Ég legg hér með til að eftirfarandi sjónvarspefni verði bannað:
* Auglýsingar, þar sem litlir krakkar syngja jóla- eða páskalög
* Viðtöl við lítil börn í fréttatímum, þar sem þau eru spurð hvort þau viti hver ástæða hátíðahalda um jól eða páska sé.
* Öll viðtöl við borgarfulltrúa, sama hvort þeir séu í R-listanum eða Sjálfstæðisflokknum. Þau eru öll jafn slæm.
Hvað þarf maður annars að vera gamall til að finnast óskyld börn vera sæt eða skemmtileg?
Ég held að ég verði að taka undir þetta allt saman. Bara að koma þessum fyrirmælum til skila.
Öll viðtöl sem tengjast borgarmálum yrðu þá semsagt við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa úr Frjálslynda flokknum 🙂
Nei, Guð hjálpi okkur!!! 😯
Ég hefði átt að hafa þetta “Öll viðtöl við borgarfulltrúa” – punktur. 🙂
nei hvað meinaru þetter svo æðislega sætt og krúttalegt;)
Hehe – þú ert með rosalega fordóma gegn þessari jóla/páskastelpu…
er þetta ennþá krakkinn hans þorsteins joð? alveg sem krakkinn fer í taugarnar á mér
Æi þessi sem var í jólaauglýsingunum og pínir upp hlátur í endann. Mér fannst þetta ágætt í fyrsta skipti en það er búið að blóðmjólka þetta alltof mikið. Ég meina fílsungar eru alveg sniðugir en þú myndir ekki vilja hafa einn á heimilinu sjáðu…
Hvað er þetta! Mér finnst stelpan dæmalaust krútt og hún angrar mig ekki hið minnsta. Brosið bara og hafið gaman af, ekki látra óþarfa hluti pirra ykkur!
veistu .. flest börn (jafnvel mitt eigið stundum) eru huuuuuundleiðinleg .. mig grunar að það eldist ekki af manni..
Ok, ágætt að vita það. 🙂