Ég vil bara koma því á framfæri að ég ELSKA The Cardigans. Nýja platan, [Super Extra Gravity](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#) er æði og Nina Perrson er mest sexí söngkona í heimi. Það eru kannski til sætari söngkonur í þessum heimi, en betri blanda af rödd, útliti og attitúdi er ekki til.
En það breytir svo sem ekki öllu, því tónlistin er fokking frábær.
Fyrsta smáskífan, “*I Need Some Fine Wine And You, You Need To Be Nicer*” (hægt að sjá myndbandið með því að smella á “Play Video” á [þessari síðu](http://www.cardigans.com/?sid=release&id=313#)) er fáránlega grípandi og restin af plötunni er ekki síðri. Fyrir ykkur, sem haldið að *Lovefool* sé á einhvern hátt einkennandi fyrir þessa hljómsveit, þá hvet ég ykkur til að gefa henni sjens.
Þessi plata er góð, en ég treysti sjálfum mér samt ekki alveg. Er hún svona góð af því að hún er svona góð, eða af því að Cardigans eru 100% nostalgíutripp? Ég má ekki heyra Ninu syngja, því þá líður mér strax aftur eins og ég sé orðinn 13 ára…
Hún er svona góð af því að hún er góð og af því að Nina er æði. 🙂