Fjölmiðlapistill

Plís! Ó, Góður Guð! Geturðu fengið íslenska þáttastjórnendur til að hætta að bjóða Eggerti Skúlasyni í viðtalsþætti?

Og plís, plís, plíííííís látið þau hætta að taka viðtöl við lítil börn. Þau hafa ekkert merkilegt að segja í fréttum.

* * *

Ef þú ert milljarðamæringur og vilt kaupa [þennan vef-fjölmiðil, eoe.is](https://www.eoe.is), til þess eins að leggja hann niður, þá er ég *tilbúinn* í viðræður. Segjum að þú sért bæði milljarðamæringur og Manchester United aðdáandi, þá væri ekki úr vegi að kaupa til dæmis [Liverpool bloggið](https://www.eoe.is/liverpool) til þess eins að leggja það niður.

Ég er opinn fyrir viðræðum. Eigum við að segja 5 milljónir á hvora síðu. Helst reiðufé, en myndi sætta mig við hlutabréf í vel stæðum fyrirtækjum. Takk.

4 thoughts on “Fjölmiðlapistill”

  1. Einar, er viðhorf þitt til ManUtd eitthvað að mildast? Þú er hættur að minnka letrið… áður en ég veit verður þú farinn að öskra þig hásan með mér á Players :biggrin2:
    Eigum við ekki að smella okkur á leik saman í feb…hehe

  2. Nei, ekki hafa áhyggjur af því. Man U var og er skrifað með lágstöfum á Liverpool blogginu, en það gilti ekki það sama á þessari vefsíðu. 🙂

Comments are closed.