Leiðtogar í Reykajvík

Aldrei nokkurn tímann mun ég halda því fram að það sé [skemmtilegt sjónvarpsefni að horfa á leiðtoga flokkanna þriggja í Reykjavík tala saman](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-03-07&file=4214488).

Getum við ekki fengið Davíð aftur í borgina?

Allavegana einhvern skemmtilegan, einhvern með púls, einhvern sem gæti einhvern tímann hugsanlega verið fyndinn. Ég þarf að fá mér kaffi til að vakna aftur eftir þessi ósköp.

Já, og nennir einhver að taka af skarið og senda þennan andskotans flugvöll út fyrir borgina. Það er hreinasta sturlun að hafa þetta í Vatnsmýrinni. Takk fyrir.

14 thoughts on “Leiðtogar í Reykajvík”

  1. Flugvöllurinn er líklega eina eilfíðar röflmálið sem ég nenni ennþá að pirra mig á. Af hverju eru menn farnir að kalla það að byggja nýja flugstöð í Vatnsmýrinni (og tryggja flugvöllinn í sessi) að byggja samgöngumiðstöð? Hvað er samgöngumiðstöð? Hver er þá munurinn á samgöngumiðstöð og flugskýli/biðsal?

    (úr ræðu samgönguráðherra í dag)

    síðan hefur verið í undirbúningi að bæta aðstöðu að öðru leyti, eins og að koma upp samgöngumiðstöð sem fjallað var um í samgönguáætlun sem afgreidd var hér í þinginu.

    Þessi umræða í dag er öll alveg með eindæmum.
    http://www.althingi.is/altext/131/03/l07153651.sgml

    …. og af hverju í ósköpunum nenni ég að tuða yfir þessu í kommentaboxinu þínu….

  2. Æi nei ekki Davíð, en það væri alveg í lagi að fá fólk sem sýnir svipbrigði eða breytir tóni þegar það talar. Mér finnst Vilhjálmur eins og vélmenni og Steinunn frekar flöt. Já flugvöllurinn má alveg missa sig. Og hvað er málið með nauðsyn þess að hafa flugvöll í nálægð við Landsann, er ekki nóg að hafa þyrlusvæði hjá Borgó. Þetta er SÓUN á landssvæði, sé alveg fyrir mér íbúðir fyrir námsmenn, líkamsræktarstöð og sundlaug. Það mætti halda að 60% þjóðarinnar væru bændur en ekki íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 😡

  3. þetta flugvallarmál – getur einhver bent mér á stórborg sem er með flugvöll í miðbænum?? Ef á að halda því til streitu að hafa flugvöll í Rvk þá verður að muna að Rvk er ansi dreifð og mætti því kanna að færa völlinn í úthverfin….og leggja svo bara metrolest úr miðbænum beint á völlinn! Magnað hvað maður getur pirrað sig á vitleysu annara….. :rolleyes:

  4. Björgvin, þú færð innri frið með að kommenta hérna 🙂

    Þetta samgöngumiðstöðvarkjaftæði er náttúrulega fáránlegt. Þetta er bara flugvöllur og rútustöð, það sama og er þarna núna.

    Málið er einfaldlega að Reykjavík er á hraðri leið með að vera ekki borg, heldur samansafn úthverfa með verslunarmiðstöðvum. Mig langar ekki að búa í þannig borg og ég held að 95% alls ungs fólks í Reykjavík sé mér sammála. Ég vil búa í borg, þar sem er mannlíf, þröng byggð og fólk úti á götu. Þannig borgum hrífumst við af í útlöndum og þannig ættum við að reyna að byggja Reykjavík.

    Best tækifærið til þess er í Vatnsmýrinni. Ef ekki, þá verður það þannig að maður þarf að ferðast í 45 mínútur bara til að heimsækja vini sína, sem búa á sama svæði. Það er sorglegt í borg með ekki fleiri íbúa.

    Þingmenn verja þetta einungis vegna þess að það er svo þægilegt fyrir landsbyggðarþingmennina að taka taxa frá Alþingishúsinu og út á flugvöll. Þeir eru að hugsa um sína eigin hagsmuni en ekki það að reyna að byggja hér almennilega borg, sem maður getur verið stoltur af að búa í.

  5. Vandamálið við ,,samgöngumiðstöðina” ->einnig þekkt sem núv flugvöllur mínus önnur flugbrautin eða í besta falli núv. flugvöllur -önnur flugbrautin og tilfærsla á hinni -> er að það breytist þá ekkert með hæðina á byggðinni, þeas samgöngumálaráðuneytið mun enn ráða yfir stórum pörtum af 101, 107 og vesturbæ 200 og byggð má ekki fara yfir 45 metra.

    Jújú, það verður örugglega hægt að byggja nokkur hús á því landsvæði sem losnar þarna í Vatnsmýrinni en verður það ,,prime real estate” með flugvöllinn alveg við hliðiná?

    Ég er mikill andófsmaður 3-4 hæða // 6-8 íbúða blokka sem er ömurlegasta byggingareining í heimi -sameinar ókosti allra búsetukosta. En það er það sem er verið að horfa framá í vatsmýrinni ef flugvöllurinn fer ekki …af því að það má þá ekki fara uppfyrir 45m.

    Það sem mun stuðla að mestri þéttingu er þegar við meigum fara að byggja eitthvað uppí loft, ekki endalaust þessi 3 hæða kofaskrífli.

    Amen.

    (PS djöfull er hressandi að rasa út hér!!!)

  6. Neyðist maður ekki til að vera fulltrúi hinnar kúgunar landsbyggðar sem öllu ræður á Íslandi? Allt frá staðsetningu flugvallar sem er undirrót eyðileggingar mið”borgar” Reykjavíkur til úrslitanna í Idol.
    Góður punktur hjá Jensa með 3-8 hæða (af hverju ekki 5 hæða?) blokkirnar. Þetta er líka það búsetuform sem fæstir vilja og til hvers að byggja eitthvað sem enginn vill kaupa?
    Einar, 95% ungs fólks? Hvaðan hefur þær tölur? Samkvæmt Gallup-könnun ( http://www.reykjavik.is/upload/files/B%FAsetu%F3skir.pdf ) er það meirihluti borgarbúa sem telur að byggð sé nú þegar of þétt og vill ekki þétta hana frekar. Á meirihlutinn að ráða eða eigum við að fara hina íslensku leið að minnihlutinn kúgar meirihlutann?

    Kannski þarf bara að horfast í augu við það að Reykjavík hefur aldrei verið borg og því ekki hægt að ætlast til þess að hún verði það yfir eina nótt. Kannski verður hún blessunin alltaf bara ofvaxið sjávarþorp með stórborgarkomplexa eins og Pétur Þorsteinsson sagði oft 😉

  7. Ok, með 95% var náttúrulega ekki vísindalega sannað, heldur eitthvað sem ég henti fram. 🙂

    Ég held þó að 95% fólks vilji njóta kosta þéttri byggðar (svo sem líflegra mannlífs á götum, án þess að það fólk vilji færa einhverjar fórnir fyrir. Það er, það vill hafa borgina einsog er í útlöndum, með líflegu mannlífi á götunum, en vill svo búa í einbýlishúsi með stórum garði, þar sem langt er í næsta nágranna. Þetta fer bara ekki svo vel saman.

    Kannski verð ég bara að sætta mig við það að fólk vilji hér fá bandaríska smáborg, með endalausum [stórum kössum](http://www.big-box.com/), verslunarmiðstöðvum, risa bílastæðum og endalausri bílaumferð.

    Málið er bara að ég held að fólk vilji þetta ekki. Spurðu Íslending hvaða borgir heilla hann og það eru frekar litlar líkur á að hann nefni einhver úthverfi stórborga í Bandaríkjunum, sem Reykjavík líkist mest.

    Nei, Íslendingarnir munu nefna Köben, Barcelona, London og aðrar borgir, þar sem er mannlíf útá götum, þétt byggð og skemmtilegt að vera.

    Verslunarmiðstöðvar eru eins í öllum löndum. Það man enginn eftir eftirminnilegum verslunarmiðstöðvum, en fólk man eftir eftirminnilegum miðbæjum. Einsog Reykjavík er að þróast, þá verður hún einsog bandarískt úthverfi, þar sem hápunktarnir og helstu samverustaðir eru verslunarmiðstöðvar.

    Það má vel vera að þú, Tryggvi, og fleiri séu sáttir að búa í slíkri borg. Ég er það hins vegar ekki.

  8. Ég er alls ekki sáttur við að búa í þeirri borg sem Reykjavík er í dag og ekki þeirri framtíðarsýn að hún verði eins og bandarísk smáborg, enda kom ekkert fram hjá mér um mína skoðun á málinu. Ég var einfaldlega að vísa í skoðanir annarra og niðurstöður skoðanakannana 😉

    Annars held ég að þú hafir verið að hitta á dálítið sem skiptir miklu máli. Auðvitað vilja allir metrópólíska stórborg og iðandi mannlíf á götum, menningu og listir á hverju strái. Það er ekki þar með sagt að fólk vilji búa þar né eiga hlut í því að búa þann brag til. Íslendingar vilja hafa þessa þéttu byggð en margir vilja ekki búa í henni. Hið eftirsótta búsetuform (samkv. áðurnefndri könnun) er einbýli. Á ekki að gefa fólki frelsi til að búa þar sem og þannig sem það vill ? 😉

    Þetta er því talsvert vandamál, hvernig á að búa til stórborgarbrag í borg þar sem allt fólkið flýr upp til sveita? Fer svo við hvert tækifæri í sumarbústaðinn upp í Borgarfirði? Þá má auðvitað segja að það væri hægt að snúa þessu við með því að hafa eitthvert aðdráttarafl í miðborginni en ég veit ekki hvort að brotthvarf flugvallarins myndi hjálpa.

  9. Spurning um að fá útlendinga til að labba um miðbæinn á launum, til að skapa meiri stemningu á meðan Íslendingarnir eru uppí sumarbústað 🙂

  10. Sorry Einar, Tryggvi hefur rétt fyrir sér. Íslendingar, ungt fólk þ.m.t., vilja búa í Grafarholtum. Ég veit t.d. um fáránlega margt fólk sem voru með mér í háskóla sem er nýflutt eða að flytja í Grafarholtið (eða álíka fjarlæga staði).

    Íslenskt ungt fólk vill fjölskyldulíf, úthverfi, lántökur og stóra bíla. Frá 25 ára afmælisdeginum hið minnsta.

    Einu undantekningarnar eru einstaka einhleypingar, kaffihúsaspekingar og annar “ólýður”.

    Þetta er búið spil. Góðu hugmyndirnar hafa tapað. Áfram Framsókn!

  11. Þessar flugvallaumræður hafa alveg rímað mig í ruglinu.

    Er ekki eitthvað bogið við það að Helgi Hjörvar og Pétur Blöndal séu að rífast saman á móti Stulla Bö og Kristjáni Möllet?

    Þetta eru bestu rökin fyrir ,,landið eitt kjördæmi” sem ég hef fundið lengi.

    Þegar landið er orðið eitt kjördæmi getum við vondu höfuðborgarbúarnir bara valið okkur einhverja þæga landsbyggðarmenn sem eru stilltir, halda kjafti um jarðgöng og flugvöll. Nema þá að jarðgöngin séu í Öskjuhlíð og flugvöllurinn í Keflavík.

    Ein pæling í viðbót, afhverju er svo langt til Keflavíkur en stutt frá Keflavík til Reykjavíkur?

    Skurðstofunni í Keflavík var lokað með þeim rökum að það væri svo stutt til Reykjavíkur -síðan eru nálægð vatnsmýrar-flugvallar við Landspítala notuð sem rök dagin eftir?

    Er ekki bara lausnin eftirfarandi:
    1) Herinn burt
    2) Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni
    3) Innanlandsflug til Keflavíkur
    4) Landbyggðasjúkrahús set á laggirnar í byggingum varnarliðsins.
    5) Atvinnuleysi í Reykjanesbæ leyst!

    Damn I´m good!

  12. Bara svona til að svara spurningu Jens með ó-samhverfar vegalengdir þá er einföld skýring á þessu 😉 It breaks down like this.
    Upplifuð vegalengd milli staða er jöfn margfeldi vegalengdarinnar sem þarf að fara í kílómetrum og fjölda þeirra sem þarf að flytja á milli staða.
    Undanfarið hef ég verið að leika mér með stuðul sem er hlutfall milli íbúafjölda á endapunktunum sem hefur greinilega áhrif en ég á eftir að útfæra þann hluta formúlunnar 😉
    Annars heyrði ég góð rök fyrir því að flugvöllurinn ætti ekki að fara neitt, engum að núverandi bygginga/skipulags sjéníum landsins væri treystandi til að byggja neitt smekklegt á þessu svæði 😉

  13. Er það ekki dálítið mikil uppgjöf að segjast ekki vilja bæta neitt útaf því að íslenskir arkitektar séu svo lélegir. Það hlýtur að vera hægt að finna einhvern góðan. Eða þá bara leita til útlanda.

Comments are closed.