Módel grenja saman


Stundum kemur að því að ég spyr sjálfan mig að því hvað í andskotanum ég sé að gera og hvert ég stefni í þessu lífi.

Svona móment kom þegar ég var búinn að horfa á sirka hálftíma af “America’s Next Top Model” í kvöld. Ég meina, í alvöru! Þetta raunveruleikasjónvarpsæði mitt hefur í raun gert það að verkum að ég horfi á nær alla raunveruleikasjónvarpssþætti, sama hversu slappir þeir eru. Þegar þættirnir fjalla svo um hitt uppáhaldið mitt, fallegt kvenfólk, þá verð ég einfaldlega að horfa.

En þessir þættir eru drasl. Fyrirgefið, en þetta er drasl. Ég hef varið þetta oft áður, en ég get það varla lengur.

Fólk má mótmæla og kalla mig leiðinlegan, ljótan og hvað sem er, en að mínu mati þá var ekki helmingur af stelpunum í þættinum sætar. Sumar voru svona la la og ein eða tvær voru virkilega sætar (án farða, þá). Kannski er ég of pikkí, en maður verður nú að hafa háan standard þegar það á að vera að velja súpermódel.

Þrátt fyrir að vera fáránlega sæt, þá er Tyra Banks hundleiðinlegur þáttastjórnandi og gaurarnir, sem voru með henni í þættinum í dag, voru alveg hreint óskiljanlega leiðinlegir. Gamla súpermódelið, sem kom alltaf með mest nastí kommentin (gott) er hætt, sem er hræðilegt.

Eina vonin um að eitthvað rætist úr þessum þáttum er að nógu margar af þessum gellum reynist vera húrrandi geðveikar þegar þær flytja inní íbúðina. Gellan, sem var í kjól með bandaríska fánanum á, er góður kandídat. Fyrsta serían lifði algjörlega á trúarnötturunum tveim og Jonathan í Amazing Grace gleður mitt litla hjarta í hvert sinn sem hann tekur æðisköst. Það eina, sem bjargar þessum þáttum er oft að velja fólk, sem er eins fjarri því að geta talist venjulegt og hægt verður að komast.

Æi, meira að segja skrif um þennan þátt verða leiðinleg.

En, samt ætla ég sko að horfa í næstu viku. Ég bara get ekki að því gert.

Annars, ætla ég að beina einni spurningu til kvenkyns lesenda þessarar síðu: *Grenja venjulegar stelpur í alvöru svona mikið?*

Í alvöru! Ég meina for kræing át lád, það líða ekki fimm mínútur í þessum þætti án þess að allavegana fimm stelpur taki sig saman og væli í kór. Ég tel mig nú vera tilfinningaveru og sæmilega móttækilegan fyrir þeirri staðreynd að stelpur eru upp til hópa viðkvæmari en við strákar. En come on, þetta er ekki fokking eðlilegt. Eru þáttakendur í íslenskum fegurðarsamkeppnum til dæmis sí-vælandi, eða er þetta sér-amerískt?

7 thoughts on “Módel grenja saman”

  1. Enn einu sinni verð ég að vera sammála þér.

    Sem betur fer sá ég aðeins 5 mínútur af þessum þætti, og þvílíkur argasti viðbjóður.

    … í staðinn skellti ég bara 24 í spilarann. Það er eitthvað sem klikkar aldrei. Aldrei.

  2. Janice Dickinson bjargaði miklu við þennan þátt. Það er rétt.

    Módel grenja meira en alvöru konur. Þetta umhverfi býður upp á hysteríuköst. Það er ég viss um.

  3. Bara amerískar stelpur grenja svona mikið… svipað og bara ameríkanar yfir höfuð… djöfulsins væll alltaf hreint! :confused:

  4. Nei, venjulegar stelpur grenja ekki svona mikið. Aftur á móti finnst mér þetta mjög algengt í þessum raunveruleikaþáttum, það er eins og fólk hreinlega geti ekki hamið sig. Til dæmis American Idol, þar er fólk hágrenjandi hægri og vinstri, sama hvort því líður vel eður ei.

  5. hmm er ekki bara meira grenj af því þetta er keppni? ég viðurkenni alveg fúslega að ég hef farið að grenja eftir tapleiki (oftar en einu sinni og oftar en tvisvar) og meirað segja verið nálægt því að farað grenja í miðjum leik.. svo er bætt á það að stelpurnar eru í stöðugum mind games og bitchfæti.. td hérna útí í dk fór ég einu isnni að grenja eftir leik sem ég vann bara af því stelpan sem ég var að keppa við var svo mikil tík og alltaf með stæla og saka mig um svindl og þannig sem ég átti ekki verðskuldað…

    en að öðru.. það var að byrja hérna úti scandinavians next top model og þær eru allar alveg vonlausar ekkva.. en við hansi ákváðum að það væri af því allar pjullurnar í danmörku sem gætu veriði efni í top model eru nú þegar orðnar það (meina það búa nú ekki SVO margir hérna)

    og já leiim að janice sé hætt, hún er svo mikill snillingur!

  6. Nei, ég get nú ekki ímyndað mér það, ég tel mig eiga “venjulegar” vinkonur og þær grenja ekki svona mikið. Þetta virðist vera einhver landlæg móðursýki þarna í Bandaríkjunum. Svo finnst mér þessir raunveruleika þættir orðnir pínu þreyttir, allavega er það mín skoðun að fólkið sem tekur þátt í þeim sé ekki lýsandi fyrir “raunverulegt” fólk hvað varðar andlegt jafnvægi 🙂

Comments are closed.