Þetta ár hefur verið ágætt að sumu leyti en slæmt að öðru leyti fyrir mig persónulega. Eitt það ánægjulegasta er að ég hef getað ferðast talsvert á árinu. Til að halda utanum þetta í anda [Flygenrings](http://www.semsagt.net/s/2005/12/26/14.08.38.html) eru hérna þau lönd, sem ég heimsótti á árinu:
Pólland x2 (Varsjá), Þýskaland x2 (Köln), Tékkland (Prag), Holland x2 (Amsterdam, Breda), Svíðþjóð (Stokkhólmur og Gautaborg), Tyrkland (Istanbúl), England x2 (London, Liverpool, York Kettering), Mexíkó, El Salvador, Hondúras, Gvatemala, Belize, Bandaríkin.
Highlight: Istanbúlferðin og Hondúras.
Af þessum löndum var ég að heimsækja Pólland, Tékkland, Svíþjóð, Tyrkland, El Salvador, Hondúras, Gvatemala og Belize í fyrsta skiptið á ævinni. Því lítur landalistinn minn svona út í dag:
**Norður-Ameríka**: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin
**Mið-Ameríka & Karabíska Hafið:** Belize, Kúba, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Bahamas
**Suður-Ameríka**: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Urugvæ, Venezuela
**Evrópa**: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland
**Afríka**: Ekkert
**Mið-Austurlönd**: Tyrkland
**Asía**: Ekkert
Samtals 39 lönd.
Lúxus!
Ertu ekkert farinn að plana ferðir til Afríku og Asíu? 🙂
þú ert ruglaður 😉
Katrín, ekki draga úr drengnum. Besta árið hans í langan tíma :biggrin:
Ha, er ég ruglaður?
Og jú, Asíuferð næst.
Mér finnst algjör skandall að þú hafir “sleppt” þessum örfáu löndum í Mið- og Suður-Ameríku 🙂
Annars bendi ég bara á að Istanbúl er í Evrópu 😉
Já já, ég er alltaf á leiðinni að klára Ameríku. 🙂
Og ég lenti í Asíu, en sá leikinn í Evrópu – þannig að ég hef heimsótt báða hluta Istanbúl. 🙂