Það var athyglisvert að skoða “[recent songs](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn)” listann í Audioscrobbler áðan. Ég var nefnilega að hlusta á [In the wee small hours](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000006OHD/qid=1111571508/sr=8-1/ref=pd_csp_1/102-3670526-9827367?v=glance&s=music&n=507846), sem er uppáhaldsplatan mín með Frank Sinatra, í gærkvöldi. Frank var í ástarsorg þegar hann tók upp plötuna og lagavalið er eftir því. Því leit AS listinn minn svona út í morgun:
1 Frank Sinatra – What Is This Thing Called Love
2 Frank Sinatra – When Your Lover Has Gone
3 Frank Sinatra – Can’t We Be Friends?
4 Frank Sinatra – I See Your Face Before Me
5 Frank Sinatra – I’ll Never Be The Same
6 Frank Sinatra – I Get Along Without You Very Well
7 Frank Sinatra – Glad to be Unhappy
8 Frank Sinatra – Mood Indigo
9 Frank Sinatra – Close To You
10 Frank Sinatra – In The Wee Small Hours Of The Morning
Það magnaða við þetta var að ég var í ljómandi góðu skapi í gærkvöldi, þrátt fyrir þennan fáránlega þunglyndislega lagalista. Reyndar var ég dálítið fúll eftir að hafa tapað í fótbolta, en samt í fínu skapi 🙂
‘Mood Indigo’ er eina lagið sem ég þekki með nafni af þessari plötu … Sinatra er nánast eins og almenningseign nú orðið, í annarri hverri auglýsingu og svo framvegis, en samt þarf maður að fara að drífa sig að hlusta á plöturnar hans.
Hlustarðu mikið á Ol’ Blue Eyes? Er þessi plata góður staður til að byrja á?
Já, ég hlusta talsvert á Sinatra og á einar 15-20 plötur með honum. In the wee small hours er ofboðslega róleg og hann er ekki með neina “New York, New York” takta.
Ég veit ekki endilega hvort hún sé besti staðurinn til að byrja á, en að mínu mati er hún ein besta Sinatra platan, ef ekki sú besta. Þú þarft að gefa þér tíma með henni. Hún þarf að renna í gegn nokkuð oft til að maður kunni að meta hana. En það er þess virði.