Maður

Mikið hljómar það virðulega þegar ég er kallaður [ungur maður](http://www.kjanaprik.is/dagbok/?p=1974) 🙂


Ég hef ekki nennt að skrifa neitt um stjórnmál eða íslensk þrætumál á þessa síðu. Það er kannski merki um hversu lítið hefur gerst undanfarna mánuði. Eeeen, í alvöru talað, er það eitthvað sérstakt [markmið að breyta Íslandi í Búrma](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=50415)? Úr frétt á Vísi.is:

>Ólafur (hluti af mótmælendum á Káranhjúkum – innsk. EÖE) segir ómerktan sendiferðabíl á vegum lögreglunnar hafa verið einungis nokkra metra frá þeim í nótt. Honum mislíkar að svo grannt sé fylgst með þeim og vill meina að brotið sé á rétti þeirra. Hann vill ekki gefa upp hvert ferðinni er heitið og segir að mótmælum verði haldið áfram.

Af hverju álítur Lögreglan mótmælendur vera hættulegasta fólkið á landinu? Þetta er enn eitt bjánadæmið í tengslum við meðhöndlum lögreglunnar á fólki, sem mótmælir aðgerðum þessarar ríkisstjórnar eða ríkisstjórna annarra landa. Allt frá kínverska fimleikafólkinu til þessara umhverfissinna.

Í stað þess að fara með þetta fólk einsog glæpamenn, þá ætti að veita þeim orður fyrir að nenna að húmast í skítakulda uppá hálendi Íslands til að mótmæla heimsku þessarar ríkisstjórnar.

11 thoughts on “Maður”

  1. Án þess að fara mæla einhverju eftirliti bót þá finnst mér nú ósanngjarnt gagnvart falun gong sakleysingjum að líkja þeim saman við mótmælendur sem “með einbeittum vilja” eyðileggja og trufla virkjunarmenn með þeim rökum að málstaður þeirra sé svo svakalega vondur.

  2. Jamm, þetta er rétt hjá þér Björgvin, það er vissulega munur þar á. En það fer samt í taugarnar á mér, hversu mikil paranoía er í gangi gagnvart öllum mótmælum á þessu landi. Einsog mótmælin per se séu alltaf stórvandamál, sem verði að komast hjá eða stoppa.

    Og Emma og Dagný, kannski ekki “stráklingur”, en ég held að ég muni kalla mig strák þangað til að ég verð fertugur 🙂

  3. Get nú ekki séð að þessir mótmælendur séu e-r saklaus fórnarlömb… hafa nú verið að gera ýmislegt sem bæði truflar vinnu á svæðinu og er hættulegt þeim og starfsfólki.

  4. Nei, kannski eru þeir ekki saklaus fórnarlömb.

    Eeeeeen, það er ekki einsog þetta séu hættulegir glæpamenn.

    Þegar ráðist er á fólk niðrí miðbæ, fylgir þá lögreglan árásarmönnum eftir þegar þeim hefur verið sleppt? Ég held ekki. Það er í lagi að lögreglan stoppi mótmælin þegar skemmdarverk eru framin. Eeeen, þessi paranóía lögreglunnar byrjuðu um leið og þetta fólk setti upp tjald. Það er í raun fáránlegt.

    Og það að fylgja þessu fólki eftir þegar það keyrir í bæinn er hneyksli.

  5. Sammála og ekki sammála. Þetta lið er að fara inn á virkjunarsvæðið, valda þar ónæði sem kosta peninga í formi skemmda og vinnutaps. Síðan kemur einnig fyrir að þeir skapi sér og öðrum hættu. Það er ekkert ólíklegt að einhver gæti hoppað fyrir vinnuvél í “mótmælaham” og drepið sig. Þá hugsa menn kannski af var þeim hleypt inn á þetta hættulega vinnusvæði?. Ég segi að það sé verið að gera þeim greiða með því að sjá til þess að þeir fái ekki að fara inn á svæðið, ég hef unnið út í Álveri og get alveg ímyndað mér hversu hættulegt svæðið er við Kárahnjúka miðað við Álverið. Ég myndi ekki hleypa mótmælendum inn á álverssvæðið þegar vinna er í gangi, það er frekar hættulegt þó svo þú sért að vinna þarna sjálfur.

    Aðra sögu er síðan hægt að segja um falun gong hópinn, það var bara fáránlegt mál í alla staði og þar skeit löggan upp á bak. En í þessum mótmælum er ég með löggunni. Þetta lið er bara allt of seint í sínum aðgerðum og það á að halda því í skefjum til þess að það skaði ekki sig og aðra.

  6. Já, ég skil punktinn þinn, Sigrujón, en hver var ógnunin af þessu liði þegar það var á leiðinni í bæinn?

    Væri ekki nóg að vakta virkjunarsvæðið í stað þess *að elta sjálfa mótmælendurna?*

  7. Já okei, ég reyndar vissi ekki af því fyrr en ég sá 10 fréttirnar á RÚV í gær. Það finnst mér reyndar mjöööög undarlegt líka :rolleyes:

Comments are closed.