Joel Stein, pistlahöfundur í Time, skrifar [grein í LA Times](http://www.latimes.com/news/opinion/commentary/la-op-stein5dec05,1,91272,print.story?coll=la-news-comment-opinions) þar sem hann fjallar um veruleikasjónvarpsþætti. Þar talar hann um að Simple Life sé skrifaður frá upphafi til enda, sem kemur svo sem ekki á óvart.
Það, sem kemur hins vegar á óvart er að Stein birtir [HANDRIT](http://www.latimes.com/media/acrobat/2004-12/15324783.pdf) að Queer Eye for the Straight Guy þætti!!!
Auðvitað vissi maður að þátturinn væri vel undirbúinn, en það virðist einnig vera sem að einstaka línur og atburðir séu undirbúnir. Þannig að allar línurnar hans Carsons, sem virðast koma óundirbúnar þegar hann finnur ákveðna hluti í íbúðum karlanna, eru víst margar hverjar undibrúnar.
Handritið er nokkuð magnað. Þar er talað um hverju hommarnir eiga að taka eftir í íbúðinni, hvað þeir eiga að tala um í fatabúðinni og öll ráðin, sem Jai gefur þeim gagnkynhneigða eru þarna á blaði.
Ja hérna! Say it ain’t so. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37507))
Kommon … í alvöru Einar?!?!? Var þetta ekki frekar augljóst þegar þú horfir á þættina … Carson er augljóslega með fyrirfram-ákveðnar línur! Og maður gerði ráð fyrir að hitt væri að einhverju leyti planað …
Ok, auðvitað átti ég von á að eitthvað væri undirbúið, en maður hafði svosem haldið í þá von að línurnar hjá Carson kæmu að hluta til “spontant”.
auðvitað er þetta að mestu leyti spontant. auðvitað!! er ekki bara rétt að trúa því algjörlega að þetta handrit sé skrifað eftir á? jú það held ég nú!
Júmm, ég neita að trúa þessu handritsbulli. Carson er enn snillingur í mínum huga 🙂
Ég hélt nú að þetta væri spontant líka, hef nú bara séð þetta óvart einu sinni eða tvisvar og hélt að það væri ekki hægt að gera svona lélegt handrit…ekki samt segja mér að carson sé þessi ljóshærði sem velur fötin…?? Ef svo er myndi ég ekki tala mikið um það á netinu hversu æðislegur þér finnst hann vera, það nefnilega stimplar þig pottþéttan homma! :confused:
Aha, nákvæmlega, Andrea! Ég hlýt að vera hommi víst mér finnst Queer Eye skemmtilegur þáttur og Carson fyndinn.
Kræst!