The Contender er snilld!
Besta nýja raunveruleikakonseptið, sem ég hef séð síðan að Amazing Race byrjaði. Ég hélt að þetta yrði ekki nógu sniðugt, en [Bill Simmons á ESPN](http://sports.espn.go.com/espn/page2/simmons/index) hefur varla skrifað um annað að undanförnu, þannig að ég gaf þættinum sjens og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.
Alveg sammála… ótrúlega gaman að horfa á svona box þegar maður hefur eitthvað “kynnst” liðinu. Einn besti veruleikaþátturinn sem ég hef séð allavega. Ekkert verra að fá líka mótvægi við Barbie-landið í þessum þáttum alltaf. Engar ljóskur, engin zoom af brjóstaskorum sílikvenna. Bara harðjaxla kraftakarlmenn. Góð tilbreyting! :tongue:
“Bara harðjaxla kraftakarlmenn.”
Hmm – harðjaxla vælukjóar kannski frekar?
En þetta er mjög áhugaverður þáttur. Til dæmis eru BNA-menn heimsmeistarar í öllu, þessi er #3 í heiminum og hinn #2. Heimurinn verandi BNA.
Svo er líka magnað að þeir ídolísera Sly. Segjast hafa horft á Rocky og boxað, hann hafi gefið þeim innblástur og blablabla. ROCKY VAR EKKI HEIMILDAMYND STRÁKAR!
Er Mark Hammill alltaf boðið á árshátíð NASA af því að geimfararnir byrjuðu í bransanum eftir að þeir sáu Luke í einhverjum hetjudáðum?
Sammála að þetta er með skárra raunveruleika-efni sem sést hefur á skjánum. En miðað við hvað þetta er allt orðið sick (dæmi: the swan) þá getur ekki verið langt í að Running Man verði að veruleika. Stigsmunur, ekki eðlismunur. Líkamlegt ofbeldi í dag, dráp á morgun.
Það verður gæða sjónvarpsefni!
Amazing Race 7 er heldur ekki jafn gott og númer 6… þó að þetta sé ekki lengur að hópa öllum endalaust saman eins og áður.
Hmm… mér fannst nú ekki vera neitt svakalega mikið um væl, fyrir utan í endann þegar gaurinn var skrúbbandi sig og vælandi í sturtunni. Það var svakalegt atriði 🙂
Og já, það er fyndið hvernig menn fíla Sly sem einhvern alvöru boxara.
Það er mikið grenjað í þessari seríu af Contender en það er fínt því maður má grenja sjálfur með. Ég stóð líka oft upp og gargaði og kýldi útí loftið og svitnaði þegar ég varað horfá þættina.
Það er alveg rétt, um leið og maður kynnist liðinu þá verður þetta miklu betra…
…og ég vil EKKI að SkjárEinn geri íslenska útgáfu.
Já, ég held nefnilega að ástæðan fyrir því að maður horfir ekki meira á box er sú að maður hefur aldrei hugmynd um hver er að boxa. Ég á voðalega erfitt að halda með einhverjum Juan Rodriguez frá Puerto Ríkó.
Þegar maður fær smá sögu í kringum þetta, þá er þetta allt öðruvísi.