leiðinni til Köben á eftir. Við erum tveir að fara í heimsókn til Haribo, sem er nálægt Kaupmannahöfn. Verðum þar fram á miðvikudag og höfum m.a. smá lausan tíma, sem ég ætla að nýta til að hitta systur mína og fjölskyldu hennar, sem býr í Köben.
Ef þeir setja Artest ekki í ársbann fyrir þetta, er það skandall. Körfubolti er siðmenntuð íþrótt, þetta er ekki NFL eða álíka heilalaust rugl. M.a.s. Tyson fékk bann á sig um árið, það á að gera þennan mann almennilega brottrækan. Þetta eru íþróttamenn, fyrirmyndir. NBA hefur unnið grimmt í PRmennsku við að búa til ákveðna ímynd og þetta er algjört hneyksli fyrir þá ímynd. Þess vegna verða þeir að grípa til mjög drastískra aðgerða. 😡
Maður man eftir smá slagsmálum og jafnvel nokkrum tilfellum þar sem áhorfendur fengu smá útreið en þetta er… þetta er bara absúrd!
Eftir að hafa horft á þetta nokkrum sinnum á mismunandi stöðum held ég að Stephen Jackson eigi að fá lengra bann en Artest. Jackson gengur af göflunum upp í stúku og eftir að Artest skilar sér er hann enn að slást.
Eg ég mætti ráða fengi Detroit líka nokkrar milljónir í sekt, leika næstu 5 heimaleiki fyrir luktum dyrum á Wallace 10 leiki.
Minn dómur. Jackson 25 leikir. Artest 20, O’Neal 10 og Wallace 10.
Í öðrum fréttum er nauðsyn að fara á Den Tatoverede Enke og fá sér Leroy jólabjór fyrst þú er að koma í höfuðborgina, þar sem drottninginn okkar býr.
oooo netkærastinn bara í sömu borg :blush:
Jæja, dómur er fallinn og er ég nokkuð sáttur við hann. Artest í ársbann, ætti þá að geta einbeitt sér að rappferlinum sínum. En annars fáranlegt að Detroit virðist ekki fá bann eða sekt! Ansi skýr skilaboð frá Stern til leikmanna en skilaboðin til áhorfenda virðast þau að þú mátt haga þér hvernig sem þú vilt.
Ég er ánægður með dóminn sem Artest fékk, hins vegar finnst mér tekið vægt á O’Neal og Jackson. Detroit sleppur sömuleiðis vel. Það ætti að nota tækifærið til að refsa liðinu og senda áhorfendum skilaboð um að mönnum leyfist ekki að haga sér hvernig sem er á leikjum.
Indiana eru hins vegar nánast úr leik eftir þetta. Þeir mega þakka fyrir að ná í úrslitakeppnina.
Ekki gleyma thvi ad Antony Johnson fekk 5 leikja bann fyrir ad gera thad nakvaemlega sama og O’Neal. Hann er bara ekki syndur jafnoft i sjonvarpi og thvi vaegari refsing.
Pacers komast i urslititakeppnina og Artest kemur vonandi hress inn tha, thetta er ekki heimsendir fyrir tha, Jones og Croshere eiga eftir ad verda betri leikmenn eftir thetta.
Artest er líka bannaður í úrslitakeppninni. NBA menn gáfu það skýrt út að bannið gilti um post-season-ið líka.
Annars sá ég hjá Larry King viðtal við gaurinn, sem á að hafa hent vatnsglasinu á Artest. Hann virtist ekki vera að krefjast skaðabóta, heldur var honum einungis annt um að halda ársmiðunum sínum.
En því miður, þá breyta þessi slagsmál ekki þeirri einföldu staðreynd að Chicago Bulls getur ekki nokkurn skapaðan hlut þessa stundina.
artest virðist halda að hann fái að vera með í úrslitakeppninni….
spurning hvort hann fái það…
Jammm, en ég hef séð á nokkrum stöðum að hann fái ekki að spila í úrslitakeppninni. Fréttin sem þú bendir á er frá því á mánudag. Ég held að nokkrir NBA menn hafi komið fram og ítrekað það að hann verði í banni fram í úrslitakeppni.
Allavegana, geri ráð fyrir að flestir þeir, sem fylgist með NBA hafi lesið [skoðun Bill Simmons á málinu](http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=simmons/cowbell/041122). Hann kemur með marga skemmtilega punkta.
Upp frá greininni hans fann ég líka [þessa frétt](http://www.sacbee.com/content/sports/basketball/kings/story/1535910p-1612430c.html) um Kermit Washington, sem Simmons minnist á. Ég hafði aldrei heyrt um þennan gaur en fréttin er mjög athyglisverð.
Vandamálið sem ég las á netinu er að samkvæmt CBA (Collective bargain aggreement) þá verður að dæma menn í bann í ákveðið marga leiki. Ekki tíma.
Sem gerir það að verkum að Artest var bannaður í 73 leiki eins og sést á mörgum vefsíðum. Þetta endar Kaplan sennilega að dæma um.
Bull eiga ekki eftir að geta neitt í nokkur ár í viðbót Einar en þú ert sennilega orðinn vanur þessu ástandi (Liverpool, Bulls, Cubs, Dylan?).
Talandi um Chicago, fóru ekki Cubs leikmenn upp í áhorendastúkur þegar þú varst úti og lömdu áhorfendur?
góðar greinar…
en manstu eftir gaurnum (minnir að hann hafi verið kani meiraðsegja…) í suður-ameríska körfuboltanum sem kýldi dómarann fyrir skömmu???
dómarinn lá steinrotaður eftir höggið og gaurnum var bannað að spila aftur í landinu…
þetta var í fyrra… eða fyrir 2 árum…
miðað við lýsingarnar var höggið hjá kermit sennilega svipað því…
Daði, nei ég kannast ekki við að Cubs hafi farið uppí stúkur. Það var vesen fyrir 2-3 árum þegar áhorfendur Cubs voru að skjóta á “bullpen-inn” hjá LA Dodgers og einhverjir byrjuðu að rífast.
Einnig réðust áhorfendur á White Sox leik á fyrstu hafnar dómara í leik.
En já, ég er orðinn nokkuð vanur þessu. Það besta við þetta er að ég hataði Bulls meðan MJ spilaði en byrjaði að halda með þeim þegar ég flutti til Chicago. Síðan þá hafa þeir ekki getað nokkurn skapaðan hlut. :confused:
Árni, ég hafði ekki heyrt þetta með suður-ameríska boltann. En höggið hjá Kermit hefur eflaust verið þyngra miðað við lýsingarnar á því hvernig andlitið hans Rudy eyðilagðist algjörlega og hvernig læknarnir settu handklæði yfir spegla til að hann gæti ekki séð sig í spegli!