23:23

Mikið afskaplega hefur þetta verið róleg helgi, sem nær svona nokkurn veginn hámarki þegar maður er á netinu á laugardagskvöldi. En þetta var jú allt planað. Ég var ákveðinn í að djamma ekki, heldur reyna að taka lífinu rólega. Veitir víst ekki af.

Í gær var ég uppí [HR](http://www.ru.is/), þar sem ég horfði á nemendur í MBA námi flytja lokaverkefni sitt. Verkefnin tengdust ákveðnu vörumerki, sem ég hef umsjón með í vinnunni og því var ég fenginn sem “sérfræðingur” og átti að spyrja nemendur spurninga. Það var bara nokkuð fínt.

Þetta er búin að vera frekar mikil stress vika og eitthvað gerði það að verkum að þegar ég kom heim úr vinnunni í gær var ég gjörsamlega úrvinda. Ég lagðist uppí sófa, en sá að ég væri ekki alveg að höndla þetta allt saman og fór því að sofa. Vaknaði reyndar aftur um kvöldmat og lá uppí sófa í annarlegu ástandi það sem eftir lifði kvöldsins.

Ef það er einhver, sem er snillingur í að sóa lagardögum í ekki neitt, þá er það ég. Ég svaf til hádegis, horfði svo á fótbolta, fór uppá Serrano, horfði á meiri fótbolta þegar ég kom heim og spilaði Halo2. Pantaði pizzu og reyndi að horfa á Charlie’s Angels 2, en mikið djöfull er hún nú leiðinleg. Spjallaði svo við gamlan vin, sem býr í Tælandi. Ég er byrjaður að láta mig dreyma um að heimsækja hann í Bangkok á næsta ári. Verð þó að passa mig á því að hugsa ekki um ferðalög á þessum tíma árs.

Allavegana, mér finnst þetta alveg [fáránlega fyndin markaðsherferð](http://www.elitedesigners.org/) (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37488))

Einnig: [The Onion: Iraq adopts terror alarm system](http://www.onion.com/news/index.php?issue=4048)

One thought on “23:23”

  1. þessi herferð hjá IKEA gæti vakið umtal…það er nú ekki svo galin hugmynd. Þeir hafa ekki farið troðnar slóðir hingað til. Mér finnst þetta cool!
    kv,
    Friðrik.

Comments are closed.