Ég þoli ekki þegar stjórnmálamenn [hrósa sjálfum sér fyrir það að auka útgjöld, búa til nýjar stofnanir og fjölga ríkisstarfsmönnum](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-05-11&file=4214653).
Af hverju er það sérstök ástæða til þess að monta sig að ríkið hafi aukið framlög til velferðarmála um einn milljarð?
Hvað segir sú tala mér annað en að ég þarf að borga meira í skatt? Af hverju er ekki sagt hverju þetta skilaði í stað þess að fólk monti sig af því einu að hafa eytt peningunum mínum? Skárra væri það ef að sagt væri að biðlistar hefðu styst um 300 manns, eða eitthvað slíkt. En að hrópa upp að ákveðinni upphæð hafi verið eytt og ætlast til þess að það réttlæti stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk er fásinna. Ekki fengi ég mikið hrós ef ég segðist hafa eytt 10 milljónum meira í auglýsingar á síðasta ári. Væntanlega fengi ég hrósið þegar að ég myndi útskýra í hvað ætti að eyða peningunum eða þá þegar fólk gæti séð árangurinn.
Annars er ég skráður inná vef ungra jafnaðarmanna. Þar hafa nokkuð margir sagt frá [niðurstöðum sínum úr þessu prófi](http://www.digitalronin.f2s.com/politicalcompass/questionnaire.php). Niðurstöðurnar mínar voru
Economic Left/Right: 1.13
Social Libertarian/Authoritarian: -4.36
Ég er hins vegar sá eini, sem er hægra megin við miðju af þeim, sem þarna hafa tjáð sig. Er ég kannski að ofmeta áhrif hægri krata í þessum flokki? Ætti ég kannski að gefast upp og ganga til liðs við Íhaldið? Nei, ætli það sé ekki fullmikið.
Ég held að hægri vængurinn sé kannski aðeins lengra til hægri heldur en almennt er talið til hægri hjá okkur hér heima.
Fæstir sem ég þekki komust upp fyrir núllið á þeim ás, sjá hér.
Það þyrfti sennilega að kvarða áttavitann upp á nýtt fyrir íslensku viðmiðin um hægri vs vinstri 😉
Hæ hæ Guðrún Birna í UJ hér 🙂
Hef ekki kommentað hér áður en þetta er mjög skemmtileg síða hjá þér 😉
Held þú eigir nú ekki heima í Sjálfstæðisflokknum þó þú sért soldið hægrisinnaðri en meðal jafnaðarmaðurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þessi týpíski hægriflokkur – er eiginlega bæði lengst til vinstir og lengst til hægri í íslenskri pólitík, hreykir sér af því að standa fyrir frelsi en boðar einnig mestu höftin af öllum flokkum á alþingi, mjög spes kokteill.
Það væri gaman að vita hvar Siggi Hólm og Hinrik myndu lenda á þessum ás, væru örugglega á svipuðum slóðum og þú 🙂
Ég held að það sé ekki undir neinum kringumstæðum hægt að kalla Einar hægrimann … a.m.k. ekki miðað við skrif hans inn á þessa síðu. Ef maður tæki eingöngu mark á því sem hann hefur um íslensk stjórnmál og deigluna að segja hér á þessari síðu er hann frekar langt til vinstri, myndi ég segja.
Var samt í Sjálfstæðisflokknum einu sinni, held ég.
Tók þetta próf sjálfur, og ég er mjög vinstri-frjálslyndur skv. ásnum.
Economic Left/Right: -3.63
Libertarian/Authoritarian: -6.41
Ekki það að svona ás segji manni nokkuð… lít allavega ekki á mig sem vinstrimann, neitt frekar en hægrimann. :confused:
Hey, Dalai Lama er á sama stað og ég á grafinu. Það er ljúft… 🙂
Ég er að hugsa um að mæta í Kastljós og hreykja mér af menningarframlagi mínu af því ég hef keypt svo margar bækur, plötur og spólur. Annars er alveg einstaklega óviðfeldið þegar stjórnmálamaður talar við andstæðing sinn eins og óþekkan krakka bara af því hann dirfist að hafa aðrar skoðanir …
>Ef maður tæki eingöngu mark á því sem hann hefur um íslensk stjórnmál og deigluna að segja hér á þessari síðu er hann frekar langt til vinstri, myndi ég segja.
Ok, athyglisvert. Ég hef ávallt talið mig frekar til hægri en vinstri, en athyglisvert ef skrif mín endurspegla annað.
>Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þessi týpíski hægriflokkur – er eiginlega bæði lengst til vinstir og lengst til hægri í íslenskri pólitík, hreykir sér af því að standa fyrir frelsi en boðar einnig mestu höftin af öllum flokkum á alþingi, mjög spes kokteill.
Sammála, Guðrún Birna. Þess vegna er einmitt ekki mikil hætta á að maður gangi til liðs við Íhaldið. 🙂
Ég held líka að ungir jafnaðarmenn, sem séu komnir útúr háskólanum, séu hægri sinnaðari, þar sem að fólk færist ósjálfrátt til hægri þegar það sér hversu mikla peninga ríkið tekur af þeim í hverjum mánuði.
En annars, þá sagði ég þetta frekar í gríni. Geri mér grein fyrir því að ég er hægri sinnaðari en flestir í UJ, en það er líka bara ágætt. 🙂
Sæll ég þekki þig ekki neitt en hef lesið það sem þú skrifar á síðuna hjá þér í nokkurn tíma og mér finnst þú skrifa mjög skemmilega um allt hérna og þetta er flott síða 😉
Takk 🙂