Drottningarviðtöl

Í Kastljósinu áðan var sýnt brot úr norskum fréttaþætti þar sem rætt var við mann, sem lifði af hörmungarnar við Indlandshaf. Saga hans var átakanleg en utan hennar var eitt, sem vakti athygli mína við þáttinn. Það var sú staðreynd að Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra sat þarna við pallborðið og hlustaði á það þegar maðurinn skammaði norsk stjórnvöld fyrir seinagang við hjálparstörf.

Ég spyr þá, víst að svona gerist í Noregi, af hverju í ósköpunum þurfum við á litla Íslandi að sitja við það einstaklega bjánalega fyrirkomulag að forsætirsáðherra sé alltaf einn í viðtölum, nema fyrir kosningar og á gamlársdag?

Nú þekki ég ekki til í Noregi og veit því ekki hvort það sé algengt að forsætisráðherrann sitji svona með almenningi og svari fyrir sig, en ef það er staðreyndin þá hefur álit mitt á Noregi aukist talsvert. Þess væri óskandi að Davíð, Halldór og þeir, sem taki við af þeim, færi sig niður af þessu ímyndaða hásæti sínu og mæti andstæðingum sem og almenningi í umræðuþáttum í sjónvarpi. Þessi drottningarviðtöl, sem tíðkast á Íslandi, eru að gera mig geðveikan.


Annars veit ég ekki hvort að magakveisan mín veldur því að ég sé með óráði, en allavegana þá er ég að fíla nýju Green Day plötuna, American Idiot. Þessi plata hefur verið að fá frábæra dóma og margir gagnrýnendur í Bandaríkjunum völdu hana plötu ársins. Því ákvað ég að gefa henni sjens þótt ég hafi fyrir löngu gefist uppá Green Day.

Þetta er hreinlega virkilega góð plata, sem er magnað. Ég hélt að Green Day væru löngu hættir að búa til skemmtilega tónlist. En þetta er bara brill. “Bouluvard of broken dreams” og “Jesus of Suburbia” eru frábær lög. Líkt og The Streets platan, þá er þetta konsept plata. Fjallar um strák, sem elst uppí úthverfum Bandaríkjanna og er ádeila á það ástand, sem ríkir nú í landi Bush og co.

2 thoughts on “Drottningarviðtöl”

  1. ja eg er ekki viss med green day, heldur slöpp tonlist, en engu ad sidur betri plata en margar deirra fyrri. var til ad mynda numer 3. hja Visions (bladinu) i Tyskalandi sem plata arsins a eftir Beatsticks (Tyskt band) sem hljomar ekki osvipad The Police og Franz Ferdinand, sem er hörmulegt band, sem nadi 2.dru saeti. hin hinsvegar agaeta islenska minus var i saeti 20 sem sinir svart a hvitu hversu Tjoverjar eru vel ad ser i tonlinst degar dvi er ad skipta.
    dad fyrirkomulag ad forsetisradherra se ekki gagnryndur af fleirum a opinberum vetfangi er ekki islensk fyrirbaeri, heldur saenskt, dansk, norskt og ameriskt. en af hverju er god spurning. vaentanlega ma svara henni med dvi ad vid höfum dad einfaldlega og gott?

  2. Já, ég geri mér grein fyrir að það tíðkast víðar að lítið sé um gagnrýni á forsætisráðherra. Þess vegna kom þetta norska dæmi mér skemmtilega á óvart. Þar sem Ísland er svo pínkulítið land, þá mætti þetta alveg vera eins hérna.

    Nokkuð gott hjá Mínus að komast á blað þarna. Enda er Halldór Laxness snilld.

Comments are closed.