&#%"&!%§!!!

[Ég](https://www.eoe.is/myndir/bilbao/Pages/IMG_2219.html) **HATA** Chelsea!

Takk fyrir og góða nótt.

15 thoughts on “&#%"&!%§!!!”

  1. En hatarðu chelsea meira en þú hatar manchester united???

    Í mínum huga er þetta svakalega close call.

    Svipað og með Rooney og Heinze.

  2. Hmmmm… Chelsea hafa nú á tíu dögum unnið deildarbikarinn með sjálfsmarki Liverpool og slegið Barcelona útúr Meistaradeildinni.

    Hins vegar hef ég hatað Man U síðan ég man eftir mér. Þetta er tæpt núna.

    Fokk hvað ég hata samt John Terry og hans heimsku broddaklippingu.

    Annars hlýtur Rooney að vera meira óþolandi en Heinze.

  3. Einar, ég er Barca-maður eins og þú og ég var allsvakalega svekktur yfir þessum úrslitum. Helvítis Chelsea virðast alltaf vera heppnir þessa dagana…

    …hins vegar, þá olli vörn Barcelona mér ótrúlega miklum vonbrigðum í þessum leik. Sóknin skilar 2 mörkum á Stamford Bridge, sem aðeins eitt annað lið hefur gert í vetur, og stóð fyllilega fyrir sínu … og Barca áttu þennan leik … en Chelsea er lið sem refsar og þegar menn spila eins og þeir Puyol, Oleguer og sérstaklega Gio van Bronckhorst gerðu í kvöld, þá eiga menn ekki skilið að fara áfram.

    Því miður.

    Sem betur fer redduðu AC Milan kvöldinu og hentu Man Utd út úr þessari keppni. Ég held ég geti með fullri vissu sagt að þar er laaangbesta liðið í þessari Meistaradeild á ferð!

    AC Milan sko, ekki United. :biggrin2:

  4. Jamm, ég veit, vörnin hjá Barca var því miður djók.

    Það breytir því hins vegar ekki að ég hata Chelsea 🙂

  5. Ég veit ekkert hvað þið eruð að tala um …og stolltur af því …var að reyna að komast að því …langaði bara að biðja ykkur um að googla meistaradeildin …eoe.is/liverpool sem fyrsta niðurstaða …gooooood!

    Uppörvun?

  6. Burtséð frá úrslitum leiksins, sem voru ömurleg, þá var seinna mark Ronaldinhos eitt það nettasta sem ég hef séð lengi. Það var vissulega ekkert með flottari mörkum allra tíma, en það var svo vel gert og… jáh… nett 🙂

  7. Einar ekki vera fúll útí Terry..hann er svo flottur!! Það eina sem ég var ánægð með í þessum leik var að Eiður skyldi hafa skorað! Annars var þetta helvíti!! Bæði liðin mín duttu út í kvöld! Man Utd og Barcelona!!! Svo ég er bara í þunglyndi!!! :confused: :rolleyes:

  8. hvaða hvaða.. ég held með Chelsea! ekki bara vegna þess að Eiður Smári er í liðinu, heldur er Drogba þvílíkt augnakonfekt :blush:
    Liðið sem ég held með í þessari keppni er samt juve.. vona að þeir komist áfram í kvöld, ég þoli ekki beckham barbídúkku.

  9. … ég meina hver gefur 6 ára syni sínum demantseyrnalokka í afmælisgjöf?!?!

  10. Mér fannst þetta frábær leikur og var eiginlega fúl yfir að annaðhvort liðið þyrfti að detta út. Og mér finnst Terry bara flottur, þannig að ekkert múður 🙂

  11. Nei nei nei nei nei nei, Terry er ekki flottur. Og Drogba “augnkonfekt”?? Nú er mér öllum lokið.

    En svo vita náttúrulega allir að leikmenn Liverpool, sem og aðdáendur, bera höfuð og herðar útlitslega yfir alla aðra. 🙂

    Samt dáist ég að þér, Heidi, fyrir að halda með Juve. Það er án efa leiðinlegasta félagslið í heimi og þótt víðar væri leitað 🙂

  12. Einar sagði:

    >Samt dáist ég að þér, Heidi, fyrir að halda með Juve. Það er án efa leiðinlegasta félagslið í heimi og þótt víðar væri leitað 🙂

    Já … hógværðin er ekki sterkasta hliðin hans Einars. :p

  13. hehehe.. ég byrjaði nú að halda með því þegar ég var 12 ára því roberto baggio var í því og svo var búningurinn líkur KR búningnum.. maður hættir nú ekkert að halda með sínum liðum sko 🙂

Comments are closed.