Ok, ég er að fara á Snoop í Egilshöll ásamt tveim vinum mínum. Þetta var auðvitað of gott tækifæri til að láta framhjá sér fara.
Allavegana, ég hef verið að leita að set-lista fyrir þennan túr, sem Snopp er á, en hef ekkert fundið. Veit einhver hvaða lög Snoop er að taka á þessum túr, eða veit einhver um set-lista frá einhverjum tónleikum af þessum síðasta túr?
Sumum hliðum við þig botna ég ekkert í. Ég var einmitt að spá í það um daginn hvaða markhópur væri eiginlega að fara á þessa tónleika.
Einar skoppari! :tongue:
Já, ég er svo margbrotinn persónuleiki. Annars er ég nú að fara með [framkvæmdastjóra ungra jafnaðarmanna](http://www.jenssigurdsson.com/), þannig að hann er líka í markhópnum.
Á síðunni hjá Katrínu er setlistinn frá því að við fórum á Snoop í Berlín í lok febrúar…
http://www.katrin.is/?nid=5150
leitaðu ekki langt yfir skammt elskan!
hann bætti samt við fleiri slögurum á okkar tónleikum sem ég man ekki núna hverjir voru, meira af dre efni…
en svo núna á hróarskeldu tók hann miklu færri lög enda held ég maður megi ekki vera nema eitthvað ákveðið lengi á orange.. og það var verið að sýna vídjóin hans á risaskjá og dj eazy dick talaði við mann á milli laga á risaskjánum.. veit ekki hvort það verða svona skjáir í egilshöll…
Takk, Katrín 🙂
Þetta lítur vel út!