Á einhver fyrstu þrjá þættina af nýju seríunni af 24 á tölvutæku formi, eða getur sagt mér hvernig á að nálgast þá. Ég missti af þeim þegar ég var úti. Ég stökk næstum því útá svalir þegar ég heyrði alltíeinu “previously on 24” í sjónvarpinu áðan.
En allavegana, ég er kominn heim eftir erfiða en skemmtilega ferð. Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf að skoða það alvarlega að fá mér gleraugu. Í flugvélinni á leið heim til Íslands frá Köben þá sá ég stelpu, sem ég held að hafi verið stelpa, sem var með mér í skóla og ég hitti á djamminu fyrir einhverjum vikum. Eeen, ég var ekki viss, þar sem ég á oft erfitt að greina fullkomlega andlit í örlítilli fjarlægð frá mér.
Skítt með það að ég geti ekki lesið Excel skjöl á skjávarpa á fundum, eða horft á fótbolta á pöbbum, en þegar þetta hefur áhrif á það að ég geti greint stelpur í sundur, þá er fokið í flest skjól.
Ok, ætla á Vegamót, fá mér bjór. Ég verð að tóna mig aðeins niður í drykkjunni, enda fann ég verulega á mér í ræktinni í dag. Ég hef aldrei á ævinni drukkið jafnmikið af bjór og undanfarnar tvær vikur. Úffffff…
Já, og fyrir fótboltaaðdáendur, sem lesa þessa síðu en ekki L’Pool blogið þá er þetta góð grein: [Besti miðjumaður Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/11/18.41.10/)
Færð þetta með bittorrent:
http://www.vip-torrents.com/28.htm
Ef þú ert að tala um 4 seríuna af 24 þá eru bestu staðirnir til að ná í þetta með BitTorrent:
http://www.tvtorrents.ws/
http://www.btefnet.net/index.php?show=12
Flestir nota þessar síður sem þýðir mestur hraði. Njóttu!
Takk fyrir, Palli og Daði. Ég hef verið í erfiðleikum með að finna almennilegt BT vefsvæði eftir að Suprnova lokaði.