Magga fjallar um [hjólhýsaæði landans](http://maggabest.blogspot.com/2005/07/hjlhsarusl.html). Hún er besti bloggari landsins, segi ég og skrifa.
Á þessi Wife Swap þáttur virkilega að vera skemmtilegur? Ég náði ekki að standa uppúr sófanum eftir að [Liverpool leikurinn kláraðist](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/13/20.56.38/) og festist yfir þessum þætti. Þetta er hryllilega leiðinlegt. Án efa í síðasta skipti sem ég hlusta á Bo Halldórs. “Nýjasta æðið í bandarísku sjónvarpi” my ass.
Ég er ferlega þreyttur. Fór í körfubolta eftir vinnu og svo komu nokkrir vinir í heimsókn til að horfa á Liverpool leikinn. Núna get ég varla staðið uppúr sófanum.
Færslan mín um [leiðinlega sumarveðrið](https://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41) var listuð á [b2.is](http://www.b2.is) (gamla Batman) og það þýddi að 3000 manns skoðuðu þá færslu. Ekki einn af þessum þrjú þúsund kommentaði á færsluna, sem mér finnst magnað.
En allavegana, það er *ekki enn* búið að boða mig í Kastljósið til að tala um þessa stórkostlegu uppgötvun mína! Ég meina, *ég*, hagfræðingurinn Einar Örn uppgötvaði það að á Íslandi er leiðinlegasta sumarveður í heimi!!! Þetta er senninlega ein af fimm merkilegustu uppgötvunum Íslandssögunnar og mun sennilega hafa hræðilega afleiðingar fyrir íslenska þjóðarsál.
Veðurfræðingarnir í fréttunum passa sig á því að minnast alltaf á það þegar það er kalt í Evrópu eða rigning á Spáni, sérstaklega þegar það er sól á Austurlandi á sama tíma. Það er gert til að búa til þann ímyndaða rauveruleika að veðrið hérna sé eðlilegt og í einhverju samræmi við veður í öðrum löndum. Það er hins vegar bull.
En svona er þetta.
Jám, ég veit, en þetta tengist líka besta lambakjöti í heimi, besta vatni í heimi, fallegustu konum í heimi, og hreinustu náttúru í heimi.
Þetta er pakkadíll fyrir smáþjóð.
Jamm, en finnst þér það ekki grimm örlög fyrir okkur að við erum með sætustu stelpur í heimi, en samt er veðrið svo ömurlegt að þær geta aldrei verið í pilsum úti?
Ég held að Guð sé að stríða okkur.
Iss, þær eru samt í pilsum. Láta ekkert smá frost skemma verslunarferð til Palma. Grípa bara í leiðinni 12 pakka af húðlituðum sokkabuxum og þá sér enginn muninn á fögrum leggjum og veðurbörnum bláleitum æðahnýttum lærum.
Aðalkosturinn við góða veðrið (sem ég fæ hér) er að það er hægt að fara út í bol…og vera í bol. Það þarf engan jakka, flíspeysu eða bíl á nærliggjandi bílastæði. Góða veðrið helst alveg.
já sama hérna.. ég fór í fyrsta skipti út í peysu áðan í ca. 2 vikur..