Sverige

Ég held því fram eftir þennan dag að ég viti meira um barnamat en þú!

* * *

Hitti systur mína og fjölskyldu í gær í Köben. Mikið var það næs. Eyddi deginum í spjall, lét litla frænda minn rústa mér í Playstation og slíkt. Mjög gaman. Tók svo lest yfir til Malmö og hélt að ég myndi sjá Stórabeltisbrúna, sem við fórum víst yfir. Einhvern veginn tókst mér að missa af henni. Veit ekki alveg hvernig það gerðist.

* * *

Þrátt fyrir að ég hafi lært dönsku í 8 ár, þá skil ég ekki orð í talaðri dönsku. Ég skil hins vegar fullt í sænsku. Það þykir mér magnað.

* * *

Á þessari síðu geturðu séð hin ýmsu [svipbrigði Paris Hilton](http://parisfacial.ytmnd.com/). Nokkuð magnað, eh?

5 thoughts on “Sverige”

  1. Já, og maður fer náttúrulega yfir Eyrarsundsbrúna á leiðinni til Svíþjóðar, ekki Stórabeltisbrúna. Hún tengir Sjáland og Fjón.

    Þú afsakar þessar umvandanir vonandi. :blush:

  2. Þú varst í *stóru* hlutverki í hinum arfaslaka þætti Partý 101 með hnakkamellunni Brynju (eða hvað hún heitir) – mæli með því að þú kíkir á endursýninguna (ef þú meikar þá að horfa á þetta bull).

    Varst annars á leið inn á Hverfisbarinn – sást í 2-3 sek :tongue:

  3. Já, auðvitað Eyrasundsbrúin. 🙂

    Og já, þetta gestahlutverk mitt var án efa hápunkturinn á sjónvarpsferlinum. Annars, þá þurfti ég að heyra gelluna, sem stjórnar þættinum segja “hæ, hvernig er stemningin” 25 sinnum áður en ég kom að minni innkomu.

  4. já þetta með dönskuna er alveg merkilegt!
    eftir að hafa búið hérna í bráðum hálft ár þá er ég ENN á því að ég skil ekki baun í bala þegar köben búar þykjast vera að tala við mig á dönsku.. nema ef það er gamalt fólk þá fyrst fer maður að skilja :p nema það sé þvoglumælt…

    og þetta með svíana.. þá er ekkert mál að skilja skánverjana ekki alveg eins auðvelt með hina 🙂

Comments are closed.