"Stórfréttir"

Ef að RÚV ætla að rjúfa útsendingu á Desperate Housewifes til að sýna beint frá komu Bobby Fischer til landsins, þá hegg ég af mér nefið í mótmælaskyni.

6 thoughts on “"Stórfréttir"”

  1. Hvað gerirðu nú, nebbalaus?

    Ég er orðlaus, þvílíkt djöfulsins rugl hef ég aldrei vitað um … hvað í fjandanum er málið? Af hverju skiptir þessi eini, gamli gyðingahatari svona miklu máli???

    Rugl…

  2. Þetta slapp, Kristján. Þeir rufu ekki útsendinguna fyrr en þátturinn kláraðist, þannig að ég þarf ekki að fórna nefinu.

    Ég fór reyndar að spá í hvort ég yrði jafn huggulegur án nefsins og komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði hálf bjánalegur, þannig að ég var dauðfegin að þeir leyfðu þættinum að rúlla. 🙂

    En já kræst, þessi skrípaleikur er fáránlegur.

  3. Meira ruglið… þetta minnir mig bara á þegar Keikó kom til landsins – spurning hvort við sendum ekki bara Bobby líka til Noregs þegar við fáum leið á honum! :biggrin:

  4. Thíhí…það hlakkaði svo í mér í sófanum yfir þessu. Mér er svo sem sama þó hann Róbert búi á Íslandi, alveg eins og mér var sama um Keikó. En ef hann ætlar að runka sér utan í allan skapaðan hlut eins og Keikó, þá má hann endilega fara bara til Noregs!

Comments are closed.