Uppboð: Gamalt dót – Ýmislegt

Ok, næsta mál á dagskrá í [uppboðinu](https://www.eoe.is/uppbod) til styrktar börnum í Mið-Ameríku áfram.

Núna ætla ég að byrja að bjóða upp gamla hluti, sem sennilega hafa ekki mikið gildi fyrir flesta, en einhverjir safnarar gætu haft gaman af. Þetta er samansafn af hlutum, sem hafa safnast upp hérna í íbúðinni minni. Vonandi að einhverjir geti haft gagn af þeim.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Uppboðið mun ljúka á miðnætti á fimmtudag

Viskí Kristal glös

Lágmark: 1.000
Sjá mynd [1](https://www.eoe.is/uppbod/kristall.jpg) – [2](https://www.eoe.is/uppbod/kristall1.jpg)
Þetta eru reyndar alveg ný glös, sem hafa ekki verið notuð. Fékk þau að gjöf á einhverjum viðskiptafundi á Englandi. Þetta eru semsagt Kristal “Tot” viskíglös. Ég drekk ekki viskí og er ekki að fara að byrja á því og því fannst mér tilvalið að setja þetta á uppboðið.

Lenín Peli

Lágmark: 500
Sjá mynd [1](https://www.eoe.is/uppbod/lenin-peli.jpg)
Ódýr peli, sem ég keypti í Rússlandi. Hann er úr einhverjum léttum málmi, sem ég veit ekki hver er.

Liverpool treyja frá 1992

Lágmark: 2000
[Sjá mynd](https://www.eoe.is/uppbod/liverpool-adidas92.jpg)
Liverpool treyja frá árinu 1992 þegar að Liverpool léku enn í Adidas treyjum. Þetta er auðvitað *notuð* treyja, en hún lítur mjög vel út. Stærðin er 38-40.

Liverpool treyja

Lágmark: 2000
[Sjá mynd](https://www.eoe.is/uppbod/liverpool-reebok.jpg)
Liverpool treyja. Þetta er auðvitað *notuð* treyja, en hún lítur ágætlega út. Stærðin er 42-44.

Sjónauki

Lágmark: 500
[Sjá mynd](https://www.eoe.is/uppbod/sjonauki.jpg)
Lítið notaður sjónauki, sem ég fékk að gjöf fyrir einhvejrum árum. Í nánast fullkomnu ástandi.

22 thoughts on “Uppboð: Gamalt dót – Ýmislegt”

  1. Heyrði í þér á NFS áðan og varð svo um að það tók mig góða stund að jafna mig. Þetta er það frábærasta sem ég hef lengi frétt. Allt sem þú sagðir var svo heilbrigt og fallegt. Og satt og rétt. Ég yrði ekki hissa á því þótt þetta yrði tízka hér og það verður þá þér að þakka.
    Ath. Kristalsglösin (og karaflan ef hún fylgir með) er miklu verðmætara en 4.500 krónur. Ég held að eitt svona glas kosti amk. 4.500 krónur.
    Kær kveðja og ósk um gott gengi í þessu sem öllu öðru.

  2. Í hvaða þætti varstu á NFS einar, væri gaman að sjá manninn á bakvið týpuna 😛

  3. Smá samantekt, þar sem uppboðinu lýkur á miðnætti á morgun. þetta eru hæstu boðin

    Viskíglös – 5.500 – Svana
    Lenín peli – 2.000 – Helgi
    Liverpool 1992 – 5.000 – Nafnlaust
    Liverpool 2000 – 2.000 – Kiddi
    Sjónauki – 500 – Birkir

  4. Uppboði lokið.

    Hæstu boð:

    Viskíglös – 6.000 – Ragnheiður
    Lenín peli – 3.000 – Jökull
    Liverpool 1992 – 8.000 – Nafnlaust
    Liverpool 2000 – 2.000 – Kiddi
    Sjónauki – 500 – Birkir

Comments are closed.