Piparsveina-uppgjör

Ég horfði á lokaþáttinn á Bachelor í kvöld og svo sem lítið hægt að segja um þáttinn, enda lítið spennó sem gerðist. Hann valdi Jenný og þau eru voða ánægð. Gott mál.

Þátturinn á eftir þar sem tekin voru viðtöl við þáttakendur var öllu skárri.


Jenný var spurð útí [forsíðu DV í gær](http://www.visir.is/ExternalData/pdf/dv/051214.jpg) en þar sést hún kyssa stelpu á djamminu (hún er þarna til hægri við mig og nágranna minn, Guðna Ágústs). Jenný sagði að þetta væri ósköp eðlilegt að kyssa stelpu á djamminu og henni þótti ekkert óeðlilegt að gera það á meðan hún væri í sambandi með strák.

Halló, halló, halló! – er ég orðinn svona gamall? Hvenær varð það *normal* að stelpur kysstust á djamminu? Varð þetta til þegar að menn fóru að taka reglulega myndir á skemmtistöðunum? Eru stelpur að gera þetta af því að þeim finnst þetta vera svona mikið æði, eða halda þær að þetta sé svona mikið “turn-on” fyrir okkur karlmenn?

Já já, ég *veit* að þetta hefur verið í tísku í einhver ár, en finnst öllum þetta eðlilegt? Hver er tilgangurinn? Varla eru það tilfinningar, víst Jenný finnst ekkert óeðlilegt við að gera þetta meðan hún er í sambandi.

Æji, ég vil ekki hljóma einsog einhver tepra og því verð ég sennilega að fagna því að allar stelpur séu að kyssast hægri og vinstri. Húrra! Áfram [stelpur](http://maggabest.blogspot.com/2005/12/pepp-pistill.html)!


Uppáhaldslínan mín í þættinum hennar Sirrýjar.

>Það eru hérna inni hommar og lesbíur – það er alveg klárt mál.

Jammmmm!

4 thoughts on “Piparsveina-uppgjör”

  1. Oohhhh…ég hata stelpur að kyssast fyrir aðra, en ég hata meira sorglegu mannfíflin sem aksjúallí fíla það og finnst það sniðugt, æðislegt, gjöðveikt, sturlaðslega kúl, og gera það aðalmyndina í næsta myndagalleríi á vefsíðunni þeirra.

    Nei, Einar Örn, ekki gefast upp, haltu áfram að segja fólki að þetta er hrikalega sorglegt hobbí, nema þú sért að gera þetta fyrir sjálfan þig, og þá gerir maður svoleiðis í einrúmi, því fyrir utan hvað sýningarsleikar eru kjánalegir þá er fátt leiðinlegra en einhverskonar par (kærustu eða annarskonar) í sleik á almannafæri.

    Ég er ennþá ungur, en jesús fokk: get a room!!!

    Mér finnst bæði skárra og skemmtilegra að sjá áfengisdauða úllingsstelpu fyrir utan Hótel Ísland með gubb í hárinu og veskið útum allt. A.m.k. gerði hún það fyrir sjálfa sig, og hárið hennar var fínt þegar það gerðist.

    p.s. og sorrý að ég er púnghaus, en maður segir “fyrst Jenný finnst…”, einsog í “fyrst að…” o.s.frv.

  2. Hahahaha, ég er nú bara einu ári eldri en Jenný og ekki finnst mér þetta eðlilegt, þannig að ekki er þetta aldurinn að tala Einar. Reyndar þekki ég ótrúlega fáar stelpur sem finnst þetta eðlilegt en þó á ég nokkrar vinkonur sem hafa kysst stelpur.

  3. Ég veit ekki hvaða máli það skiptir hvað fólki finnst eðlilegt að gera svo lengi sem það fellur innan lagarammans. Ef þér fyndist eðlilegt að horfa á teiknimyndir hangandi úr loftinu með sleikjaprik í nefinu á meðan 3 konur færu í sleik og nudduðu á þér rassinn, þá væri það bara þitt mál. Það ætti enginn að láta það skipta sig máli.
    Það er samt auðvitað kjánalegt að sjá fórnarlömb tískunnar stökkva í sleik í hvert skipti sem myndavél er reist á loft og því held ég að við ættum að líta undan fremur en að láta eins og þetta skipti okkur bístanderana einhverju máli.

Comments are closed.