Ég hef komist að merkilegri niðurstöðu varðandi íslenskt viðskiptalíf:
**Íslendingar geta ekki tekið á móti upplýsingum í síma!**
Það er orðið gjörsamlega gagnslaust að hringja í fólk. Nær undantekningalaust þyl ég einhverja romsu í símann og eina svarið, sem ég fæ er: “Heyrðu, geturðu nokkuð sent mér þetta á email?” Þetta er orðið að algjörlega krónísku vandamáli hjá fólki. Ég held að almennt séð geti fólkið ekki haldið athyglinni út eitt stutt símtal.
Ég er orðinn fáránlega þreyttur á að biðja um einfalda hluti í síma, en fá alltaf “sendu mér póst um þetta” svarið tilbaka. Einnig virðist enginn geta lengur tekið ákvarðanir á fundum. Öllum fundum þarf að ljúka með: “heyrðu, ég sendi þér svo póst með punktunum og við tökum ákvarðanir út frá því”.
Ég fékk endanlega nóg í dag þegar ég hringdi og bað um verð á einni vöru, en var beðinn um tölvupóst og æsti mig í símann, sem gerist nú ekki oft. En þessu verður að linna.
haha ég nota þetta óspart, þetter af því maður nennir ekki að skrifa upplýsingarnar niður sjálfur;) ég nota þetta alveg á konu bróður míns þegar hún biður mig að kaupa ekkva á krakkana hérna úti og allt
Oft notar maður þetta sem til að fá “sönnun” fyrir þeim samskiptum sem eru að eiga sér stað. Ég notaði þetta til dæmis um daginn þegar ég hringdi í þjónustuver OgVodafone. Þar var mér lofað að ég þyrfti ekki að greiða tiltekinn hlut og ég bað hana að sjálfsögðu um að senda mér e-mail því til staðfestingar sem hún sagði við mig. Bara til að geta veifað því ef reikningurinn kæmi seinna…:smile:
Þú ert kannski að tala um önnur og sértæk mál og ég skil pirringinn. Segðu bara næst við viðkomandi að tölvan hjá þér sé biluð “akkúrat núna” og því verði viðkomandi að ganga frá málinu strax.
Já, Gunnar, ég skil auðvitað vel kosti þess að senda tölvupóst til að staðfesta ýmsa hluti. En það virðist hins vegar vera orðið þannig að fólk notar þetta “sendu mér email” dæmi fyrir nánast hvað sem er, sama hversu ómerkilegur hluturinn er.
Ég held að ég gæti líka skrifað doktorsritgerð um hvernig er að ná í markaðsstjóra fyrirtækja! Það er bara ekki hægt nema að panta tíma með þriggja mánaða fyrirvara hjá “ritaranum” hans.
Ég þoli heldur ekki þetta mail dæmi, en skil það að hluta til…. eru menn ekki bara gleymnir og nenna ekki sjálfir að taka niður punkta eins og Katrín bendir á? Það er nú frekar lélegt að mínu mati þrátt fyrir að vissulega sé það einstaklingsbundið og mismunandi á milli manna :blush: