Ok, fyrir það fyrsta svo það sé á hreinu, þá er fólkið sem skráir sig í [þennan þátt](http://bachelor.s1.is/) náttúrulega hetjur. Það *veit* að það verður gert grín að því og í raun með því að taka þátt í þessum þætti, þá er það að bjóða uppá ákveðin skrif og skot á sjálft sig.
Ég hefði aldrei þorað að fara í þennan þátt og því er þetta fólk hugrakkara en ég hvað það varðar.
En þetta fólk er jú komið í þáttinn og þetta er íslenskt raunveruleikasjónvarp og ég er vanur því að skrifa um raunveruleikasjónvarp á þessari síðu. Þannig að þessu tækifæri get ég ekki sleppt. Ég er búinn að horfa á þrjá fyrstu þættina af þessum þætti og ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja.
Ok, til að byrja með nokkrir punktar úr lausu lofti.
**Fyrir það fyrsta**: Bachelor-inn býr um rúmið sitt *á hótelherbergi*. Hvaða karlmaður gerir svona lagað? Kannski er hægt að finna mann, sem býr um sig heima hjá sér (mamma, sá maður er þó vandfundinn!!!), en að búa um rúmið sitt á hótelherbergi er annaðhvort merki um geðveiki eða þá að hann var að reyna að heilla alþjóð fyrir framan myndavélarnar.
**Í öðru lagi**: Hvað er málið með einstæðar mæður á Íslandi? Þegar ég skrifaði [fyrst um þennan þátt](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/23/19.23.41), þá efaðist ég um að framleiðendur þáttarins myndi finna **25 einhleypar íslenskar stelpur** til að taka þátt. Ég hafði rétt fyrir mér. Ég gat aldrei talið þær nákvæmlega, en stelpurnar í þættinum voru ekki fleiri en 15. Þannig að það er greinilegt að framleiðendurnir fækkuðu stelpunum í þáttunum, væntanlega vegna þess að ekki nógu margar stelpur buðu sig fram. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru (einsog ég hef áður bent á) [allar stelpur á Íslandi á föstu](https://www.eoe.is/gamalt/2003/10/02/22.59.00/). Þær, sem eru ekki á föstu og eru komnar yfir tvítugt eru svo ansi margar orðnar einstæðar mæður.
Ég átta mig í raun ekki alveg á þessu. Ég held að í bandarísku þáttunum hafi ekki ein einasta stelpa átt barn, en í íslenska þættinum virðist helmingurinn af stelpunum eiga lítinn krakka. Af hverju er þetta? Eigum við eitthvað met í fjölda einstæðra mæðra? Ganga sambönd ekki upp á Íslandi?
**Í þriðja lagi**: Í guðs bænum, hættið að kalla þennan þátt “Íslenski bachelor-inn”. Fyrir það fyrsta er “piparsveinn” fínt orð. Það notar enginn orðið “bachelor” yfir piparsvein, ekki einu sinni ungt fólk. Auk þess er það alveg stórkostlega hallærislegt að fallbeygja orðið “bachelor”. Þetta er svo bjánalegt að ég kemst varla yfir það. Ekki að ég sé neinn íslensku fasisti, en samt.
Ég veit ekki hvað ég á að segja um þáttakendurna. Egill Helgason skrifar um þáttinn í [pistli sínum í kvöld](http://www.visir.is/?PageID=539&NewsID=57097)
>Umhverfið er ekkert sérstaklega fallegt; fólkið ekki heldur. Ungar konur að drekka bjór og gosbjór af stút í heitum potti. Sjónvarpsstöðin sýnir auglýsingar á fimm mínútna fresti.
>Allt er þetta sérlega kauðskt og sveitalegt. Eins og fólkið sé á árshátíð á Kópaskeri eða Breiðdalsvík – eða bara í Grafarvoginum. Sem eru auðvitað bara ágætt. Smiður og einstæð móðir – það væri ekki amaleg útkoma úr íslenska bachelornum.
Fyrir það fyrsta, þá efast ég um að margar stelpur á Íslandi eigi eftir að hengja upp veggspjöld í svefnherberginu með hinum íslenska “bachelor”. Þetta er eflaust ágætis strákur, en þetta er bara *venjulegur strákur*. Smiður frá Akureyri. Ef stelpur vilja hitta þannig mann, þá geta þær farið á hvaða bar sem er í bænum og hitt 100 svona stráka á hverju föstudagskvöldi.
Fyrir þáttinn var lögð áhersla á að “bachelor-inn” yrði að vera rómantískur og myndarlegur maður í góðri stöðu. Hann átti á einhvern hátt að bera af íslenskum piparsveinum. Ég átti von á einhverjum, sem væri frægur eða þá í stjórnunarstöðu með góð laun. En niðurstaðan er önnur, þrátt fyrir að piparsveinninn græði ábyggilega fínt á því að vera smiður.
Piparsveinarnir voru líka allir feitir. Allir fjórir. Ekkert alvarlega feitir, en allavegana þá var enginn þeirra í góðu formi. Einsog [netkærastan mín sagði](http://www.katrin.is/?nid=5817):
>finnast stelpum þessir gaurar samt spennandi? ég myndi ekki líta tvisvar á neinn þeirra.. sérstaklega ekki eftir að mar sá þá alla bera að ofan he he he..
Sennilega eru þessir gaurar nálægt því að vera meðalgaurar á Íslandi með nokkur aukakíló. Það er nefnilega málið. Þessir gaurar voru ekkert ljótir eða leiðinlegir, heldur bara *venjulegir gaurar*. Til þess að 15 stelpur tapi sér yfir og vilji keppa um einhvern strák þá þarf að hann að vera *meira* en venjulegur. Hann hefði þurft að vera óvenju myndarlegur (ein stelpan sagði að piparsveinninn væri “huggulegur”, sem ég myndi seint taka sem miklu hrósi. Önnur sagði að hann væri “sætari en hún bjóst við”.), eða óvenju frægur, eða í óvenju góðri stöðu. Ef það hefði verið staðreyndin þá mætti eiga von á baráttu um hylli hans.
Ég er ekki að segja að *ég* sé eitthvað meira en “venjulegur”, en ég átti hins vegar von á að í þættinn myndi veljast einhver, sem bæri af á einhverju sviði.
Varðandi stelpurnar, þá eru þær misjafnar. Engin heillar mig allavegana. Að mínu mati var [Íris](http://bachelor.s1.is/forsida/stulkurnar/stulka/store63/item224/) sætust. [Þessi](http://bachelor.s1.is/forsida/stulkurnar/stulka/store63/item209/) virkaði einna skemmtilegust. En annars eru þetta bara ósköp venjulegar íslenskar stelpur. Engin sem ber svo af að maður þurfi heilan sjónvarpsþátt til að kynnast henni.
En aðalvandamálið við þáttinn er samt einfaldlega það að hann er hundleiðinlegur. Kynnir þáttarins nær engum tökum á honum. Hann þylur upp endalausar, hátíðlegar ræður um ástina og rómantíkina og virðist taka þessu alltof alvarlega.
Þátturinn er langdreginn, viðtölin eru teygð og svo virðast ekki vera hljóðnemar á hverjum keppanda, þannig að samtöl verða ekki greinileg. Í erlendu þáttunum eru samtöl á milli keppanda mikið notuð til að krydda upp á þættina. Annaðhvort var fólkið í þessum þáttum svona leiðinlegt eða þá að engin almennileg samtöl náðust á teip. Þess vegna er algjörlega stólað á viðtöl við keppendur, sem eru afskaplega einhæf.
Í upphafsþáttunum voru þessi viðtöl t.a.m. orðin gjörsamlega óþolandi, uppfull af bjánalegum heimspeki spurningum: “Hvað er rómantík”, “Hvað er hamingja” og svo framvegis.
Svo vantar einfaldlega allan glæsileika við þennan þátt. Ég veit að allur samanburður við bandaríska þáttinn er ósanngjarn, þar sem budget-ið þar er margfalt hærra, en óneitanlega leitar maður alltaf samanburðar í þeim þáttum. Íslenski þátturinn er tekinn á einhverju kuldalegu sveitahóteli og stelpurnar drekka bjór í flösku en ekki hvítvín eða kampavín í glösum einsog í erlendu þáttunum. Það vantar einhvern veginn einhvern klassa yfir þetta, þarf eitthvað meira en bara síðkjóla í rósa afhendingunni.
Að lokum, þá var magnað að hlusta á viðtölin varðandi stefnumótamenningu (sem [Katrín minnist á](http://www.katrin.is/?nid=5817)). Flestar kvörtuðu stelpurnar yfir því að hún væri ekki til á Íslandi. Hvaða bull er þetta? Hún er alveg til og ef hún er ekki til, þá eiga þær bara að skapa hana. Ef þær eru skotnar í strák þá geta *þær* bara boðið honum út að borða. Búmmm! komið stefnumót. Ég gerði þetta síðast rétt áður en ég fór út. Komst reyndar að því að ég var talsvert meira skotinn í stelpunni en hún í mér. En það er önnur saga. En ég fór allavegana á stefnumót, þannig að þetta er hægt.
Þetta er munurinn á íslenskum stelpum og stelpum frá öðrum löndum í hnotskurn. Íslenskar stelpur gera ekki neitt nema blindfullar inná skemmtistöðum. Erlendis eru talsvert meiri líkur á að þær geri eitthvað utan skemmtistaðana. Það er allavegana mín reynsla. Punkturinn er bara sá að ef þær vilja stefnumótamenningu, þá geta þær reynt að skapa hana sjálfar. Það er ekkert í loftinu hérna á Íslandi, sem gerir slíka menningu ómögulega.
Ein stelpan kvartaði svo yfir því að karlmenn á Íslandi *föttuðu ekki hvenær væri verið að daðra við þá*. Ég veit ekki hvort ég geti talað fyrir hönd allra íslenskra karlmanna, en ef að stelpa, sem stráknum *líst vel á*, er að daðra við hann, þá tekur það hann ekki “marga klukkutíma” að fatta það. Ef að hann hins vegar fílar ekki stelpuna, þá getur hún daðrað dögum saman án viðbragða.
En einsog ég sagði, þá er það fínt að þetta fólk hafði kjark í að skrá sig og mæta í þáttinn. Flestir virtust passa sig á því að segja ekki neitt asnalegt, eða haga sér asnalega. Fyrir bragðið varð þetta kannski full passíft og það er kannski ein ástæðan fyrir því að þátturinn varð ekki skemmtilegri. Kannski að það batni í næstu þáttum.
Vonandi…
Kannski hljóma ég full neikvæður. Málið er bara að það væri vel hægt að gera skemmtilegan þátt úr þessu efni. Það vantar bara svo mikið í þennan þátt til þess að þetta verði áhugavert. Ég ætla þó að gefa þessu fleiri sjensa og vonandi batnar þátturinn með tímanum.
Ok, ég er pínu móðguð. Ef að íslenskar stelpur “gera ekki neitt nema blindfullar inni á skemmtistöðum” þá gildir minnst hið sama um íslenska stráka!
Svo sé ég ekki hvað er að því að stelpurnar drekki bjór af stút. Þannig er langbest að drekka bjór. Mér finnst að það ætti ekki að þykja plebbalegra að stelpur sitji í heitum potti og drekki af stút, heldur en að strákar geri það (sem þú sagðir auðvitað ekkert um).
Kampavín er fyrir aumingja 😉
Sko, Sigga, það er nú algjör óþarfi að vera móðguð. Ég nennti ekki einu sinni að minnast á strákana, en *auðvitað* á þetta líka við þá. Það er auðvitað fullt af undantekningum, en þetta er samt svona langoftast.
Og það er svosem ekkert *að* því að drekka bjór af stút. Og það breytir ekkert hvort ég er að tala um stráka og stelpur. Ég nefndi þetta bara sem dæmi um það, sem mér fannst vera einn af ótal punktum, sem gerðu þennan þátt aðeins sveitalegri en bandaríska þáttinn. Það er að mínu mati allavegana meira sjarmerandi að sjá fólk með kampavínsglös í heita pottinum, heldur en Tuborg flösku.
Bjór í flösku er alls ekkert aðalatriði, en hann var bara eitt af litlu atriðunum, sem gerðu það að verkum að þetta leit út einsog íslensk sumarbústaðarferð með myndavélum, en ekki einhver merkilegur þáttur, uppfullur af glæsileika einsog var lofað.
Ekki það að ég myndi aldrei meika að drekka allt þetta kampavín, en það væri hægt að setja bjór í þau glös. 🙂
Ég er 23 ára stelpa, barnlaus, einhleyp og á góðum stað í lífinu og ég þekki margar mjög klárar og sætar stelpur á aldri við mig sem eru á lausu, reyndar skil ég aldrei af hverju þær eru ekki löngu búnar að ná sér í mann en það er önnur saga. Langaði bara að skjóta inn í þetta að frábærar stelpur eru alveg á lausu, þó þær finnist ekki endilega á djamminu. Það er líka alltaf spurning eftir hverju maður fer þegar maður leitar…
Já já, ég veit að þið eruð þarna úti. Af hverju skrifarðu samt naflaust? 🙂
En mér fannst þetta samt fyndið í kjölfar fyrri umræðu á þessari síðu hvernig þetta reyndist vera í þessum þætti. Ég [sagði](http://www.eoe.is/gamalt/2005/06/23/19.23.41/#c14466) einmitt:
>Jammm, þetta kom akkúrat upp í samræðunum við frænku mína. Við vorum á því að ef það væru til 25 konur, sem uppfylltu þessi skilyrði, þá ættu þær sennilega flestar börn. Þannig er Ísland í dag.
🙂
Ha, eru til karlar sem bua um rumid sitt ? (Hja mer allar vega byr ekki Mamma um rumid mitt, thad er bara einfaldlega aldrei gert… og til hvers lika?)
Merkilegar utskyringar hja ther um ad islenskt kvenfolk er allt a foestu, eg er med soemu tilfinning um kvenfolk i Luxemborg. Her giftist folk ser samt ekki en mjoeg seint (eftir thrittugt), fjoeldsyldan kemur her alltaf sidust, fyrst er thessi social pressa ad komast i goda vinnu, kaupa fint hus… og a medan a folk i thessu ihaldsoemu katholsku landi sko gjoerusvovel ad vera i sambandi, thad er lytid illa a einstaekt folk herna . Ad djamma med felugum er samt lika mikid gert herna, thad er vist socially acceptable ad skilja vinkonuna eftir heima (sem flestir er ordin hundleidur a en heitta samt ekki vid) , og fara djamma med kunningjum a hverju viku ?!?! Aeji, kannski er thetta adeins og sterklega sagt, en thad er samt satt i thvi… Allar vega hef eg ekki gert thetta thannig hinga til, var vist i symbiosis med ex-vinkonu mina i 2 1/2 ar, for eiginlega ekkert ut nema med henni, og svo var mer dumpad fyrir 3 manudum, takk fyrir, erfitt ad na balance i thessu, er alla vega buinn ad gera litid annad en ad djamma thessa sidustu manudi…
:biggrin: :biggrin: :biggrin: :biggrin:
ég held að nálægðin sé málið.. í usa er fjarlægðin við fólkið í þáttunum svo mikil. mér fannst einmitt eins og þetta væri bara venjulegt fólk í sumarbústaðaferð. Ég held að það sé ekki hægt að gera þetta í líkingu við það sem er í usa því þetta er eitthvað svo nálægt. það myndi aldrei verða trúverðugt. Það getur örugglega hver einasti íslendingur fundið einhverja tengingu milli sín og fólksins í þáttunum og örugglega í fleiri en einn..
Eg er sammala ther ad morgu leyti vardandi thennan thatt. Reyndar hef eg att kaerasta sem bjo um rumid okkar oftar en eg svo.. 😉 en jamm ad bua um rum a hoteli er soldid surt! Eg held ad fjoldinn allur af islenskum stulkum a aldrinum 20-25 seu barnlausar en stelpur a aldrinum 25-30 eru nu margar hverjar komnar med barn/born. Allavega eiga flestar stelpur i kringum mig born og oft finnst mer eg ferlega eftir a ad eiga ekki barn 🙂 :rolleyes: og rosalega var gaman ad lesa ferdasoguna thina
arg ég þorði ekki að lesa þetta allt því ég á eftir að sjá nýjasta þáttinn, fokk hann er ekki kominn á netið og ég er brjáluð! he he
en sko sjáum til.. ég þekki stefnumótamenningu á íslandi og ég er alltaf edrú.. hah held við höfum sannað kenninguna þína 🙂
Mér fannst þægilegra að skrifa nafnlaust, bæði af því það skiptir engu máli hver ég er og líka, að ástæðan fyrir því að ég skrifaði var ekki sú að mér litist vel á þig (þó þú sért mjög snoppufríður) heldur sú að mér fannst bara gaman að geta bent á að til eru frábærar stelpur milli 20 og 30, barnlausar í þokkabót…
Heidi, þetta með nálægðina er svosem ágætis kenning. Það hefði einmitt átt að vera hluti framleiðendanna að gera þetta dálítið fjarlægt og flott.
Maja, takk fyrir ferðasöguhrósið. Gaman að heyra.
Katrín, vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með þáttinn. 🙂
Einar, athyglisvert að heyra sjónarhorn frá öðrum löndum.
Og adf, ég hefði nú ekki tekið því neitt persónulega þótt þú hefðir minnst á þetta undir nafni. Það þarf nú meira til að sannfæra mig um að stelpum líki vel við mig en að þær kommenti á þessari síðu. 🙂
En, ok, nafnleyndin er í góðu lagi. Og 20-30 er of breitt bil, held að skorturinn á barnalausum stelpum sé einna helst yfir 25 ára.
Ég þekki nokkrar barnlausar og einhleypar stelpur um þrítugt (þeim fer reyndar fækkandi) ég get þó lofað þér því að ég þú hittir þær ekki skemmtistöðum og líklega ekki heldur í íslenska bachelornum.
Ok, ok, þrátt fyrir að fólk þekki stelpur á ákveðnum aldri, sem eru sætar, barnalausar og á lausu, þá breytir það samt ekki punktinum hjá mér, sem gekk út á að þetta væri sjaldgæfara en á flestum öðrum stöðum.
En ok, kannski getur þetta líka verið vitleysa hjá mér. Mér fannst bara samsetningin á stelpunum í þáttunum benda til þess að ég hafi haft rétt fyrir mér. 🙂
Íslenska piparsveininn hef ég ekki séð, og geri ekki ráð fyrir að sjá hann ótilneyddur.
Ég verð hins vegar að játa að ég bý yfirleitt um rúmið mitt (þ.e. slétti úr lakinu, viðra sængina og breiði hana snyrtilega ofan á – ég er ekki með rúmteppi eða púða :-D). Mér finnst einfaldlega þægilegra að leggjast upp í umbúið rúm en óumbúið. Þar að auki kann ég betur við að svefnherbergið mitt sé sæmilega snyrtilegt ef einhver skyldi álpast inn í það.
Þegar ég gisti á hóteli bý ég líka yfirleitt um rúmið, af gömlum vana.
Eg veit eg um stelpu sem for i djoki i vidtal fyrir batchelor, og lenti svo i thvi ad vera med s1 lidid gangandi a eftir ser heillengi um ad taka thatt…
thannig ad thad var greinilega frekar erfitt ad finna stelpur i thattinn…
Talandi um hotelherbergi, hvad gerid tid vid bevitans rumteppid? Eg finn mig alltaf tilneyddan til ad henda tvi ut i horn eda inn i fataskap. Svo bryt eg alltaf saengina saman ofan a ruminu a hotelherbergjum. Mer finnst alveg naudsynlegur hluti af tvi ad gista a hotelherbergjum ad fa umbuid rum.
Annars synist mer a tessu ad “Piparsveinninn” se ekki ad valda vonbrigdum. Bjost einhver vid ad tetta yrdi ahorfanlegt? Merkilega finnst mer ad tad se folk sem horfir a amerisku oskopin.
En a medan ad Brudkaupsthatturinn oj! er a medal vinsaelustu dagskrarlidanna i islensku sjonvarpi (tegar hann er a dagskra) hlytur svona lagkuru sveitamennska ad gera goda hluti.
Og aftur, eini sensinn til ad tetta yrdi eitthvad ahugavert var ad islenski net-piparsveinnINN sjalfur myndi skella ser i thattinn. Tetta verdur seint fyrirgefid, Einar 😉
Ég þekki þig ekkert en les síðuna þína oft og verð bara að spyrja að einu. Nú virkar þú myndarlegur strákur, góður penni og klár í kollinum, gerir helling af spennandi hlutum osfrv. Hvað er málið? Af hverju ert þú ekki genginn út eiginlega? Tannburstarðu þig ekki eða hefur ónáttúrulega ást á Peter Andre eða eitthvað sem er algjör dílbreiker?
Eða ert þú kannski bara svona svakalega pikkí??? Maður spyr sig:)
Ég veit ekki. En ég myndi nú telja mig talsvert pikkí og sennilega hef ég allmarga galla, sem ég átta mig ekki á. 🙂