Stöð 2 og niðurhal

Í Kompási áðan var fjallað um niðurhal á sjónvarpsefni. Inntak þáttarins var svipað og í annarri umfjöllun um þetta mál. Það er – þátturinn byggðist upp á viðtölum við hagsmuna-aðila, þar sem þeir lýsa því yfir að þetta niðurhal kosti þá pening, sé þjófnaður, og að við þessu verði brugðist. Í þættinum var m.a. viðtal við konu frá Stöð 2, sem lýsti yfir miklum áhyggjum af því að niðurhal á sjónvarpsþáttum gæti hugsanlega haft mikil áhrif á afkomu þeirrar sjónvarpsstöðvar.

Engin tilraun var gerð til að komast að því hvað hvetji fólk til þess að hala niður þáttum í stað þess að horfa á í sjónvarpinu. Ég er með allavegana eina kenningu.

Ég var nefnilega lengi vel áskrifandi að Stöð 2. Það var hins vegar áður en ég uppgötvaði að módel af sjónvarpsstöð einsog Stöð 2 er gjörsamlega úrelt fyrirbæri.

Beisiklí þá gengur Stöð 2 útá að fólk borgi fyrir mánaðarlega áskrift að stöðinni. Síðan er væntanlega hópur af fólki í vinnu hjá Stöð 2, sem ákveður hvað á að vera á dagskrá. Þetta fólk ákveður að á mánudögum skuli vera mikið af stelpuþáttum, að það sé sniðugt að hafa röð af sápuóperum á sunnudögum, hvenær barnaefni eigi að vera, að á laugardögum eigi að vera fjölskylduefni og svo framvegis.

Allt er þetta gert til þess að hægt sé að höfða til sem allra flestra. Málið er bara að það er einfaldlega ekki hægt til allra. Ef að ég fer af einhverjum ástæðum ekki útúr húsi á laugardagskvöldi, þá hef ég sem 28 ára gamall maður lítinn áhuga á því að horfa á fjölskyldumyndir eða “Það var lagið”. Stundum er ég í matarboði hjá mömmu þegar að vinsælustu þættirnir eru sýndir á sunnudögum. Ég er í fóbtolta þegar að þessi þáttur er sýndur, og í vinnu þegar að hinn þátturinn er sýndur. Líf mitt samræmist einfaldlega ekki dagskrárstefnu Stöðvar 2.

Fyrir utan það hversu erfitt er að búa til “alhliða” sjónvarspsstöð, sem hentar sem flestum, þá er dagskrárefnið á Stöð 2 einfaldlega ekki mikið fyrir mig. Ég var búinn að vera með Stöð 2 í einhver ár þegar ég áttaði mig á því að mér fannst það ekki spennandi að hafa Strákana á hverjum einasta degi. Mér finnst Sjálfstætt Fólk tilgerðarlegur þáttur og ég get ekki fyrir mitt litla líf þolað Idol. Ég horfi heldur ekki á Opruh, er búinn að sjá flestar bíómyndirnar, sem eru sýndar og finnst fréttirnar og Ísland í Dag hafa dalað eftir að NFS byrjaði. Semsagt, það er nánast engin ástæða fyrir mig að eyða 5.000 krónum á mánuði í áskrift að Stöð 2.

Ég eyði nú þegar umtalsverðum fjárhæðum á mánuði í sjónvarp. Ég borga 4.300 krónur fyrir áskrift að Sýn þar sem ég horfi á Meistaradeildina, NBA og Barcelona í spænska boltanum. Og ég borga um 2.000 krónur á mánuði fyrir enska boltann. Þetta gera samtals 6.300 krónur á mánuði. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum borgaði ég 1.400 krónur fyrir um 60 stöðvar, sem innihéldu allt besta efnið, sem framleitt er í heiminum, fyrir utan það sem HBO býr til. Ef ég vildi hafa aðgang að sama efninu og ég hafði fyrir 1.400 krónur í Bandaríkjunum þyrfti ég að borga um 9.500 krónur á Íslandi (áskrift að Sýn, Stöð 2 og Enska Boltanum + auðvitað afnotagjald af RÚV, sem ég tek ekki með).

Vandarmálið við Stöð 2 hvað mig varðar er hins vegar einfalt. Stöð 2 sýnir nefnilega báða uppáhalds þættina mína, The Simpsons og 24. Þetta voru einu ástæðurnar fyrir því að ég keypti Stöð 2 síðustu mánuðina sem ég var með stöðina. Ég bókstaflega horfði ekki á neitt annað og hafði engan áhuga á öðru efni á stöðinni. Þar sem að seríurnar af Simpsons og 24 voru ekki keyrðar á sama tíma þurfti ég í raun að kaupa áskrift að Stöð 2 allt árið til að ná öllum “nýjum” þáttum af þessum seríum. Það hefði þýtt að til þess að horfa á eina seríu af 24 og eina seríu af “The Simpsons” hefði ég þurft að borga um 60.000 krónur, eða 1.250 krónur fyrir hvern einasta þátt. Það sjá það allir að þetta gengur hreinlega ekki upp.

Til þess að geta horft löglega á 24 og The Simpsons þurfti ég með öðrum orðum *líka* að kaupa mér aðgang að Strákunum 5 sinnum í viku, íslenska Idol-inu, Það var lagið með Hemma Gunn, Sjálfstæðu Fólki, Opruh, Veggfóðri með Völu Matt, Third Watch, Nágrönnum, Barnaefninu á morgnana og fullt af öðrum þáttum, *sem ég hef ekki nokkurn minnsta áhuga á að horfa á*. Það er gallinn við Stöð 2.

Þetta er alls ekki svo ólíkt því að til þess að ég gæti keypt nýjasta diskinn með The Flaming Lips, þá þyrfti ég líka að kaupa disk með James Blunt, Coldplay, lögum úr Latabæ, Julio Iglesias, Ríó Tríó og svona 10 böndum í viðbót. Eða að til þess að maður gæti farið í bíó á Munich þá þyrfti maður líka að kaupa aðgang að Finding Nemo, Stuðmannamyndinni, Strákunum Okkar og 5 öðrum myndum, sem manni langaði ekki að sjá.

Stöð 2 verður einfaldlega að horfast í augu við þann veruleika að tímarnir hafa breyst. Það er ekki í dag hægt að ætlast til þess að fólk borgi 5.000 krónur á mánuði fyrir blöndu af dagskrárefni, sem höfðar til eins ákveðins hóps en ekki til annars. Núna í dag vill fólk fá val. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að borga 2.000 krónur fyrir einn dagskrárlið (Enska Boltann) en er ekki tilbúinn að borga stórar upphæðir fyrir það að geta horft á uppáhaldsþáttinn minn á ákveðnum tíma á ákveðinni rás, umkringdan af draslefni.

Ég vona að SMÁ-Ís bregðist við þessu aukna niðurhali á skynsaman hátt. Ekki með því að ætla að kæra fólk fyrir að hlaða niður sjónvarspefni, heldur með því að hvetja alla aðila til þess að bjóða uppá betri þjónustu. Ég *vil* borga fyrir mitt efni, en það þýðir ekki að hægt sé að pranga uppá mig alls kyns drasli tengdu því eða að hægt sé að rukka mig óhóflega fyrir það. Ég vil einfaldlega geta borgað fyrir mitt sjónvarspefni hóflegt gjald og geta horft á það þegar mér hentar. Er það óraunhæf krafa?

38 thoughts on “Stöð 2 og niðurhal”

  1. Góður pistill. Þessi umfjöllun þeirra var einmitt bara einhver hræðslu áróður um að Smáís myndi finna þá sem downloada og leita réttar síns.. bla bla bla.

    Engin að spá í afhverju notendur gera þetta og engin heldur að benda á að niðurhal er ekki það slæmt. Senu gaurinn hefði t.d. átt að tala um að plötusala hafi aukist þó að niðurhalið hafi aukist líka, ekki kvartar hann yfir því. Týpisk fréttamennska bara.

  2. Heyr heyr!!! Þetta er nákvæmlega málið… ég er reyndar með Stöð 2 og allar þessar rásir þarna en þar sem ég er að vinna hjá 365 fæ ég það á ansi góðum kjörum, nota bene Sýn er inni í því. Ef svo væri ekki myndi mér aldrei detta í hug að kaupa Stöð 2, það eina sem ég myndi horfa á væru 24 og Prison Break held ég. Þess í stað næ ég bara í það á netinu og horfi á þegar ég get og ég hef tíma, og það með fullri samvisku 🙂

  3. Takk kærlega fyrir þetta Einar. Nú þarf ég ekki að rita þennan texta sjálfur. Þetta er akkúrat málið. Framleiðendur og rétthafar kvikmynda og tónlistar hafa setið allt of lengi á afturendanum. Í stað þess að líta á tækniþróunina sem tækifæri þá hefur þessi geiri verið hræddur við hana, reynt að halda henni niðri. Kröfur áhorfenda og hlustenda eru allt aðrar í dag. Á meðan við þurfum að kaupa einhverja rándýra pakka og á meðan við erum ekki okkar eigin dagskrárstjórar þá heldur þessi “ólöglega deiling” áfram.

  4. Eins og talað frá mínu hjarta. Ég ætlaði að skrifa nákvæmlega eins pistil eftir að hafa horft á þennan þátt, en sá svo að þú varst búinn að því. Frábær pistill.

    Vandamálið er í því hvernig þeir hjá SMÁís nálgast málið. Eins og þú segir, í stað þess að spyrja sig hvers vegna fólki finnst það svona freistandi að eyða tíma á netinu í að leita að skrám og bíða eftir að þær hlaðist niður ólöglega, horfa þeir bara á það að það er hugsanlega verið að brjóta á þeim. En pæla ekkert í því hvers vegna.

    Flottar pælingar, ég vona að umræðan í kjölfar þessa þáttar snúist á þann veg sem þinn pistill vísar og að dagskrárstjórar og aðrir hjá sjónvarpsstöðvunum aðlagist nútímanum.

  5. Frábærlega sagt. Ég myndi t.d vafalaust borga 2-3 þúsund á mánuði fyrir gagnvirkt NBA.TV ef það væri í boði en ég borga ekki fyrir Sýn 4.300 á mánuði upp á von og óvon hvort þeir sýni leikina sem ég vill sjá (Lakers) eða hafi almennan áhuga á (Dallas,Suns,Nuggest,Clippers).

    Þegar maður er í skóla og vill kannski horfa á einn eða 2 þætti fyrir svefninn þá er ekki hægt að treysta á að þínir þættir séu þá á dagskrá, því næ ég í 24 og Scrubs til að horfa á þegar ÉG hef tíma, ekki þegar þeim HENTAR.

  6. Ég hef haldið því fram að vandamál 365 miðla sé að þar á bæ þekkir fólk ekki hugtakið “verðteygni eftirspurnar”. Með glórulausri verðlagningu tekst þeim að hrekja fólk með þokkalega tekjur úr áskrift.

    Svo kenna þau bara netinu um :confused:

  7. Ég er ekki neitt búinn að fylgjast með þessari umræðu (enda Stöð 2 ekki á dagskrá hér úti) og er orðinn pínu þreyttur, en er samt að pæla:

    Ég held að eitt stærsta vandamálið sé að hvorugur aðilinn (hagsmunaðilar og “við”) vitum almennilega hvernig á að líta á svona loftkennda hluti einsog kvikmyndir, tónlist og hugbúnað. Þessir hlutir eru í rauninni ekki það “physical” form einsog við þekkjum þá. Í djúsflösku er djús, og ef þú hellir úr flöskunni sérðu djúsinn leka út og flöskuna verða tóma. Fyrirtæki sem selur djús getur ekki selt tómar flöskur. En þar sem að það er auðvelt að taka afrit af DVD diski og halda frummyndinni nákvæmlega einsog hún var, hvernig á maður að skilja að einhver “tapi” á því?

    Er þetta ekki pínulítið einsog ef Kjötmiðstöð Íslands ætti göltinn úr Goðafræðinni, sem hægt var að éta af endalaust og minnkaði aldrei? Ef það væri raunin þá væri auðveldara að skilja afhverju fólk vildi mæta til þeirra með stóra plastpoka og fá sér ókeypis (og djúsí) bita — sem er í rauninni það sem við erum að gera.

    Daði: Segjum að þig langi í bensín á bílinn þinn. Í fyrra prófaðirðu að vera í bensínáskrift hjá Essó, þar sem þú borgaðir 5000 kall á mánuði fyrir að fá ákveðinn skammt af bensíni á opnunartíma stöðvarinnar. Þér hentaði samt ekki opnunartíminn og misstir oftast af því að fá bensín, þannig að þú sagðir upp áskriftinni. Í dag ferðu bara reglulega á Olís eftir miðnætti og hittir einhvern rum sem fyllir á bílinn þinn ókeypis. Þú vilt geta fengið bensín þegar þér hentar, og finnst þetta því rétt.

    En er þetta rétt? (ég geri þetta líka…)

    Hvað finnst þér annars um sjónvarpsþættina sem hægt er að kaupa í gegnum iTunes vefverslunina? Myndir þú kaupa Scrubs og 24 á þennan hátt?

    – –

    Mér finnst að vandamálið liggi Stöðvar 2 megin. Ef þú borgar áskrift að Stöð 2 (og þarafleiðandi fyrir allt efnið sem þeir sýna) þá ertu búinn að borga þessu tiltekna fyrirtæki fyrir að sjá efnið og ætti því að vera frjálst að sækja allt það efni sem þú missir af í gegnum netið, ekki satt? Þar sem stærsti glæpurinn er framinn af þeim sem dreifa sjónvarpsefninu án leyfis, þá væri hægt að leysa þetta mál með því að Stöð 2 hýsti þættina og áskrifendur gætu sótt þá þegar þeim hentaði.

    Málið getur ekki snúist um að þú megir bara sjá hvern þátt einusinni (sem sjónvarpsstöðvar segja að sé díllinn) og megir þarafleiðandi ekki eiga hann í tölvunni þinni (þar sem þú getur horft á hann hundrað sinnum) því það er akkúrat díllinn með þá þætti sem þú kaupir í gegnum iTunes: þú vistar þá í tölvuna og horfir á þá hundrað sinnum.

    Þó þú eigir ekki sjónvarp er löglegt fyrir Stöð 2 að selja þér áskrift að stöðinni, en það er ólöglegt fyrir þig að horfa á efnið nema þú kaupir þér sjónvarp?!

  8. …þó ég sé frekar hress og brosi stundum þá komu þessir undarlega staðsettu broskallar ekki frá mér. Þeir eru bara gæsalöpp og lokaður svigi.

  9. …og rumurinn notaði vírklippur til að komast inná Olís-svæðið, bara svo það komi fram. Hann er jú rumur.

  10. Ég bý í Svíþjóð og allir þessir þættir sem eru nefndir hér fyrir ofan eru sýndir á sjónvarpsstöðvum sem senda út frítt, sama formúla og skjáreinn. Flestar íþróttir eru samt á stöðvum sem þú þarft að borga fyrir en samt sem áður getur þú séð leiki úr spænska boltanum, einn leik á meistarakeppniskvöldi og formúluna frítt. En já svo ég komi mér að því sem ég vildi segja þá næ ég engu að síður í þessi þætti á netinu þar sem það getur komið fyrir að maður sé að gera eitthvað annað þegar þessir þættir eru sýndir, eða þeir séu sýndir á sama tíma og svo koma líka þættirnir bara miklu fyrr á netið.

  11. Góður pistill, og sammála. Þessi pistill þeirra var í takt við alla umfjöllun um niðurhal á efni, einhliða og fullur af bulli. T.d. var inntakið að manna á milli gengu “einhverrir hræðilegir flakkarar” en ekkert farið út í það hvernig þetta efni kæmist á þessa flakkara mjög fyndinn.
    Annars er kanski ekki við Stöð 2 að sakast, þótt við gæfum okkur það að þeir séu allir að vilja gerðir til að selja alvöru “video on demand” þá er enginn framleiðandi á efni sem leyfir það og það er kjarni málsins.
    Ég er búinn að sækja flest það sem ég horfi á, af netinu, í talsverðan tíma. Fyrir 5 árum var erfitt að fá efni, maður þurfti að leita talsvert að efni, gæðin voru lítil og þetta var talsverð handavinna. Þar að auki þurfti maður að horfa á þetta allt í tölvunni.
    Núna 5 árum seinna er ég með Sjálfvirkan RSS feeder sem sækir allt það efni sem ég hef áhuga algjörlega sjálvirkt, stream-a það svo beint í X-Boxið og horfi svo á það inn í stofu eins og ég vill hafa það, í mun betri gæðum en t.d. Sjónvarp yfir ADSL eða Digital ísland.
    Á sama tíma hefur nánast ekkert gert í “video on demand málum” Jú jú, Skjárinn bíður upp einhverja takmarkaða útgáfu en þegar það tekur t.d. 2-3 daga að fá einfallt efni eins og fréttirnar inn (og hver horfir á 3ja daga gamlar fréttir?????), og jafnvel 7daga + að fá vinsælt efni eins og innlit útlit, þá er það einfaldlega ekki fyrirhafnarinnar virði.
    Það verður gaman að sjá hvernir P2P mál þróast á næstu 5 árum og þá einnig hvort eitthvað löglegt efni verði í boði hérna heima á næstunni. Held að ef maður á eftir að nota “ólöglegu leiðina næstu 5 árin þá verður hún væntanlega orðinn svo góð að það verður enginn tilgangur að skipta, því “lögleg” útgáfa mun einfaldega ekki getað keppt við hana í gæðum.

  12. Mig langar að benda á frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, sérstaklega a lið 3.greinar. Þar sýnist mér þeir verða “stikkfrí” sem eru að sækja efni handa sér til að horfa á sjálfir en ekki selja öðrum.

    Frumvarp til laga
    um öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota
    á hugverkaréttindum.
    (Lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)
    3. gr.
    Nú gerir sá sem telur sig rétthafa hugverkaréttinda er getur í 1. gr. eða sá sem lögum samkvæmt hefur heimild til að hagnýta þau réttindi sennilegt að einhver hafi brotið gegn þeim réttindum og er þá heimilt að kröfu hans sem gerðarbeiðanda að afla sönnunargagna samkvæmt lögunum hjá viðkomandi sem gerðarþola.
    Sönnunargagna verður ekki aflað á grundvelli laganna:
    a. vegna brota sem talin verða minni háttar ef beiðni beinist að einstaklingi og þau hafa ekki verið liður í atvinnustarfsemi,
    b. ef stórfelldur munur er á hagsmunum gerðarþola af því að sönnunargagna verði ekki aflað og hagsmunum gerðarbeiðanda af því að afla slíkra gagna.

  13. Ekki gleyma öllum helv. auglýsingarhléunum sem slíta þættina í sundur!!

    Mér finnst algjörlega útí hött að þurfa að rífa í sundur þætti á jafndýrri stöð og S2, með auglýsingum. Þetta þekkist varla úti.

    Spurning hvenær íslenskir fjölmiðlar taki höfuðið útúr ra**gatinu og átti sig á breyttum tímum.

    Valið stendur á milli þess að downloada (sem er á gráu svæði samkv. lögum) þáttum, auglýsingalausum sem þú getur horft á þegar þér hentar EÐA kaupa rándýra dagskrá fulla af rusli, óhentugum sýningartímum og sundurslitna af stanslausum auglýsingum.

    Guess who is downloading?

  14. flott grein hjá þér einar 😉 hef lítið meira um þetta að segja nema það að ég er vel sammála

  15. Þu gleymir einu. Ísland eru með bestu íþrótta rásir í heimi. Sumt sem við erum með á þessum stöðvun Sýn og Enski boltin fæst ekki annnars staðar. Meistaradeildarþjónustan sem sýn er með, þú getur horft á alla leikina. Enskiboltin, ALLIR leikirnir T.d boxið sem Sýn er með, er innifallið á syn en í bandaríkjunum verður þú að borga hvern einasta boxbardaga á svona 2.000 krónur sem er kansi tvekja klukkutíma efni.( Mikil boxaðdáandi) Og þetta er allt á sömu 2 rásunum. það er ekkert skrítið að þetta kosti einsog nokkrar íþróttarásir í útlöndum. Allr hinnar stöðvarnar í útlöndum fylla sjónvarpsefnið með körling eða eitthverju algöru drasli. Við erum með það langvinnsælasta og dýrasta á sömu stöðvunum.
    Ég er sammála því hjá þér að hinnar sjónvarpstöðvarnar eru drullu dýrar og úreltar en ég klappa fyrir Íslensku íþróttastöðvunum. En þær eru ekki að fara deygja út einsog hinar því við viljum sjá íþróttir í beinni útsendingu.

  16. Elli, enda er ég með áskrift að bæði Sýn og Enska boltanum einsog ég tók fram. Í því tilfelli, þá er keypta þjónustan *betri* en sú þjónusta, sem ég gæti reynt að verða mér úti á ólöglegan hátt.

    Hvað Stöð 2 varðar, þá er ólöglega þjónustan hins vegar *betri* og þar skapast vandamálið.

    Halli, varðandi kommentið þitt, þá átti þessi pistill hjá mér *alls ekki* að snúast um það að verja það að maður nálgist efni á ólöglegan hátt. Ég vildi einfaldlega benda á að módelið er ekki að virka og að ólöglegu leiðirnar bjóða uppá betri þjónustu heldur en þær löglegu.

    Varðandi VOD hjá Skjánum, þá reyndi ég einhvern tímann að horfa á íslenska batsjelorinn í gegnum það kerfi, en komst fljótt að því að þeir á Skjánum settu bara inn tvo fyrstu þættina, en virtust svo tapa áhuganum og því voru þættirnir, sem fylgdu í kjölfarið, aldrei settir inn. Við það tapaði ég raun áhuganum á þeirri þjónustu. Kannski að hún hafi batnað í dag.

  17. Það sem er alltaf magnað við þessa umræðu er að þeir sem eru á móti niðurhali hugsa alltaf sem svo að eitt niðurhal þýði ein töpuð sala. Veit ekki hvernig sú hugmynd komst í kollinn á fólkinu sem að selur efnið.

    Leyfi mér að fullyrða að stærstur hluti niðurhals er ekki töpuð sala, þar er einfaldlega verið að sækja eitthvað sem viðkomandi myndi annars aldrei borga fyrir eða kaupa. Við því er lítið að gera. Þeir sem eru að græða peninga svíður undan því, og vilja þessvegna hagnast á þessu niðurhali (t.d. með lögsóknum)

    Held að menn (þeir sem framleiða/selja/dreifa efni) ættu aðeins að líta upp úr dimmu djúpu holunni sem þeir búa í og hugsa málið upp á nýtt. Það er dýrara að berjast við þetta “vandamál” (og hreinlega ógjörningur), heldur en að fylgja straumnum.

    Er að stærstum hluta sammála því sem Einar er að skrifa, en málið er bara stærra en akkurat þetta. Niðurhal er hvorki vandamál, né lausn á vandamálinu.

    Málið er að stórum hluta það að þeir sem hafa verið að græða á sölu efnis til þessa eru hræddir við að missa spón úr aski sínum, einfaldlega vegna þess að þeir vita ekki hvernig þeir geta nýtt sér tæknina. Þessvegna er gripið til hræðsluáróðurs, neikvæðar skýrslur birtar, saklausir neytendur ákærðir o.s.frv. Hræðslan er sú að þar sem þeir geta ekki stjórnað þessu með alræðisvaldi, þá verður að koma í veg f. niðurhal o.s.frv.

    En já, orðið allt of langt komment (og erfitt að halda samhengi inn í svona litlum gluggum 🙂

  18. Þeir aðillar sem að eru að reka þessi dreifingarfyrirtæki einsog 365 og sena sem að framleiða sjálf sumt af sínu efni þurfa að fara að keppa við p2p samfélögin þarsem að þar er boðið uppá vinsælla efni sem að fólk getur horft á á þeim tíma sem að það velur.

    Það þarf bara að koma almennileg vod service sem að fullnýtir 6megabita tenginguna mína og þá slepp ég við hægfara torrenta og dc notendur

  19. Eins og talað út úr mínu hjarta. Einu þættirnir sem heilla mig á Stöð 2 eru Prison Break, 24 og Simpsons en fjárhagslega er ég aðeins gáfaðri en svo að eyða formúu (u.þ.b. 1000 kr) á hvern einasta þátt. Ég hef upp á síðkastið keypt mér seríur af Simpsons og Seinfeld og stefni á að fjárfesta í 24 seríunum. Ef gert er ráð fyrir um 4000 krónum í hverja seríu þarf ég einungis að greiða u.þ.b. 170 krónur á hvern þátt og mun þá eiga þetta uppi í hillu þar að auki.

    Jújú… vissulega þarf ég að bíða lengur eftir þessu öllu en who gives a f… Ég gæti líka alltaf tekið allt efnið á spólu (ca. 300 krónur per 4 þætti – 75 krónur per þátt) ef ég get ómögulega beðið eftir því að Skífan eða BT hafa þetta í verslunum.

    Stöð 2 myndi því aldrei meika sens fyrir mig nema ef ég væri algjörlega sjónvarpssjúkur.

  20. Daníel: akkúrat! Það er auðvitað enginn að sækja sjónvarpsefni bara til þess að klekkja á einhverjum stórfyrirtækjum, né heldur erum við að panta dót af Amazon til að segja fokkjú við Skífuna, þó við séum öll trítuð þannig af tollinum.

    Einar: veit vel að þú varst ekki að verja þetta. 🙂 Ég var bara að pæla í að “okkur” gengur í rauninni jafn illa að verja þetta og “þeim” að kalla okkur glæpamenn.

    Ég held að stærsta ástæðan fyrir því að ólöglega leiðin virki betur sé að hún er ókeypis. Við fyrirgefum henni því að vera hæg og skrýtin. Er ekki ókeypis pizza besta pizza í heimi, þó hún sé pínu köld?

  21. Og, til að fyrirbyggja allan misskilning um prumpulegan stuðning minn við SMÁÍS og DRM, þá sæki ég ALLT það sjónvarpsefni sem ég vil sjá. Ég nenni einmitt ekki að eltast við auglýsta dagskrártíma og finnst gaman að horfa á 2-3 þætti í röð (og á ég ekki einusinni sjónvarp).

  22. Góð grein.

    Ég varð svo móðgaður og fúll þegar Stöð 2 setti auglýsingahlé inn í vinsælustu þættina að ég fór einfaldlega á Netið og náði í þættina þar. Hef ekki horft á Stöð 2 núna í hálft ár.

    Er ekkert nema dónaskapur af Stöð 2 þegar fólk er að borga rúmlega 5000 krónur í gjöld á mánuði.

  23. Buisness módelið er að breytast og svona stórar fjölmiðlablokkir þurfa að breytast með.

    Því miður er auðveldara að kenna öðrum um, en sínu eigin sinnuleysi við nýjum mörkuðum.

    Vonandi tekur íslenskir sjónvarpsmiðlar, erlenda til fyrirmyndar og fer að bjóða þætti sína ókeypis til gláps á netinu með auglýsingum. (innlendu dagskrárgerðina)

  24. Stórgóð grein hjá þér Einar, kemur þessu vel til skila á einfaldan hátt hvað þetta er fáranlegt og úrelt fyrirkomulag hjá Stöð 2. Held að við sem einhverntímann höfum búið erlendis séum mörg hver sammála þér.
    Hef sem betur fer aldrei dottið í hug að falla fyrir þessu hjá Stöð 2 og fá mér áskrift.
    Nokkuð viss um að einhverjir hjá Stöð 2 séu nú að lesa þetta.
    Ari Edvard ertu að lesa????

  25. Ég er alveg sammála þessu, ég er alveg tilbúin að borga fyrir Lost2, 24 og alla þessa þætti í stykkjatali og horfa á þá þegar mér hentar, svipað eins og t.d. hægt er að gera hjá landsímanum “skjárinn”, þar væri möguleiki að koma þessu í gang… Í stað þess er ég að borga alveg helling fyrir allan pakkann hjá 365 og horfi eiginilega á ekki neitt af þessu, fyrir utan það að pirra mig á þessum Digital Island upptöku afruglara, sem er ekkert nema vesen.

  26. Sammála þér og er mjög ánægður með hvernig þú endaðir pistilinn. SMÁ-ÍS menn verða að nálgast þetta mál á skynsamlegan hátt því það verður ekki hægt að stöðva niðurhal af netinu sama hvað menn reyna….ég endurtek SMÁ-ÍS menn…”ÞAÐ VERÐUR EKKI HÆGT AÐ STÖÐVA NIÐURHAL AF NETINU SAMA HVAÐ MENN REYNA”!

    Það er kominn tími til að hlutir á sjónvarpsmarkaðnum batni til muna því það er ekki eðlilegt að þú borgir 6-9 þúsund fyrir sjónvarpsefni á mánuði. Ég mundi skilja það ef þú værir að fá 1 þúsund sjónvarpsstöðvar en að vera að fá það sem við fáum (sem er sérvalið af ákveðnum hóp hæstráðenda hjá stöð 2) er bara rugl. Ég vil fá að velja mína dagskrá eins og ég vil og geta horft hvenær sem ég vil, þess vegna fékk ég mér Sky digital sem gefur mér allt sem ég þarf.
    Ég er sammála þér, Einar, með að ég er til í að borga fyrir sjónvarp en það er líka spurning hvað sett er upp fyrir slíkt og hvað er í boði. Geisladiskar á 2.500 krónur? Aldrei í lífinu! Örfáar sjónvarpsstöðvar með hrikalega slappri dagskrá á 6-9 þúsund? Aldrei! Flest ríki eru komin í 21.öldina nema Ísland hvað varðar einokun og samkeppni.

  27. Ég hef, eins og nokkrir hérna á síðunni, hef sótt sjónvarpsefni af netinu, þó aðallega sjónvarps og heimildaþætti sem er ekki í sýningu hér á landi.

    Það sem ég myndi vilja er að hafa t.d. auglýsingar frá framleiðanda á undan/eftir þættinum sem væri ekki hægt að spóla yfir eins og t.d. byrjunin á flestum DVD diskum, ef að það myndi stuðla að því að gera þetta löglegra.

    Ég hef það t.d. fyrir reglu að fara á heimasíður framleiðanda sjónvarpsefnis (ef þær eru enn til) og smella á alla auglýsingatengla sem ég finn, ég hef þá ekki eins slæma samvisku yfir þessu.

    just my 2 bits,
    fr

  28. Ég er svo hjartanlega sammála þessum pistli.
    ég var líka svo “heppinn” að lenda í áhorfskonnun sem er í gangi hjá Gallup núna þarsem maður þarf að merkja við þá dagskrárliði sem maður horfir á í íslensku sjónvarpi, það sem vekur athigli mína núna þegar ég er að verða búinn að gera þetta í 1 viku er að ég hef ekki horft á Stöð 2 í 1 mín. ástæðan, jú það eru líkt hjá mér og höfund þessa pistills að ég horfi ekki á neitt nema 24 og the Simpsons og reindar Prison Break að auki. ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á þessa þætti á stöð 2 er jú sú að ég horfi á þá af tölvunni. vegna þess að þeir eru komnir þar löngu áður en þeir eru sýndir í íslensku sjónvarpi, og hinnsvegar að gæðin á efninu er einfalldlega betra ef eithvað er. (hér geta menn ekki einusinni sent Hljóðið út í Sterio ég meina kommon!!!)
    ég sæki bíómyndir líka á netið. ástæðan jú ég er ekki að fara borka þessar líka fáranlegu upphæðir fyrir að horfa á meðalgóðar myndir á DVD.
    mér myndi ekki detta það í hug að horfa á stórmyndir í tölvunni heima hjá mér þær horfi ég á í bíó. því gæðin á myndum og hljóðií bíó húsi eru auðvitað frábær og svo er ekkert nema sjálfsagt að borga slatta fyrir að horfa á góðar myndir.
    ég hef líka velt því fyrir mér afhverju er sama verð greitt fyrir allar bíómyndir? þær kosta ekki allar það sama í frammleiðslu! þær kosta bíóhúsin valla allar það sama eða hvað? ég meina þú borgar ekki sama verð fyrir Porche og lödu eða hvað?? þetter bara svona smá pæling.
    annars tel ég ásamt greinilega mörgun að vandinn liggi hjá þessum aðilum hér á landi vegna þess að það er verið að okra á öllum hlutum og þættir og bíómyndir eru sýndar svona mikið seinna hér en í Ameríku t.d.

  29. Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir hreint og beint frábæran pistil, sem undirstrikar það sem við glímum við í daglegu lífi.

    Ég veit ekki um einn aðila sem niðurhelur ekki ólöglega. Foreldrar mínir, systkini mín, frænkur mínar, frændur mínir, ömmur og afar mínir, öll eru þau farin að niðurhala “ólöglega”. Ég tel að þetta vandamál sé orðið það stórt, að þetta eigi við um alla aldurshópa.

    Ég veit ekki alveg hver lausnin væri varðandi þetta vandamál. Ég hélt að fyrirkomulagið með þessu Digital Ísland dæmi, væri það að fólk gæti valið hvað það vildi horfa á hverju sinni. Nei nei, þannig er það ekki. Nú getur fólk valið um einhverjar 90 rusl stöðvar. Og maður fær þetta ekki einu sinni frítt með Stöðvar 2 áskriftinni sinni. Nei nei, maður þarf að auðvitað að borga einhvern aukapening bara til þess að fá aðgang að þessu rusli.

    Ég verð bara að segja að ég er kominn með nóg af þessu. Ég treysti engum dagskrárgerðarmanni á Stöð 2 til að velja hvað hæfir mínu áhugasviði. Engan veginn. Ef ég fæ ekki að horfa á það sem ég vil hvenær sem er, þá auðvitað næ ég í það á netinu. Einfaldara verður það ekki. Og ég held ég geti talað fyrir okkur öll þegar ég segi það.

    Mjög skemmtilegt hins vegar að opna þessar umræður. 🙂

  30. Frábær grein.

    Ég er að spegulera í lausnum á þessu p2p málum ,og mér sýnist sem svo að viðskiftaströgtúrin sé orðin ónothæfur.Alla vegana í þeirri mynd sem hann er í í dag,líklegast er vandamálið fastheldni í gamlar hefðir og óvilgirni þeirra til að taka sönsum og fylgjast með kröfum markaðarins .Fyrsta lögmálið brotið eftirspurn framboð.

    Lausnin lyggur kanski í augum uppi fylgið kröfu markaðarins ! Hann vill að söluaðili jafnt sem dreifingaraðili komi vöru sinni inn á markaðin gegnum netið.Það getur orðið auðveldara en það sýnist bara ef þeir opna hug sinn fyrir nýjungum .

    stöð 2 ,ef þið setið upp gagna skrá á netið með aðgang fyrir alla landsmenn heima og að heiman þar sem við getum valið okkur dagsskrá efni til að sækja ekki bara það nýjasta heldur og það gamla .
    þá væri það byrjun á upphafi nýrra viðskifta hátta
    Sá möguleiki að komast í TV-Seriur frá upphafi er til dæmis mjög gott .
    Dagskráin ykkar að ölum rásum með töldum er verðlögð á um 10,000kr þar er meira efni en nokkur ein maður nær að horfa á yfir mánuðin ?
    það segir mér það eitt það er þið mynduð með þessari breitingu opnna viðskifta gáttina upp til max með þeim ráðstöðvum markhópurin myndi margfaldast

    þetta gæti gerst með smáviðhorfs breitingu frá ykkur sem væri stór breiting frá því ástandi sem nú ríkir

    í dag 365miðlar bæn dagsins

    Framkvæmdastjóri lyggur á bæn við altari mamóns dollaramerkisins kæra dollara merki ég hef altaf fylgt hagnaðar vonini þér til dýrðar þess vegna byð ég þig þess eins að þessi anskotans dagskrárstjóri minn fari nú að hitta í mark í alla vegana þetta eina skifti og geri öll litlu börnin ánægð með það sem við bjóðum upp á og allir pabbarnir verði ánægðir með úrslitin í leiknum þetta er bara svona raun haæf ósk frá mér til þín þú mikli Mamón ef þetta skeður ekki verð ég að fara bjóða kúnanum það sem hann vill og við vitum báðir hvað skeður þá !! það hljómaði þrumuraust frá altarinu og hún sagði alt það sem seigja þurfti ?HÁLFVITI

  31. Skil vel varðandi það að vera tilbúinn að borga fyrir eitthverskonar gagnvirka afþreyingarþjónustu því það versta við að þurfa að niðurhala efni sem mann langar til að sjá er að það er engin gæðatrygging á því, efnið getur verið í lélegum gæðum (low-bitrate TC/TS or CAM) hljóð og mynd ekki samræmd (out of sync) vantar rétta afkóðunar hugbúnaðinn (codec) það vantar jafnvel hluta í myndina eða kaflar í henni eru skemmdir. Og svo náttúrulega gæti þetta líka verið kolvitlaust efni sem ber samskonar nafn.

    Þeir sem niðurhala af eitthverju viti vita það að það fer oft heilmikill tími til spillis að þurfa að standa í stappi með svona “frítt” efni, og því væri það væntanlega vel þegið að hafa aðgang (gegn hóflegu gjaldi auðvitað) að eitthversskonar net afþreyingarþjónustu sem tryggði bæði gæði gagnvirkni og hraða og það svo á verði vægu fyrir oss börnin þægu :]

Comments are closed.