Uppboðið heldur áfram, en ég hef samt sem áður þörf á því að tjá mig um önnur mál á meðan á því stendur. 🙂
Gott og vel að menn skuli mótmæla því þegar að fegurðarsamkeppnir eru haldnar. Ég skil svo sem alveg sum viðhorf, sem þar koma fram. En er ekki hægt að láta Unni Birnu njóta titilsins *Ungfrú Heimur* í allavegana tvo daga áður en það fara að birtast viðtöl við fólk, sem hefur allt á móti fegurðarsamkeppnum? Væri það ekki smekklegt? Ekki var tekið viðtal við *mig* þegar að Örn Arnarson vann síðast titil í sundi og ég beðinn um að útskýra fyrir landanum hvað mér finndist sund vera leiðinleg og asnaleg íþrótt.
Á leiðinni heim úr vinnu hlustaði ég á viðtal á NFS. Þáttastjórnendum þar fannst það við hæfi í kjölfar sigurs Unnar Birnu í Miss World að fá til sín sérfræðing í *átröskun* til að tala um áhrif sigurs hennar í keppninni.
Þar snérist umræðan öll um hvaða stórkostlegu áhrif þessi sigur Unnar myndu hafa á *litlar stelpur* á Íslandi. Annar gestanna í þættinum sagði m.a. eftirfarandi:
>mér hrýs hugur við að vita af litlum stelpum, sem vilja vera einsog Unnur Birna.
Og með því var hún væntanlega að segja að hún byggist við því að Unnur Birna og hennar velgengni yrði undanfari anorexíu-faraldar á Íslandi! Látum það vera hversu hræðilega ósmekklegt þetta komment er, því það er líka algjörlega fáránlegt. Viðmælandinn hélt svo áfram og gagnrýndi það að stelpurnar í þessum keppnum gætu farið í brjóstastækkun.
[Hérna er mynd af Unni Birnu í bikiníi](http://www.dpchallenge.com/image.php?IMAGE_ID=267240) (og hér er [önnur](http://picsrv.missworld.tv/?fif=/missworld/img_399_2897.jpg&obj=iip,1.0&wid=270&hei=405&rgn=0,0,0,0&cvt=jpeg)). Ég spyr, er eitthvað óeðlilegt við hana? Er það eitthvað óhollt að stelpur vilji líkjast henni? Hún er alveg fáránlega sæt, en mér sýnist hún vera ósköp eðlilega vaxin. Allavegana þekki ég fullt af stelpum, sem eru svipaðar að vaxtarlagi. Hún hefur væntanlega ekki farið í brjóstastækkun og hún er grönn, en alls ekki *of grönn*. Hvað í ósköpunum er svona hræðilegt við það að vilja líkjast henni? Ég hreinlega get ekki séð það.
Seinna í þættinum var það svo gagnrýnt að [Háskólinn í Reykjavík](http://www.ru.is) óski Unni Birnu til hamingju og þótti það merki um að sú akademíska stofnun væri að leggjast lágt. Alveg slepptu þær að minnast á að Unnur er nemandi við skólann og því afskaplega eðlilegt að starfsfólk skólans óski henni til hamingju með árangurinn.
Ég skil ekki almennilega af hverju fólk má ekki hafa sér fallegar fyrirmyndir, sem það vill líkjast. Af hverju er það slæmt að stelpur vilji líkjast Unni Birnu í vexti? Á meðan þær eru augljóslega heilbrigðar fyrirmyndir (einsog mér sýnist Unnur vera), þá sé ég ekki vandamálið.
Það er fullt af strákum og mönnum í þessum heimi, sem ég vildi líkjast á ákveðnum sviðum. Sem eru betur vaxnir en ég, með flottara hár, eru fyndnari en ég, klárari og í flottari fötum. Er það eitthvað óheilbrigt við mig að ég vilji líkjast þeim að hluta? Ég vill ekki *verða* þeir, en ég sé ákveðna hluti í fari annarra, sem ég vil líkjast. Ég er með mikið sjálfstraust (of mikið segja víst sumir), en það er ekki þar með sagt að ég sjái ekki hluti, sem ég vilji bæta varðandi útlit mitt, hegðun og lífsmynstur á hverjum degi. Það er ekki óheilbrigt og það er ekki ógnun við eitt né neitt. Ég held að við höfum öll beint eða óbeint slíkar fyrirmyndir. Ég sé ekkert athugavert við það.
Og það þarf ekki að láta einsog að löngun allra stelpna til að verða grennri hljóti að leiða til átröskunnar. Getur ekki alveg eins verið að útlit Unnar Birnu hvetji ungar stelpur til að borða hollari mat og stunda líkamsrækt? Einhvern veginn finnst mér líklegt að Unnur hafi náð sínu útliti með þeim ráðum í stað þess að standa yfir klósettinu á hverju kvöldi. Af hverju þarf alltaf að vera að gefa annað í skyn?
Það er ekkert að því að íslenskar stelpur vilji vera grannar!!! **Nákvæmlega ekkert!**
Mikið er ég hjartanlega sammála þér.
Finnst reyndar fegurðarsamkeppnir voða asnalegar, en ég hef starfað með mikið krökkum, í lengri tíma en ég kæri mig um að muna (shit – getting old) og það er sláandi munur á því hvað krakkar í dag eru feitir.
Heilbrigðar fyrirmyndir á borð við Unni Birnu eru bara fínar, hún lítur vel út stelpan. Engin horgrind ala Kate Moss þar á ferð.
PS. Hugsaði einmitt það sama þegar ég las viðtal við einhvern femínista var að pirra sig á þessu.
Er það hugsjón femínista að drulla yfir stelpur sem standa sig vel – þrátt fyrir að það sé á vettvangi sem er kjánalegur? Að keppast um að vera sætur.
Sumum finnst íþróttir bjánalegar. Já, eða bara femínismi. Óþarfi að vera með leiðindi þegar fólki gengur vel, sérstaklega löndum manns.
Ég sé ekki betur en að Unnur Birna sé hraust og í góðu formi. Af hverju talar fólk ekki um tækifærin sem hún fær til að ferðast og leggja sitt af mörkum til góðra málefna?
Afhverju er ekki verið að leggja áherslu á það hjá Femenistum að Unnur Birna er í lögguni og læra lögfræði, vel máli farinn og er því að leggja niður fordómana (sem feministar hafa) um að fegurðarsamkeppnir séu fyrir heimskar ljóskur sem hafa ekkert betra að gera.
Er hún ekki að upphefja kvennfólk frekar í þessum keppnum og sýna hvað klárar stelpur geta gert með hugsjón og atorku?
Mér þykir eins og alltaf Feminista félagið tímaskekkja en hunsa þær fremur en að pirra mig yfir rökleysu þeirra og vitleysa.
Ætla að biðjast afsökunar fyrirfram ef þetta spjallborð fyllist núna af Feministum með aðrar skoðanir.
Ég er frekar sammála báðum hliðum á þessu máli 🙂
Ég hef ekki orðið vör við neina neikvæða gagnrýni sem beinist persónulega að Unni Birnu en finnst þessi aðili sem lét þau orð falla að henni/honum hrýsi hugur við að vita af litlum stelpum, sem vilja vera einsog Unnur Birna hafa gengið yfir strikið, sérstaklega ef að hann/hún er talsmaður einhverra samtaka. Samt finnst mér að þú verðir að gera þér grein fyrir því að flest neikvæð gagnrýni í fjölmiðlum er á keppnina ekki keppendurna sjálfa. Það að bera saman fegurðarsamkeppni og sund er frekar skrýtið í þessu samhengi því að þessi neikvæða umræða um fegurðarsamkeppnir snýst ekki um að einhverjum finnist hún leiðinleg. Þetta snýst um allt annað og meira. Þetta snýst um þennan útlitsstaðal sem settur er í þjóðfélaginu og ýtir undir átröskunarsjúkdóma sem hrjá stóran hluta ungra kvenna, enda ástæða fyrir fjöldauppsögn ræstitækna í framhaldsskólum vegna útældra klósetta. Eins og ein þessara feminista sagði þá hefði hún helst viljað að Unnur Birna, þessi klára stelpa hefði sigrað á einhverjum öðrum vettvangi. Það er ekkert einsdæmi að umræða um átröskun hafi átt sér stað núna eftir þessa keppni, heldur fer þessi umræða alltaf í gang í kringum keppnir sem þessa. Mín skoðun er sú að mér finnst fáránlegt að margar af þessum stelpum þurfa að missa fleiri fleiri kilo, fara í x marga ljósatíma og þar fram eftir götunum til að komast í svona keppni, þær þurfa að gera sitt til að verða þessi staðlaða ímynd. Mér finnst að litlar stelpur sem eru ekki einu sinni orðnar kynþroska mættu njóta þess lengur að vera börn í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af því hvort að þær séu of feitar o.s.frv.. Þetta hljómar kannski öfgafullt en er samt alveg heilagur sannleikur, pressan er orðin það mikil. Ég er alveg sammála þér í því að Unnur Birna sé örugglega ágætis fyrirmynd enda snýst þessi umræða ekkert um það, nema að þú sért þá bara að tala um ummæli þessa eina aðila og líklegast náði hún tilsettum árangri með því að lifa heilbrigðu lífi og stunda líkamsrækt og fara eftir matarprógrömmum enda finnst mér ekki verið að gefa neitt annað í skyn, heldur að öðrum stelpum hætti til að beita rótækum aðgerðum til að verða eins. Það er ekkert að því að íslenskar stelpur vilji vera grannar!!! Nákvæmlega ekkert! En af hverju þurfa allir að vera eins og af hverju skiptir útlit meira máli en að vera góðhjörtuð, skemmtileg og eðlileg. Um það snýst þessi umræða að mestu leiti. Að mínu mati a.m.k. að útlitið sé ekki allt.
Vá hvað þetta átti ekki að verða svona langt:S Sorry:)
Ég vil bara líkjast Clint Eastwood…
Arna, ég skil alveg punktinn hjá þér.
Eeeeen, það er hins vegar fáránlegt að tengja Unni Birnu við átröskun. Erum við orðin það feit að stelpur þurfi að teljast vera með átröskun til að líta út einsog hún?
Ég skil bara ekki af hverju þessi átröskunar umræða þarf að koma upp. Af hverju getur hún ekki virkað sem hvati á stelpur að stunda líkamsrækt og borða grænmeti – af hverju þarf alltaf að tengja þetta við anorexíu? Unnur er svo langt frá því að líta út einsog anorexíu sjúklingur.
Plús það að ég held að offita sé mun stærra vandamál heldur en átröskun á Íslandi í dag og því sé ég ekki af hverju það er verið að böggast útí stelpum einsog Unni, sem er greinlega í góðu formi!
Auðvitað er það súrealískt að keppa í fegurð og allt það, en ég skil bara ekki hvernig fólk nennir að pönkast útí þetta, sérstaklega þegar þetta er eitt af því fáa, sem við erum actually góð í. Getum við ekki beðið með þetta fram á næstu fegurðarsamkeppni og rifist um þetta þá.
Öfgarnar eru alltaf slæmar, hvort sem það er að borða of lítið eða of mikið. Ég myndi nú telja að þeir sem eru of feitir eigi við átröskun að stríða.
Fegurðarsamkeppnir hafa verið til svakalega lengi og ég held að þær séu ekkert sérstakur hvati fyri því að stelpur og konur svelti sig í dag. Pressan kemur miklu frekar annarsstaðar frá. Allir miðlar eru fullir af stöðluðum ímyndum, bæði af körlum og konum.
Mér finnst frábært hvað Unni Birnu gekk vel, enda gaman að sjá þegar fólk nær markmiðum sínum eftir mikið erfiði. 🙂
Alveg sammála Örnu! Burtu með staðalímyndir!
Ég er feitur, ljótur, leiðinlegur og samviskulaus. Ég hef engann áhuga á að vera samvinnusamur og góður samfélagsþegn með einhverja framtíð fyrir mér heldur vil ég frekar vera á öndvegi staddur, á móti öllum að fremja einhver heimskupör, helst á kostnað annara. Ég ætla mér sko ekki að vera staðalímynd!!!
Right! Hvað er að því að vilja vera fallegur/falleg? (eða staðlaður? – iso9000 er gott! :biggrin: ) Andstæðan við þennan hugsanahátt er að verða staðalímynd.
hmm…
Einar: Hvernig getum við verið acually góð í fegurð, eins og þú orðar það? Sérstaklega ef þú telur súrrealískt að keppa í því…
Annars er ég sammála Örnu.
Mér finnst fegðurðarsamkeppnir frekar ömurleg leið til að ýta undir staðalmyndir sem við fæst erum fær um að standa undir.
Mér finnst full þörf á að reyna halda öðrum gildum að ungu fólki heldur en að upphefja sífellt útlitið.
Kannski er það bara af því að ég er svo ljótur…
Nei, alveg sammála, það er rugl að tengja Unni Birnu við átröskun, hún er alveg passleg myndi ég frekar segja… og persónulega finnst mér afskaplega líklegt að hún hafi unnið þessa keppni á því að vera í lögfræði og að vinna í löggunni og fyrir að koma vel fyrir en af því að hún sé eitthvað yfirmáta falleg, hún er náttúrulega mjög sæt en það voru margar í keppninni mikið fallegri en hún!
Feministar eru óhamingjusamar konum með minnimáttarkennd á háu stigi, þær ættu að þegja frekar en að auglýsa það svona!
“En pabbi kennarinn minn segir að fegurðin komi að innan!”
“Það er bara það sem ljóta fólkið segir”
Liar liar
Ég fór samt að spá í einu þegar ég las þetta.. það er ekki eins og Unnur Birna sé með átröskun eða eitthvað því um líkt. Þetta er bara stelpa sem er svona vaxin og er ekkert ofur mjó. Það er náttúrulega bara kjaftæði ef það á fólk er að halda því fram að það fari á stað einhver anorexiu faraldur. Okey ekkert mál mín vegna að stelpur sem eru kannski of þéttar hugsi sig um og fari að hreyfa sig. En ef þær vilja líkjast Unni þá er varla hægt að kalla þetta anorexiu (nema þær troði puttanum niður í kok allann daginn). Unnur Birna er bara vel vaxinn kvennmaður og feministar eiga bara að hætta að tjá sig um þetta því að þeir geta víst ekki sætt sig við það að karlar vilja yfirleitt konur sem eru vel vaxnar, ekki of feitar né of mjóar. Mæli líka eindregið með því að feministar sem lesi þetta skammist sín fyrir að tuða yfir einu heillarskeyti.. Common þetta er nú bara blað sem stendu eitthvað til hamingju með ….. eitthvað. Er ekki hægt að rífa sig enda laust yfir öllu. Er ekki nóg að feministar fái einn frídag bara til að geta farið fyrr heim til að grenja yfir því hvað lífið er ósanngjart.
—-
Allt hér fyrir ofan eru bara skoðanir mínar. Ég ber alla ábyrgð á þeim. Vona að þær fari ekki fyrir hjartað á neinum.
Kveðja Arnar
Jæja, ætlið þið að þóknast þessum femínistum lengi í viðbót?
Það eina sem þær vilja það er umræða. Þeim er nokkuð sama þótt þær séu skammaðar á meðan, þær þrífast á því. Að svara þeim er ekkert annað en að kasta auka viðarkubb á bálið. Það lifir lengur og lýsir meira. Nær væri að gefa skít í þær og lofa þeim sprengja sig við að öskra “úlfur, úlfur”.
Það kemur að því samt að þær hafa rétt fyrir sér… og þann dag verða allir hættir að hlusta á þær.
Sko, þessi pistill minn kemur femínistum nákvæmlega ekkert við.
Ég var að bölsóttast út í konuna, sem var frá einhverjum átröskunarsamtökum og smekkleysi þess að henni væri boðið að tengja sitt málefni við Unni Birnu. Og svo þau skilaboð í okkar feita samfélagi að líkami Unnar væri að einhverju leyti óeðlilegur.
Femínistaumræðan er svo allt önnur. Ég hef víst æst þær nógu oft, svo að ekki er á bætandi að mér takist að æsa þær líka þegar það er ekki ætlun mín.
🙂 nei veit skildi það en feministar eru alltaf að væla útaf öllu, þar á meðal því að Halldór ásgrímsson hafi sent Unni Birnu heillarskeiti. .. 😉
Flott komment á marga kanta
En hvernig væri að íslensk þjóð færi að ræða málin af alvöru.
Afhverju ætti að vera einhver átröskun falinn í því að líta vel út.
Fegurðarsamkeppnir eru frábærar.
Þær gefa þeim sem vinna þær mörg tækifæri hvort þessar keppnir setji einhver viðmið eða hvað ætla ég ekki að dæma um en ef svo er þá er það bara hið besta mál.
Sjálf eigum við að vera nógu þroskuð til að velja okkur viðmið. Ég veit að heimurinn er fullur af einhverjum freistingum og fleiru sem er að trufla okkar daglega líf.
Og þá kem ég einmitt að kjarna málsins sem er uppeldið og foreldrarnir.
Kannski ættum við foreldrar ekki að vera svo helv upptekinn af því alla daga að naggast út í heiminn og hvað hann er upptekinn af fegurð vexti peningum og öllu því sem heimurinn er upptekinn af og kenna einfaldlega börnunum okkar hvað er rétt og hvernig á að fara að því að ná fram því rétta.
Síðan verður hver og einn að finna fyrir sig hvað er rétt og hvað er ekki rétt. Sá sem vill kenna barninu sínu að æla til að grennast verður bara að eiga það við sig. Sá sem gefur barninu sínu hollan mat og heldur sælgæti gosi og óhollustu í burtu frá heimilinu kennir barninu að borða hollan og góðan mat og sjá árangur af því.
Ég er alveg sannfærður um að þannig er því farið með Unni Birnu og ef hún hefur þurft að ná af sér einhverjum grömmum fyrir keppnina hefur hún væntanlega gert það með því að hreyfa sig og borða hollan mat eins og er reyndar kennt í þessum keppnum. því ég veit ekki og hef aldrei heyrt um að það sé mælt með því að þessar stúlkur svelti sig eða æli eftir matinn til að ná af sér kílóum.
ef þær gera það hafa þær ekki þá útgeislun og annað sem þarf til að sigra.
Og þær ágætu konur sem eru í femínistafélaginu ættu að hugsa betur um sínar þurrkunnttur og fá sér smá sleipiefni og fróa sér og athuga hvort þær lagist ekki í skapinu og hætti að nöldra yfir því sem er gott í heiminum.
Og átröskunarkellingarnar ættu bara að borða matinn sinn og hafa hann hollan þá þyrftu þær ekki að vera feitar og að láta sér líða illa yfir því að það séu til fallegar konur í landinu okkar fallega.
með kveðju spjallarinn
Já… þetta meikar fullkomið sense hjá þér af því að átröskun er ekki sjúklegt sálrænt ástand.
Halldór… er þetta Halldór Ásgríms??? :biggrin2:
Átröskun er náttúrulega sjúklegt sálrænt ástand sem verður samt bara til ef fólkið sjálft býr til aðstæður… ef það eru einhverjir sem geta komið í veg fyrir það eru það foreldrar, mikið til í því!!!
úpps…ætlaði ekki að ýta á ,,staðfesta”. En já, Halldór…þetta komment þitt ,,átröskunarkellingarnar ættu bara að borða matinn sinn og hafa hann hollan þá þyrftu þær ekki að vera feitar” endurspeglar fáfræði varðandi þetta mál og meikar jafn mikið sens og að senda menn á afhommunarnámskeið hjá Krossinum.
nú jæja…haha…hitt kommentið kom síðan ekkert…anyways. Ætlaði bara að segja að ég teldi ekki að með þessari umræðu væri verið að ýja að því að U.B. væri með átröskunarsjúkdóm þar sem að hún er nú fullkomlega eðlilega vaxin heldur bara hvaða áhrif útlitsdýrkun hefði á ungt fólk, sérstaklega stelpur. Og þá er ekki verið að tala um offitusjúklinga heldur bara venjulegt fólk. En svo langar mig að benda á eitt…feministarnir sem eru að standa í þessum mótmælum eru örfáar konur svo að það eru ekkert allir feministar á móti fegurðarsamkeppnum.
Nú er ég hætt…kann greinilega ekkert á þetta kommentakerfi:)
Já, þetta er orðin hressandi umræða enda þessi færsla komin á [tenglasíðu](http://www.geimur.is/) útí bæ.
Annars vildi ég bara benda [á pistil hjá Kristjáni Atla](http://kristjanatli.com/?p=147#comments), sem mér finnst fínn.
Í allri umræðunni um jafnrétti, hvar er þá réttur einstaklingsins að fá að vera hann/hún sjálf/ur í friði fyrir öðrum. Þó að konur á http://www.kvennaslodir.is vilja búa til steríó típu af konu sem fer í háskóla og gengur akademíska leið í gegnum lífið. Þá segi ég að allar persónur eiga þann möguleikan á þessu landi að ganga þá leið sem þeim þykir áhugaverðust í gegnum lífið og ef einhver fer aðra leið og ég þá gefur það mér ekki rétt til að krítisera þá persónu af því að hún er öðrvísi en ég…
Jæja Einar. Þú ert sætur og mjór, eða grannur. Af hverju ferð þú ekki í næstu Hr. Ísland. Kannski vinnurðu, og kemst áfram í Mr Univers og verður fyrirmynd ungra stráka sem vilja líkjast þér í útliti. Passa þá upp á vöxtinn og lyfta og svona. Ha?
…eða fyndist þér kannski eitthvað skrítið við það?
Ég er sammála þér að það er rugl að vera fitubolla sem festist í stólum. Að sama skapi er rugl að hætta að borða og vera með anó. En MESTA ruglið er að stelpum skuli enn vera stillt upp sem fínu hreinu punti sem ferðast svo um heiminn og hjálpar börnum.
Hreina fagra óspillta saklausa sæta meyjan sem ferðast um og gerir óspillta sæta saklausa hluti. Hvernig þætti þér að vera í þessu hlutverki? Sæti saklausi Einar sem ungir drengir eiga að vilja líkjast?
Þetta er sjúkt Einar. Mjög pervertískt, í andstöðu 98% kvenna og hreinlega bara tómt helvítis rugl sem gefur okkur öllum ranghugmyndir og fokkar hlutunum upp.
Hvað ef þú svo byrjar með einni svona og kemst svo að því að hún kemur alltaf of seint, reykir i laumi, baktalar stundum vinkonur sínar, þolir ekki mömmu sína, fær sveppasýkingu, er með lotugræðgi og hefur farið í þrísom. S.s venjuleg ung kona. Ha? Þá finnst þér hún skítug og spillt og þú hættir með henni. Og svona verður það hjá þér forever af því þú ert að eltast við eitthvað sem er ekki til.
Já sei sei
Mér finnst sum kommentin hérna að ofan pinku spes ef að ég á að segja alveg eins og er!
Í 1. lagi þá finnst mér Unnur Birna rosalega sæt og með mjög fallegan líkama. Mér finnst hún eiga heillaóskaskeyti og viðurkenningu skilið fyrir góðan árangur í þessari keppni. Hún er frábær fyrirmynd fyrir alla, að mér finnst.
Í 2. lagi finnst mér heldur illa talað um feminista hér að ofan og vildi nú óska að fólk hætti að rugla hugtakinu feministi og hvað það stendur fyrir saman við misgáfulegar auglýsingaaðferðir kvenna/karla sem kenna sig við það hugtak. Það eru ekki allir feministar öfgafullar konur/menn og hvað þá feitar/ir og ljótar/ir.
Í 3. lagi býst ég við að flestir þeir sem að kommenta hér að ofan séu fullorðið fólk og með sterkari sjálfsmynd en þeir höfðu á unglingsárunum. Það er ekkert að því að vilja vera grennri og fallegri og taka fólk sér til fyrirmyndar sem að stundar heilbrigt líferni. En ég óttast stundum að þeir sem að eru með slaka sjálfsmynd, oft unglingar, þoli verr útlitspressuna en þeir sem eldri eru og vita hvers megnugir þeir eru annars í daglegu lífi. Þá nota sumir kolrangar aðferðir við að verða fallegri! Ég þekki það af eigin raun hvernig það, að vilja vera “fallegur”, getur haft skaðleg áhrif á líf manneskju. Við ættum öll að leggja áherslu á að það er hægt að vera fallegur á fleiri hátt en einn.
ekki hafa þessa síðu hún er dónaleg krakkar geta farið inn á síðuna
“Þessum stelpum skuli enn vera stillt upp sem hreinu punti” Stilla þær sér ekki upp sjálfar? Eru þessar keppnir einhver nauðung? Þessar stúlkur vilja keppa í fegurð og þó mér og fleirum finnist það hálf asnalegt þá er þetta þeirra val.
Ok, Magga, ég skil ekki baun í þessu svari þínu.
Hvar er ég að dásama fegurðarsamkeppnir? Eða að halda því fram að þær stelpur, sem taki þar þátt séu eitthvað betri eða saklausari en aðrar stelpur? Það eru bara kommentin við þessa færslu, sem breyta þessu uppí eitthvað tal með/móti fegurðarsamkeppnum.
Ég nenni varla að endurtaka pointið hjá mér, því þú hlýtur að geta lesið það úr upprunalega textanum mínum. Að það sé fáránlegt að tengja Unni við anorexíu og að hún sé á einhvern hátt óeðlilega mjó og að það sé hræðilegt að hugsa til þess að stelpur vilji líkjast henni. Og að það sé ekkert að því að fólk vilji vera grennra en það er. Það var pointið.
Æi, annars nenni ég ekki að vera að þessu þrasi. Mér fannst ég koma máli mínu ágætlega frá mér í upphaflega pistilnum, en ef fólk vill mistúlka það, þá er það svo sem ekkert mál.
Og Elma? [Hvað ertu að tala um?](http://www.eoe.is/gamalt/2005/12/12/17.45.03/#c28229)
Unnur lítur mjög vel út og ýtir ekki undir annað en að ungar stelpur fari og hreyfi sig, mennti sig og borði hollan mat.. jafnvel bara fara og styðja góð málefni eins og árið lítur út framundan hjá henni 🙂
Fegurðarsamkeppnir eru ekki fyrir alla en fyrir þá sem vilja flott.. ef einhver er á móti því.. slökktu á sjónvarpinu ekki horfa á keppnina þá veistu ekkert hver er í þessu og þér er bara nákvæmlega sama
Miss world er allt öðruvísi keppni og ætti fegurðarsamkeppnirnar hér á íslandi að taka þennan málstað upp gefa mér til þjófélagsins.. Fallegt andlit og gáfur og fólk hlustar mun frekar á málstaðinn sem reynt er að koma af stað 🙂
Unnur vann og var lang fallegust og þurfti engar aðgerðir til að hjálpa sér við það !! Frábær fyrirmynd fyrir allar unga stúlkur
Fyrirmyndir eru af því góða. Allir hafa sínar fyrimyndir. Öll viljum jú standa okkur í lífinu. Í skólanum, vinnunni út á lífinu allstaðar.
Fegurðarsamkeppni er keppni. Alveg eins og HM í fótbolta, eða Gettu Betur. Það er fullt af krökkum sem vilja vera góð í fótbolta eða vera klár. Útaf hverju agnúast fólk ekki út í það?
Normalkúrfubarnið á engan möguleika á því að verða atvinnumaður í fótbolta eða sigra Gettu-Betur. Það er allt eins líklegt til að koma falsvonum í hausinn á fólki eins og fegurðarsamkeppni. Sem síðar endar í tómum vonbrigðum og þunglyndi. Útaf hverju agnúast enginn út í það?
Án fyrirmynda hefðum við lítið breyst frá fæðingu. Fyrirmyndir eru stór þáttur allra framfara mannskepnunnar. Er það ekki
fullkomlega eðlilegt að eiga sér fyrirmyndir? Má ég spyrja ykkur fegurðasamkeppnismótmælendur, hverjar eru ykkar fyrirmyndir? Eru þær á einhvern hátt betri fyrirmyndir en Unnur Birna?
Má ég sömuleiðis spyrja ykkur fegurðasamkeppnismótmælendur, trúið þið á guð? Ef svo er, finnst ykkur ekki hræsni að þið skuluð andmæla fegurðarsamkeppnum en um leið beygja ykkur undir gullnu regluna og boðorðin 10? Eitthvað sem allir brjóta á hverjum einasta deg. Hljóta trúarbrögð þá ekki að hafa slæm áhrif á sjálfsmynd fólks? Búa til staðalímyndir sem enginn leið er að lifa við. Allt eru þetta bara viðmið. Leiðbeinandi vegir sem leiða okkur til betra lífs. Sem hlýtur að vera markmiðið.
P.S. Allir prófessorar og læknar verða þá líklega að hætta störfum tafarlaust. Slæmar fyrirmyndir. Ef fólk reynir að líkjast þeim gæti það lært yfir sig og orðið geðveikt.
Þetta var skrifað af (yfirmeðalgreindum) þunglyndum 17 ára unglingi sem hefur ávallt verið talinn ljótur. En hann gerir sér grein fyrir eigin fordómum og dæmir annað fólk ekki þótt það standi sig að einhverju leyti betur en hann sjálfur.
án lýtaaðgerða, líkamsræktar og strangs mataræðis er ekki hægt að “keppa” í því hver er sætust/sætastur.
þessvegna er ekki raunhæft að líkja “keppnum” í fegurð við aðrar keppnir þar sem greind og hæfni skipta máli…
Sko… Ok… ræski ég mig. Ég var alls ekki skýr. Og þetta átti ekki að vera neitt persónulegt Einar. Ég tók þig bara sem dæmi um ungann mann sem byrjar með staðalmynd af kvenmanni.
*****
Í dag voru birtar niðurstöður úr rannsókn sem HÍ lét gera á hlut kvenna í fjölmiðlum. Niðurstöðurnar voru þær að karlmenn eru amt. 75% oftar í fjölmiðlum en konur og það á við um fréttir, auglýsingar, íþróttaumfjöllun, sjónvarpsþætti, fréttatengda þætti osfrv. Í öllum tilfellum nema einu eru karlar fleiri. Það er þegar kemur að fyrirsætum, þá eru þeir bara 15%.
Þetta segir manni hvað? Að konur séu bara ekki að gera neitt spennandi? Að þær hafi ekkert að segja? Að þær séu ekki sérfróðar á ýmsum sviðum? Að….
Þetta segir, í mjög einfölduðu og stuttu máli að konur verða að vera sætar til að fá aðgengi í fjölmiðla og þá skiptir engu máli hvað þær hafa að segja um eitt eða neitt, eða hvað þær geta. Það er nóg að vera sæt. (Þetta flokka ég ekki undir það að vera metin að verðleikum. “Ég er sæt” flokkast ekki undir verðleika).
Þetta finnst mér gagnrýnivert. Finnst þér það ekki?
Þetta er m.a. ástæðan sem liggur að baki anórexíu. Stelpur halda að til þess að einhver taki mark á þeim, til þess að þær séu sýnilegar, til þess að þær fái kredit sem manneskjur, þá verði þær að vera fallegar… Strákar hinsvegar geta verið allskonar, og samt fengið að starfa sem þáttastjórnendur ofl. Sjáðu bara Egil Helga. Ekki er hann sætur, en hann stjórnar kallaspjallþætti og margir myndu vilja verma hans sæti.
Ég, og fleiri, erum bara orðin ógeðslega þreytt á þessu rugli. Það væri svo næææssss ef fólk bæri sömu virðingu fyrir kvenlegum gildum og kvenleika og karlmennsku.
“Þú hleypur eins og stelpa” “Þú keyrir eins og kerling” “Ertu að grenja eins og stelpa”… Það væri eins hægt að skipta orðinu stelpa út með orðinu “fáviti”. Og engum finnst þetta skrítið. Hvað er það? Hvað er að?
Og ef hlutur kvenna og karla er 50/50 í fjölmiðlum, þá upplifa flestir t.d. blaðið sem kvennablað… og það þykir ekki fínt… þannig að ósjálfrátt forðast það fólk sem stjórnar fjölmiðlum að gera hlut kvenna virkari.
Og þið, stelpur… ef ekki væri fyrir svokallaða “feminista” þá hefðuð þið ekki kosningarétt í dag. Og þið mættuð ekki fara í skóla. Think about it.
Í dag erum við bara að reyna að búa til heim fyrir barnabörnin okkar. Það eru núna 90 ár síðan konur fengu rétt til að kjósa. Kannski eftir 50 verðum við með sömu laun og karlar.
Núna erum við öll meira eða minna haldin kvenfyrirlitningu í einni eða annari mynd. Bæði karlar og konur. Að bera ekki jafn mikla virðingu fyrir konum og körlum er síað inn í vitund okkar gegnum kynslóðaminni og arf.
Við þurfum bara að halda fyrir nefið og hætta þessu rugli til að koma á breytingu. Við þurfum að virða kvenleika jafn mikið og karlmennsku og gera jafnhátt undir höfði. Listakona á ekki að þurfa að kalla sig listamann til að fá virðingu og ráðherra sem er kona á ekki að þurfa að kalla sig “herra”.
Það er vel hægt að breyta heiminum. Það tekur smá tíma. Fyrst er að breyta sjálfri sér (ertu ekki annars manneskja stráksi minn, persóna, þú sjálf…?) Og svo breytist heimurinn smátt og smátt með.
God bless
Takk Magga, þetta var það sem mig langaði að segja en kunni ekki.
Já, Magga, það er ekki hægt að vera ósammála þessu. Þetta var mun skýrara en fyrra kommentið.
Finnst þessi fegurðardrottningavæðing í sjónvarpinu mjög asnaleg og skil vel pirringinn útí það. Þetta tekur svo sem ekki mikið á því, sem ég hafði fjallað um – nema að þetta sé allt hluti af einni stórri mynd, sem leiði til átröskunnar. En ég var bara að halda mig við eitt dæmi og fannst það vera orðin brengluð mynd af samfélaginu þegar að viðkomandi var tengd við útbreiðslu anorexíu.
Það var punkturinn.
En ég held að þú hafir náð að fanga ansi vel málstaðinn. Kannski vantar bara fólk einsog þig til að útskýra málstaðinn betur, því að einsog þú sérð af andsvörum við mína grein, þá virðast femínistar lítið gera nema að pirra fólkið sem þær eru að reyna að breyta.
ok, gott að við föttum hvort annað. og já, þetta er allt saman hluti af stórri mynd sem er mjög margbreytileg…
Amen á eftir messunni Magga
Heilshugar sammála! Mér þykir Unnur Birna vera ungum stúlkum góð fyrirmynd! Hún er einmitt ekki of grönn! Auk þess sem hún var mjög smekkleg í keppninni – kjóllinn var t.d. alls ekki glannalegur.
Úff…aldeilis kafið djúft…skemmtileg umræða, en hvernig væri að velta fyrir nokkrum hlutum:
Neikvæðu hliðina á málefnum er ávalt fjallað um í fjölmiðlun, það heldur áhuga fólks. Líkt og “unglingar í dag eru öfgafullir og róttækir í kynlífu o.f.l” eins og að allir unglingar séu alveg hrikalegir.
Unnur Birna vann þessa keppni, það kallar á það að stór meirihluti stúlkna vilja líkjast henni og þá á heilbrigðan hátt. Hinar stúlkurnar sem fá anorexíu og slíkt, þær eru veikgeðja fyrir, því ekki hægt að kenna fegurðarsamkeppnum um málið, eða í raun staðarímyndinni.
Auðvita eykur fegurðarsamkeppni og staðarímynd á vanlíðan hjá veikgeðjum stúkum og ýtir undir það að þær gangi lengra með anorexiuna. En eins og ég segji, er það einungis fá prósenta af öllum þeim stúlkum sem vilja líkjast, í dag, Unni Birnu, og ekki víst að allar þær stúlkur sem fá anorexíu hafi í raun verið að hugsa um að líkjast einhverri stúlku í fegurðarsamkeppni, því þær þurfa að vera veikgeðja fyrir til að þróa með sér anorexíu.
Hvernig væri að gagnrína fitu mikinn mat, framleiðsla er mikil af honum. Hann eykur löngun hjá þessum stúkum til að fá sér eitthvað gott og æla því svo. Þessar stúkur hafa hreinlega ekki sjálfstjórn.
Það er alveg fáránlegt að kenna einhverjum um það að anorexía sé til staðar…það er geðsjúkdómur, sem verður ekki til vegna fegurðarsamkeppna, staðarímyndar, eða fitu mikils mat. Heldur einungis vegna þess að persónur eru veikgeðja og þjást af geðsjúkdómi.
Ég ætla allaveg ekki að hætta að líta vel út svo að öðrum stúlkum í kringum mig, sem eiga við anorexíuvandamál að stríða (ef það eru einhverjar nærri mér), hætti að æla í klósettið. Það verður hreinlega að takast á við vandamálið sjálft í stað þess að kenna öðrum um það.
TIL HAMINJU UNNUR BIRNA!!!! =)
Bestu kveðjur
Hallgerður :biggrin:
P.S hahahaha…hvað er að þessari Elmu???
Alls ekki misskilja mig…ég er nú ekki hlynt því að konur séu metnar af þeim “verðleikum” að vera sætar, og þannig komist þær áfram….ég er fyllilega sammála henni Möggu! Heyr heyr fyrir henni!!!
Konur eru konum vestar, og ég held að það þurfi einnig að breyta hugsunarhætti kvenna, bæði gagnhvart hvor annari og hinu kyninu.
Ég sé enga réttlætingu í því að til þess að jafna kynjahlutföll…t.d leikhússtjóra, að þá eigi að ráða inn konu næst, og því kannski karlinn, sem er jafnvel hæfari í starfið, honum er hafnað. Það er misrétti gagnhvart körlum.
En róttækar breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hlutirnir fari að velta og rúlli í eðlilegt norm. En það þýðir að karlar lúta í minni pokann, fyrir konum í sumum tilvikum.
Ég sætti mig frekar við þær breytingar sem gerðar voru á orlofi feðra…þar sem ekki var hallað á hitt kynið til að anna kynið komist að. Með því er verið að reyna að jafna hlutföll kynja á vinnumarkaði, launalega, ráðningalega og stöðulega séð.
Jæja komin út fyrir efnið…
Allavega það ætti að velta því aðeins fyrir, hvað sé sanngjarnt í jafnréttismálum á báða bóga!
ótrúlegt íslensk stelpa vinnur miss world og þá fer allt í bál og brand! afhverju verður ekki allt vitlaust eftir hverja fegurðarkeppni sem eru haldnar hérna á íslandi t.d ungrú reykjavík ungfrú norðurland eða ungfrú ísland þetta er alveg ótrúlegt hún Unnur Birna stóð sig bara mjög mjög mjög vel ég bara skil ekki hva þetta er mikið bull! 😡