Ó, The Apprentice er svo mikil snilld. Það er ekki hægt annað en að dást að þessum þáttum og sérstaklega Donald Trump. Hápunktar þáttana eru án efa innskotin með Trump, þar sem hann bæði gefur góð ráð og svo þegar hann er að vinna.
Sérstaklega er gaman þegar það koma innskot með Trump, þar sem hann situr í limósínu og talar við einkaritarann sinn og öskrar: “*Cancel all my appointments, I have to go meet the teams*”. Einsog það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram.
Ég væri til í að vera með einkaritara einungis til að geta sagt: “*Cancel all my appointments*”. Já, og til að færa mér kaffi, það væri indælt.
Þú meinar “personal assistant” 😉
Ættum að taka okkur saman 30 kvikindi og ráða einn einkaritara sem flakkar á milli okkar allra, hver fær einkaritara einu sinni í mánuði, og getur viðrað allar helstu setningarnar, ásamt því að geta látið hringja út fyrir sig; “já hann Pétur langaði að heyra í þér, augnablik”….vildirðu kakó á capuccinoinn?.
…þetta er meiriháttar viðskiptahugmynd hérna semég er að gaspra frá mér á netinu, en ég er kominn í svo mikið jólaskap…:-)
Ég hringi nú bara sjálfur, breyti röddinni fyrst og segi þá “Já, Emil er á línunni vill tala örlítið við þig”. Svo mæti ég bara sjálfur illa ferskur og fæ “alla” athyglina því ég er með ritara.
Bara spurning um að æfa röddina.
Þetta er snilldar hugmynd, DonPedro! 🙂
Þá get ég notað allar setningarnar mínar einsog “Geturðu ekki hringt í einkaritarann minn til að sjá hvort ég sé laus?” og fleiri góðar. Jafnvel þótt það væri ekki nema bara einu sinni í mánuði.
Ég veit um einn sem fékk ansi girnilegt djobb yfir síðasta sumarið áður en hann kláraði háskólann. Á miðju sumri tók hann upp á því að láta samstarfskonu sína alltaf svara símanum hans þegar vinir hans hringdu í hann í vinnuna, “…nei, því miður, hann er á fundi.” Svo hringdi hann 5 mín. síðar í viðkomandi. Þetta gekk í nokkur skipti og þegar hann var spurður að þessu svaraði hann einungis “nei, hún er ekki ritarinn minn, meira svona aðstoðarmaður”.
Góður hrekkur.
Jammm, ég skil samt ekki af hverju “aðstoðarmaður” er meira PC en einkaritari.