Ein stutt spurning: Finnst ykkur við hæfi að einstaklingur, sem er ógiftur og á engin börn, sendi myndir af sjálfum sér með jólakortum (hugsanlega frá ferðalögum til Ameríku, sem þessi einstaklingur gæti hafa farið í)? Gerir það kortin persónulegri, eða er það bara asnalegt? Hvort vilduð þið frekar fá? Má kannski bara senda barnamyndir með jólakortum?
Þessi einstaklingur er að fara að hefja jólakortaskrif í fyrsta skipti og honum leiðist ógurlega að fá jólakort, þar sem bara stendur á “takk fyrir árið – kveðja X&X”.
ef það eru skemmtilegar myndir og jafnvel eitthvað tölvufiffaðar þá finnst mér ekki neitt að því 🙂
ég og kærastinn gerðum einmitt þetta í fyrra.. sendum svona skemmtilegar myndir af okkur sem voru í raun bara jólakort 🙂 ég fékk allavegana bara góðar mótttökur, en á móti kemur þá sendum við alls ekki öllum svona kort, bara útvöldum 🙂
Myndir og þess vegna bréf um hvað þú hefur gert þetta árið.
Ég sé ekkert að því að þú gerir þetta.
Í ár ætla ég að sleppa börnunum á jólakortinu og senda einhverja flotta mynd tekna á árinu, landslag eða eitthvað í þá áttina.
ég sendi mynd af mér í ár… ég hlakka til hreinlega að fá feedback af henni þessari. Set hana á netið um jólin svo að fólk sjái, þetta er stálið.
Do it Einar, sendu mynd!
um að gera að senda mynd, kortið verður persónulegra og skemmtilegra, en þá verður myndin vissulega að vera soldið sérstök, ekki svona útkriftar týpa af mynd.
Já, vissulega. Ætlaði ekki bara að senda andlitsmynd af mér, heldur af einhverju, sem ég hefði gert á árinu – svo sem úr ferðalögum.
En ok, 5 manns á blogginu mínu búnir að segja mér að gera þetta, þannig að ég dríf í þessu. Vinir og vandamenn fá því mynd af mér með jólakortinu. Húrra fyrir þeim! 🙂
ég hef bæði sett mynd af sjálfri mér að gera eitthvað snðugt eða bara fundið skemmtilegar myndir af fólkinu sem ég er að senda kort til. Það hefur vakið mikla lukku. Miklu skemmtilegra að hafa einhverja mynd. Reyndar ekki sent jólakort síðastliðin tvö eða þrjú ár og held ég muni ekki gera það núna. Nenni ekki að senda bara svona venjuleg keypt gleðileg jól kort. Geri þetta bara ef ég hef tíma til að gera eitthvað sniðugt, semég hef ekki núna.
Nákvæmlega, Björk. Ég hef alltaf sagt við mig að ég nennti ekki að standa í þessum skrifum nema að gera það af einhverri tilfinningu, ekki bara í einhverri færibanda og skylduvinnu einsog sumir virðast gera. Mér finnst það alveg æðislegt að fá jólakort frá þeim vinum, sem taka sér tíma í að gera þau vel. Svo er bara spurning hvort mér takist að gera þetta almennilega. :biggrin:
Mér finnst það bara flott að senda mynd af sjálfum sér. Ég þekki dreng sem lét taka mynd af sér í rónalegum frakka, haldandi á pilsner dós og sendi hana með jólakortunum. Svo skrifaði hann: Það er mest lítið að frétta af mér. Þessi drengur er með þeim svalari sem ég þekki.
Einhvert árið ætla ég að vera svo nýmóðis að senda myndir af gæludýrunum mínum. Í ár ætla ég þó að senda kort frá UNICEF.
Persónulega myndi ég aldrei gera það en það eru greinilega allir á annari skoðun svo… gaurinn í rónafrakkanum með bjórdósina fær reyndar helling af stigum, haha!!!
Þú átt ekki mynd af þér með fallegu lamadýri úr ferðalaginu? Það væri miklu meira hressandi en allar þessar fjölskyldumyndir …
Nei, því miður. En ég á fullt af myndum af mér hjá píramídum. 🙂
Gerðu dagatal!
Mig vantar nýtt dagatal á skrifstofuna, væri ekki amalegt að bera augum fola eins og þig á hverjum virkum degi. Gæti jafnvel leitt til aukinnar helgarvinnu? :biggrin:
Ég styð þessa hugmynd 100%
Um að gera að hafa myndina skemmtilega og reyna að kreista fram bros hjá viðtakendum.
mér finnst þú hot. þú mátt endilega senda mér jólakort. vertu eins og pepsi max jólasveinninn…. 😉