Ferðin til Danmerkur var fín. Við eyddum mestum tímanum í smábæ um klukkutíma frá Kaupmannahöfn. Við höfðum líka smá lausan tíma í Kaupmannahöfn. Ég heimsótti systur mína og fjölskyldu hennar, en þau búa í útjaðri Kaupmannahafnar. Tapaði m.a. 15 sinnum fyrir litla frænda mínum í Mario Kart.
Svo labbaði ég um Strikið, verslaði eitthvað og fór svo í þunglyndi þegar ég sá að Liverpool hafði tapað og Luis Garcia væri meiddur.
En tilefni þessarar færslu var ekki ferðasaga, enda er ferðasagan frekar ónýt. Nei, spurning mín er þessi:
”Er hægt að taka mark á fólki, sem finnst Britney Spears ekki sæt?”
Un, dos, tres, CATORCE!
Svar: nei, engan vegin! það fólk er klárlega að ljúga.
Sæt? Já
Commercial? Já
Mér finnst commercial vera off .. en horfi nú samt alltaf á myndböndin hennar ..
Commercial og ekki commercial. Það er auka atriði. Ég veit ekki hvernig þú skilgreinir stelpur eftir því hvort þær séu commercial eða ekki.
Ég á samt eflaust ekki eftir að skilja þann mismun, því ég hef ekki enn fattað muninn á gellum og pæjum, sem sumar stelpur halda fram að sé mikill 🙂
Það er klárlega munur á því hvort sæt stelpa sé bara sæt að hvort hún nái því að vera skvísa. Skvísurnar hafa áveðin þokka sem snýst ekki um útlit sem hinar ná aldrei. Held Britney hafi ekki þennan þokka þó hún sé alveg ágætlega flott 😉
Æi það er erfitt að útskýra þetta … en hún er að reyna svo gífurlega mikið að vera sexy og flott að það er það eiginlega ekki lengur. T.d. er Alicia Keys rosa flott og þarf ekkert að vera í örfáum pjötlum til að sýna það. Britney er einhvern vegin að reyna of mikið alltaf ..
Don´t get me wrong though … i like her 😉
Ok 🙂