Frá Þýskalandi til Englands

Ferðalög í Evrópu eru talsvert minna spennó heldur en sögur frá Mið-Ameríku. Einhvern veginn er það lítið spennó að segja frá ferð í loftkældum lúxus lestum og öðru slíku. En allavegana, ég er núna staddur á Heathrow, bíðandi eftir flugvél heim. Er orðinn þreyttur á að ferðast, allavegana í bili.

Hef verið í Þýskalandi og Englandi síðustu viku. Var fyrst á sýningu í Köln í þrjá daga. Þaðan fór ég svo yfir til London og þaðan til York, þar sem ég hef átti fund. York er fínn lítill bær. Þar búa um 100.000 manns, en á hverju ári koma þar tvær milljónir túrista, þannig að bærinn er líflegur.

Frá York fór ég svo ásamt tveim vinnufélögum upp til Liverpool, þar sem planið var að fara á leik á Anfield. Ég ætla sennilega að skrifa eitthvað meira um þann leik og mína upplifun á Liverpool bloggið. Liverpool er bara fínasta borg, mun álitlegri en ég hafði átt von á. Hafði heyrt alls konar skrýtna og misgóða hluti um borgina, en hún kom mér skemmtilega á óvart. Það að fara á Anfield var svo auðvitað frábær lífsreynsla.

Ég hef auðvitað verið Liverpool aðdáandi síðustu 20 árin og á hverju ári eru og ég vinir mínir fullir af áætlunum um að fara á Anfield, en einhverra hluta vegna hefur aldrei neitt orðið úr þeim plönum.

Auk leiksins djömmuðum við svo í gærkvöldi. Fórum á heljarinnar skemmtistaðarölt og ég get núna fullyrt það að það er sko *nóg* af fallegu kvenfólki í Liverpool borg. Djammið í Liverpool er helvíti skemmtilegt fyrir utan það að ég þurfti að röfla í hverjum einasta dyraverði vegna þess að ég var í strigaskóm. Þegar inná staðina var komið reyndust staðirnir vera flottir og uppfullir af fallegum stelpum. Ég dreg hér með alhæfingar mínar um breskt kvenfólk tilbaka.

Í dag er ég svo þunnur, sit hérna í biðsalnum á fokking Heathrow, hárið á mér asnalegt, maginn á mér skrýtinn og sé rúmið mitt í hyllingum.

*Skrifað á Heathrow, London, England kl. 18:50*

2 thoughts on “Frá Þýskalandi til Englands”

  1. Það er alveg hárrétt hjá þér að djammið í Liverpool borg er ansi ansi skemmtilegt. Ótrúlegt magn af stöðum í miðbænum. Reynduð þið að fara á Blue Bar og athuga hvort einhverjir leikmenn myndi mæta þar eins og þeir gera oft eftir leiki ?

Comments are closed.