Á stundum spyr ég mig af hverju ég horfi á fótbolta. Ég var í góðum fíling í mat og bjór hérna í miðbæ Breda þegar ég skyndilega stökk upp og áttaði mig á því að Holland (mínir menn) væru að spila við Englendinga í fótbolta. Ég ákvað því að finna mér stað til að horfa á leikinn… sem var einmitt hörmung. Þvílík leiðindi hef ég ekki þurft að þola lengi.
Allavegana,
Ég veit ekki hvort ég hafi lent í einhverju twiligth zone um kvöldmatarleytið í gær hérna í Hollandi. Ég fór nefnilega á Subway, hvar ég fékk mer það allra óhollasta á matseðlinum. Það skiptir ekki máli, en það sem skiptir máli er að stelpan sem afgreiddi mig var alveg ótrúlega falleg. Þegar ég var ekki að horfa á hana búa til samlokuna mína gat ég svo virt fyrir mér stelpuna, sem var ein með mér í röðinni, sem var einmitt líka gull, gullfalleg.
Ok, ég fæ samlokuna og fer með hana heim á hótel. Þegar ég er að labba framhjá einhverju húsi er stelpa að opna hurðina, sem brosir fallega til mín. Ég sver að hún var fallegri en Metro stelpan, sem ég sá í Caracas um árið.
Er það eðlilegt að fara útúr húsi að kvöldi til og að allar, já allar stelpurnar sem maður sér séu svona fallegar? Ég sannreyndi það í dag að þessi statistík á ekki við allar konur í Hollandi þannig að ég er búinn að útiloka þann möguleika.
Ok, ætti ég kannski að fara að sofa?
Allavegana, ég á flug heim á morgun. Fæ að bíða á Schiphol í einhverja fimm tíma, sem hlýtur að vera skemmtilegt enda vita allir að flugvellir eru skemmtilegustu staðirnir á þessu jarðríki.
Eftir fundinn í dag var farið með allt fólkið á skauta á svell hér í borg. Ég hef ekki farið á skauta síðan ég fór með fyrrverandi kærustu á skauta í Chicago, sem var að ég held annað skiptið á ævinni, sem ég hef farið á skauta. Í minningunni var ég snillingur á skautum, en það reyndist þó ekki vera alveg svo. Það var þó einhver kall, sem að sagði mér til og eftir smá tíma var ég farinn að geta skautað sæmilega. Skautaði í klukkutíma án þess að detta, sem mér finnst vera meiriháttar afrek! Svei mér þá, það er bara gaman að vera á skautum. Reyndar set ég þann fyrirvara að ég fíla ekki þær íþróttir þar sem mér er rústað af 8 ára gömlum stelpum.
Að lokum langar mig til að vitna aðeins í textann á uppáhaldslaginu mínu:
>So don’t change the dizzle, turn it up a little
I got a living room full of fine dime brizzles
Waiting on the Pizzle, the Dizzle and the Shizzle
G’s to the bizzack, now ladies here we gizzo
Jammmm, ég veit, [þetta](http://www.lyricstop.com/d/dropitlikeitshot-snoopdoggfpharrellwilliams.html) er SNILLD!
*Skrifað í Breda, Hollandi klukkan 0:04*