Laust starf í eldhúsi á Serrano

Mér leiðist að nýta þessa síðu sem auglýsingatæki, en ég er í vandærðum. Okkur á Serrano vantar *starfsmann í eldhús*.

Þetta er semsagt vinna frá klukkan 9-5 alla virka daga. Viðkomandi sér um eldhúsið á staðnum. Starfsmaðurinn þarf ekki að vera lærður neitt, en það hjálpar ef viðkomandi hefur reynslu af eldhússtörfum.

Serrano er skemmtilegur vinnustaður, þar vinnur fullt af ungu og skemmtilegu fólki. Vinnutíminn er góður, launin samkeppnishæf og yfirmennirnir eru algjörir snillingar. 🙂

Ef þú hefur áhuga, eða veist um einhvern sem hefur áhuga, láttu mig endilega vita. Okkur vantar starfsmann, sem getur byrjað að vinna strax. Þú getur sent mér tölvupóst og spurt nánar útí starfið og þú getur einnig komið og kíkt á staðinn. Við erum helst að leita okkur að framtíðarstarfsmanni, en við myndum einnig skoða ráðningu í styttri tíma.

Semsagt, okkur vantar starfsmann strax. Ef þú veist um einhvern, eða hefur sjálf(ur) áhuga, endilega sendið email á mig: einarorn@gmail.com, eða hringið í mig í síma 896-9577 eftir klukkan 18 á morgun þriðjudag eða aðra daga í þessari viku.

4 thoughts on “Laust starf í eldhúsi á Serrano”

  1. Maturinn á Serrano er snilld…en afgreiðslufólkið þar mætti vera áhugasamara og snyrtilegra. Þetta er allavega mín reynsla.

  2. Ma spyrja hvernig bissnessinn gengur a Serrano? Erudi i plus og svona?

    Verd lika ad hrosa ter fyrir ad hafa farid ut i svona bissness a Islandi, hversu margir veitingastadir a Islandi eru ‘profitable’ ?

Comments are closed.